Finndu réttu gólfmotturnar fyrir eignina þína
Mottur eru hagnýt viðbót við öll heimili og þær eru oft notaðar til að setja tóninn og stílinn í rýminu. Burtséð frá útliti þá eru ýmsir kostir við að vera með teppi á heimilinu. Þau gefa herberginu þægilegt og hlýtt yfirbragð og vernda auk þess gólfið.
Teppi bjóða upp á þægilega leið til að umbreyta útliti rýmisins. Margir eiga sömu motturnar svo árum skiptir og því er mikilvægt að velja vel. Valkostirnir eru margir og því getur reynst snúið að velja réttu gólfmottuna. Hvaða efni ættirðu að velja? Hvaða stærð þarftu? Hvaða teppi hentar þínum stíl? Þessi grein aðstoðar þig við að velja réttu teppin fyrir þig.
Skoðaðu mismunandi gerðir teppa
Gólfmottur hafa ekki aðeins áhrif á heildarútlit rýmisins, þær spila einnig stórt hlutverk í andrúmslofti rýmisins. Sniðugt er að velja mottur sem henta þínum smekk. Þú getur valið allskyns mottur allt eftir innréttingum og þörfum. Skoðum hér mismunandi gerðir teppa.
Hnýtt
Hnýttar mottur eru oft í dýrari kantinum þar sem mikil vinna felst í að búa þær til. Þær bjóða hinsvegar upp á einstakan styrk og endingu sem er ómissandi ef þær eru settar á fjölfarna staði á heimilinu. Mismunandi litaþræðir eru oft notaðir til að búa til einstök mynstur. Gæði teppisins fer eftir þráðafjölda á ferþumlung. Fleiri hnútar gera fágaðri hönnun.
Þúfótt
Þúfótt teppi eru búin til með grind fyrir efnið og þau eru ákaflega þægileg undir fæti. Motturnar eru framleiddar með því að slá ull á grind og efni er síðan bætt við að aftan sem heldur öllu saman og eykur þol og endingu. Þær eru einnig slitsterkar og mjúk áferðin er frábær til að undirstrika einstök mynstur og hönnun.
Ofin
Ofin teppi eru framleidd úr bómullarblöndu og eru bæði endingargóð og á viðráðanlegu verði. Þau eru annað hvort handgerð eða búin til með hefðbundnum vefstól. Þræðirnir eru snyrtilega beinir, sem gerir teppið að besta kostinum fyrir rúmfræðileg mynstur.
Hvað er besta efnið fyrir gólfmottur?
Flest teppi eru framleidd úr hreinni ull. Garntegundin sem er notuð hefur áhrif á mynstur eða hönnun teppisins ásamt yfirbragði, lit og áferð. Hér fyrir neðan skoðum við betur mismunandi efni sem fást á netverslunum.
Ull
Ull er einn vinsælasti efniviðurinn þar sem hún er náttúruleg og afar endingargóð. Hún er ónæm fyrir óhreinindum, mjúk undir fæti og hljóðgleypin. Teppi úr ull eru frábær kostur fyrir íbúðir. Ullin er þekkt fyrir fallega matta áferð. Hún fæst ofin, þúfótt eða hnýtt og því er hægt að velja allskyns útlit. Sveitalegt og náttúrulegt yfirbragðið hæfir skandinavískum stíl afar vel. Einnig er hægt að fá litaða ull fyrir dass af lit í rýmið.
Bómull
Bómull býr yfir ýmsum hagnýtum eiginleikum sem eru tilvaldir fyrir gólfmottur. Hún er auðveld í þrifum, andar vel og heldur lögun sinni vel. Bómullarteppi eru ekki eins gjörn á að skekkjast og önnur teppi og þau eyðileggjast ekki auðveldlega þegar það hellist á þau. Bómull bætir endingu teppisins þegar hún er blönduð við önnur efni eins og pólýester og ull. Þétt og matt yfirbragð bómullarinnar gerir hana að góðum kosti fyrir nútímaleg rými.
Sísalhampur
Mottur úr sísalhampi hafa bestu endinguna og þær eru því tilvaldar fyrir svæði sem mikið er gengið um eins og forstofur, eldhús og stofur. Bæði má halda sísalhampinum náttúrulegum eða lita hann í allskyns litum. Sísalhampur er ekki bara slitsterkur, hann bætir einnig hlýju við rýmið.
Júta
Teppi úr júta eru þekkt fyrir gyllta og ljósbrúna tóna og þau setja náttúrulegan svip á rýmið. Þau eru enn sveitalegri ef þau eru handofin. Gróf áferð efnisins blandast fullkomlega við bómull til að skapa andstæður í litum. Mottur úr júta eru einnig harðgerar, sem gerir þær tilvaldar fyrir fjölfarin svæði á heimilinu.
Hvernig þú velur teppi sem hentar þínum stíl
Úr miklu er að velja, allt eftir því hvaða heildarútlit þú vilt. Lítum nánar á vinsælustu hannanirnar.
Hefðbundnar mottur
Þessi tegund teppa er bæði falleg og endingargóð. Hefðbundnar mottur eru oft notaðar til að grípa augað í miðju rýmisins. Þær eru yfirleitt úr mjúkum og endingargóðum efnum eins og ull, en þó má finna þær í öðrum efnum og blöndum. Hefðbundin teppi eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja bæta hlýju við heimilið.
Nútímalegar mottur
Nútímaleg teppi eru oft í mjúkri eða djarfri hönnun. Þau fást í ýmsum litum, áferðum og efnum og eru oft með mynstrum með hreinum línum og fallegum litum. Þau eru vinsæl um gjörvallan heim þar sem þau setja afar sterkan svip á heimilið. Þau eru fær um að samræma rými með mismunandi húsgögnum og hönnunum. Þau virka vel í herbergjum og á heimilum með minimalískum innréttingum.
