Þvottakarfa - heldur heimilinu fallegu og snyrtilegu
Þvottakarfa er ómissandi fyrir daglegt líf og þá sérstaklega ef þú átt stóra fjölskyldu. Í staðinn fyrir að leyfa þvottinum að safnast saman í bunka á gólfinu þá geturðu geymt hann á snyrtilegan hátt í þvottakörfum. Með því að velja þvottakörfu sem hentar þínum smekk og þörfum geturðu verið viss um að þú hafir valið rétt. Við bjóðum til allrar hamingju upp á fallega og áreiðanlega möguleika á góðu verði fyrir hvaða heimili og fjölskyldu sem er, svo að þvottahúsið haldist vel skipulagt.
Fallegar þvottakörfur á góðu verði fyrir hversdaginn
Við komumst ekki hjá því að þurfa að þvo þvott, sama hver lífstíllinn okkar er eða hversu stór eða lítil fjölskyldan er. Óhreinatau er eitthvað sem sjaldan er gaman að horfa á eða þefa af. Þvottakarfa er því í rauninni meira eða minna ómissandi ef þú vilt halda heimilinu hreinu og fallegu án þess að það sé þvottur í öllum krókum. Körfurnar eru mikilvægur hluti af húsverkunum og þú þarft því að geta reitt þig á þær. Það er mikill plús þegar þú færð gesti ef körfurnar eru í hönnun sem þér finnst falla vel við restina af heimilinu.
vidaXL hefur sett saman fallegt úrval af flottum og áreiðanlegum þvottakörfum fyrir hvaða heimili og þarfir sem er. Flestar eru körfurnar úr bambus eða bambustrefjum, en við bjóðum einnig upp á mikið úrval af körfum úr öðrum efniviðum sem eru bæði fallegir og endingargóðir. Sumar af körfunum eru með striga á stálgrind, viðargrind eða annarri viðarsmíði, á meðan aðrar körfur eru gerðar úr víðitág eða vatnahýasintu. Þær eru allar í flottri hönnun sem færir baðherbergið eða þvottaherbergið á næsta plan. Það skiptir ekki máli hvaða stíl þú ert með, þú færð þvottakörfu á viðráðanlegu verði hjá okkur.
Skoðaðu þvottadeildina okkar til að finna réttu körfuna og aðra hluti til að halda þvottinum vel skipulögðum, hvort sem það er áður eða eftir þvottinn.
Hvaða þvottakarfa hentar þér?
Þvottakörfur fást í mismunandi lögunum, stærðum og litum og í allskyns sniðugum og hagnýtum hönnunum. Það eru því ýmsir þættir sem þú þarft að hafa í huga við val á þvottakörfu. Karfan þarf fyrst og fremst að henta þörfum þínum - karfa sem fyllist upp allt of fljótt er líklegast ekki að fara að nýtast þér sérlega vel. Fyrir marga skiptir líka miklu máli að þvottakarfan falli vel við innréttingarnar á heimilinu. Almennt séð er gott að hafa eftirfarandi þætti bakvið eyrað:
Mál
Líklegast það allra mikilvægasta sem þú þarft að hafa í huga við kaup á þvottakörfu: hvort karfan sé nógu stór fyrir heimilið. Karfan þarf að vera í viðeigandi stærð fyrir það magn af þvotti sem safnast saman á heimilinu.
Annar þáttur sem vert er að hafa í huga varðandi málin er staðsetning körfunnar og hvort hún eigi að vera hluti af stærra þvottakerfi. Karfan þarf kannski að geta passað undir borð í þvottahúsinu, inn í skáp eða í lítinn krók. Við bjóðum upp á þvottakörfur í mismunandi lítrafjölda og mismunandi hæð, lengd og breidd. Þú ættir því án efa að geta fundið réttu körfuna fyrir þig, sama hverjar þarfir þínar eru eða hvert karfan á að fara.
Efniviður
Eins og við nefndum hér að ofan þá hefurðu úr ýmsu að velja þegar kemur að efnivið. Hver efniviður býður upp á ákveðna kosti og stílmöguleika.
Bambus er nútímalegur og flottur efniviður sem fellur vel við nánast hvaða heimili sem er, þá sérstaklega ef stemningin á heimilinu er suðræn. Bambus er auk þess sjálfbær efniviður. Þvottakörfurnar okkar úr stáli gefa heimilinu töff iðnaðarútlit og efniviðurinn er afar endingargóður. Körfur úr viði eru hins vegar stílhreinar, náttúrulegar og tímalausar og þær standast notkun í áraraðir. Ennfremur er búið að meðhöndla öll efnin á þann hátt að þau þola raka til lengri tíma. Þetta á einnig við um fóðrið að innan.
Karfa með loki eða án loks?
Við bjóðum bæði upp á þvottakörfur með eða án loks. Valið ætti aðallega að fara eftir smekk. Þvottakarfa með loki hjálpar til við að halda rýminu hreinu og snyrtilegu þar sem enginn þvottur er í augsýn.
Þvottakarfa án loks getur þó verið mjög praktísk, þar sem þú þarft ekki að vesenast með að halda lokinu opnu í hvert skipti sem þú þarft að taka þvottinn úr körfunni. Þetta á sérstaklega við um körfur með áföstu loki. Í mörgum tilfellum eru körfur án loks samfellanlegar, sem þýðir að þær taka minna pláss en ella.
Hólf
Þvottakörfurnar okkar fást annað hvort með einu stóru hólfi, mörgum stórum hólfum eða mörgum litlum, til að mæta þörfum hvers og eins. Þetta getur hjálpað þér að halda þvottinum vel skipulögðum eða aðskildum. Karfa með mörgum hólfum er þó yfirleitt plássfrekari heldur en karfa með einu hólfi.