Hvaða stærð af mottu þarftu?
Mikilvægt er að velja rétta stærð af mottu sem hentar eigninni fullkomlega. Þú vilt ekki velja teppi sem er of lítið þar sem það fær rýmið til að líta bjagurlega út í stað þess að gefa því jafnvægi. Í stað þess að velja mottu sem hylur gólfið á milli húsgagnanna þá skaltu leita að mottu sem nær undir fæturna á hægindastólnum eða sófanum. Hér eru leiðbeiningar til að hjálpa þér að velja rétta stærð.
-
Ferhyrndar eða stórar rétthyrndar: Þessar mottur eru oft settar í miðju rýmisins. Þær eru að mestu í stofum og borðstofum og eru oftast settar undir húsgögn með nokkurra sentímetra skörun.
-
Ferhyrndar eða meðalstórar rétthyrndar: Þessar mottur eru tilvaldar fyrir forstofu til að verja gólfið gegn sliti. Þær eru líka frábærar til að fylla upp í autt gólfpláss.
-
Kringlóttar: Oft notaðar í miðju rýmisins eða undir sófaborð. Kringlóttar mottur eru frábær miðpunktur í hvaða herbergi sem er.
Ef þú ert óviss um hvort þú eigir að velja litla eða stóra mottu þá skaltu velja þá síðarnefndu.
Rétt motta fyrir tegund rýmisins
Önnur hagnýt leið til að velja mottu sem hentar eigninni er að taka eitt og eitt herbergi fyrir sig. Hér að neðan skoðum við mismunandi mottur fyrir stofuna, borðstofuna, svefnherbergið og eldhúsið.
Stofumottur
Stofan er afslöppunarstaðurinn eftir langan vinnudag, samverustaðurinn með fjölskyldunni og veislustaðurinn með vinum. Það er því mikilvægt að gera rýmið eins notalegt og þægilegt og mögulegt er og hér getur rétta mottan spilað stórt hlutverk. Gott er að þú gerir þér í hugarlund hvort þú sért að leita að mottu sem grípur augað, mottu með óvenjulegri áferð eða mottu sem gefur rýminu jafnvægi.
Motta í björtum litum hentar frábærlega í stofuna þar sem hún gefur henni hýrlegan svip. Þú getur einnig bætt íburðarmikilli mottu fyrir framan arininn eða sófann, sem skapar notalegan stað fyrir gæludýrin þín og er almennt falleg viðbót við heimilið. Ef þig langar í teppi sem grípur augað þá þarftu ekki endilega að velja ríkulegt eða þykkt teppi. Nóg er að velja teppi sem grípur athyglina á einn eða annan hátt.
Borðstofumottur
Þú getur annað hvort valið áberandi teppi í borðstofuna eða teppi í dempaðri litum. Yfirleitt er talað um að gott sé að draga athyglina að efni mottunnar frekar en litum eða mynstri. Góð leið til að finna mottu sem gleður augað er að velja litatóna sem virka vel með borðstofuborðinu. Ef borðstofan og stofan eru hluti af sama opna rýminu þá er sniðugt að nota áberandi mottu til að skipta rýminu í tvennt.
Þegar þú velur mottu fyrir borðstofuna er gott að hafa í huga hvaða stærð virkar vel með borðstofuborðinu. Ekki er nóg að velja mottu sem er stærri en borðstofuborðið – þú þarft einnig að taka tillit til plássins sem borðstofustólarnir þurfa þegar þeim er rennt frá borðinu og að því. Munu gestirnir hafa nóg pláss til að færa sig að borðinu og frá því án þess að fæturnir fari af gólfmottunni? Einnig er mikilvægt að velja efni sem auðvelt er að renna stólum á.
Svefnherbergismottur
Þegar þú velur teppi fyrir svefnherbergið þitt þá skaltu velja teppi sem er þægilegt og passar vel við innréttinguna í herberginu þínu. Það er freistandi að velja áberandi teppi, en rúmið ætti að vera aðalmálið í svefnherberginu. Vinsælasta valið í svefnherbergið er motta undir rúmið. Veldu mottu sem nær um 45 cm í kringum rúmið þitt. Mottan ætti að ná nógu langt út fyrir rúmstokkinn til að þú getir stigið á hana.
Þar sem rúmið hylur bróðurpartinn af mottunni þá er ekki vitlaust að velja ódýrari mottu en ella. Ef þú hefur hins vegar efni á því, þá er alltaf fallegt og þægilegt að velja þykka mottu. Loðnar mottur veita einnig mikla hitaeinangrun.
Eldhúsmottur
Mikilvægasta atriðið við val á eldhúsmottu er notagildi mottunnar. Þykk motta er ekki tilvalin, þar sem hún dregur auðveldlega allskyns matvæli í sig. Því er gott að velja þéttofna mottu úr efni á borð við júta.
Gólfdregill er tilvalinn fyrir eldhúsið. Hann er í miðju rýmisins og veitir þannig hlýju og þægindi en er á sama tíma nógu langt frá áhöldum til að minni hætta sé á slettum. Ef eldhúsið er með flísum þá er sniðugt að velja mjúkar mottur sem veita hlýju frá köldum flísunum. Föllituð jútamotta er sniðug fyrir plastparket.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af teppum í hágæðaefnum sem henta þörfum hvers og eins. Skoðaðu úrvalið okkar í leit að réttu gólfmottunni.