Lögun
Ferköntuð, rétthyrnd, kringlótt eða hornhringlaga? Þvottakörfurnar okkar fást í mismunandi lögunum, sem hefur auðvitað áhrif á útlitið og hversu mikið pláss karfan tekur. Kringlóttu körfurnar okkar eru afar praktískar og taka minna pláss en ferkantaðar eða rétthyrndar gerðir. Ef þú ert með laust horn í rýminu eða ónotað pláss fyrir aftan skáp, þá er karfa í hornhringlögun alveg tilvalin - þá sérstaklega fyrir lítil svæði.
Önnur sniðug og hjálpleg hönnunaratriði
Þú finnur meðal annars körfur hjá okkur með allskyns afar sniðugum og notendavænum hönnunaratriðum. Við bjóðum til dæmis upp á körfur með handföngum á hvorri hlið sem auðveldar burð þegar þú þarft að taka þvottinn saman eða þrífa svæðið fyrir aftan körfuna.
Við eigum líka til körfur á hjólum, sem er afar hagnýt lausn þegar þú þrífur og vilt ekki þurfa að lyfta körfunni þegar hún er full af óhreinataui. Sumar körfur eru meira að segja með þurrkgrind að ofan. Þetta er tilvalið til að hengja föt upp í stúdíó-íbúðum, stúdentagörðum eða íbúðum án svala.
Eins og þú sérð þá bjóðum við upp á gríðarmikið úrval af körfum, tunnum og pokum fyrir þvott.
Uppgötvaðu töfrana við samfellanlega þvottakörfu
Býrðu í litlu rými og hefur ekki kost á að vera með mikið af húsgögnum eða öðrum húsmunum? Ef plássið er af skornum skammti þá þarftu að hugsa vel um hvaða húsgögn þú setur í rýmið. Það sama gildir um þvottakörfur.
Ef íbúðin er lítil þá eru einnig miklar líkur á því að lítið pláss sé fyrir stóra þvottakörfu á baðherberginu eða í svefnherberginu. Þú ert líklegast ekki heldur með sér þvottahús. En einhvern veginn þarf að koma skipulagi á óhreinatauið. Hver er þá lausnin?
Samfellanleg karfa eða poki fyrir þvott er alveg tilvalin lausn fyrir lítil rými. Sniðug samfellanleg hönnunin gerir þér kleift að fella körfuna saman og fela hana þegar gesti ber að garði eða þegar þú þarf aukapláss.
Haltu þvottinum skipulögðum með flokkara
Þú þværð líklegast ekki allan þvott saman eða á sama hátt. Hvítar flíkur þurfa til dæmis að vera þvegnar með öðrum hvítum flíkum til að halda hvíta litnum skínandi. Ef litrík flík er þvegin með hvíta þvottinum þá er voðinn vís.
Þetta er ástæðan fyrir því af hverju þú ættir að flokka fötin þín eftir litum og þvottaprógrammi áður en þú hendir óhreinatauinu í vélina. Þetta er sjaldan skemmtilegt verk, en það er þó engu að síður skemmtilegra en að toga bleikan bol úr vélinni af því að það fór óvart rauður sokkur með.
Hér kemur þvottaflokkari inn í myndina. Sumar af þvottakörfunum okkar eru skiptar niður í hólf með 2, 3 eða 4 mismunandi pokum. Á þennan hátt geturðu flokkað hlutina eftir litum eða efnum og þú sleppur þannig við að skyrtan með sósublettinum liggi í kuðungi við hliðina á silkiskyrtunni þinni.
Flokkarar eru þar að auki sérstaklega þægilegir ef þú átt ungabarn og langar til að hafa viðkvæman fatnaðinn aðskilinn frá venjulegum fatnaði. Þú getur verið með allt að fjögur mismunandi hólf og þannig fært þvottaskipulagið á næsta plan. Sumar körfur eru meira að segja með merktum hólfum sem á stendur „dökkt“, „ljóst“ og „litað“, sem þýðir að öll fjölskyldan getur tekið þátt í flokkuninni.
Kostir við þvottakörfur með rimlahönnun
Handklæði eða blautur þvottur endar oft í þvottakörfunni og eins og við vitum öll þá kemur oftast leiðinleg lykt af blautum þvotti á endanum. Þú getur komið í veg fyrir þetta með því að velja þvottakörfu með rimlum úr annað hvort tekki eða valhnotu. Þessi hönnun gerir þvottinum í körfunni kleift að anda og viðargrindin er traust, stöðug og í hlýjum, náttúrulegum og heimilislegum stíl.
Verslaðu trausta og flotta þvottakörfu á betra verði
Komdu skipulagi á óhreinatauið með nýrri og smekklegri þvottakörfu sem verður frábær viðbót við þvottahúsið, svefnherbergið, baðherbergið eða annað rými á heimilinu. Skoðaðu frábært úrvalið okkar af þvottakörfum á viðráðanlegu verði og finndu réttu körfuna fyrir þig.
Þvottakarfa er ómissandi, en tvær þvottakörfur eru ennþá betri: Seinni karfan er tilvalin fyrir þvott sem þarf að strauja. Veldu því sett í stíl. Þú þarft ekki einu sinni að nota körfuna fyrir þvott - margar af körfunum okkar eru tilvaldar sem geymslulausnir fyrir aðra hluti á borð við leikföng eða teppi.
Það skiptir ekki máli hvaða körfu þú pantar, eða jafnvel hvaðeina annað - við bjóðum upp á ókeypis sendingu á öllum vörum.