Hvernig þú velur rétta borðstofusettið
Fjárfesting í nýju borðstofusetti er frábær leið til að gefa borðstofunni og borðhaldinu fallegan heildarsvip. Borðstofan er hjarta heimilisins þar sem þú átt gæðastundir með vinum og vandmönnum yfir góðri máltíð og hlátrasköllum. Þegar þú kaupir húsgögn í borðstofusetti er mikilvægt að þú hafir nokkur atriði í huga: Pláss og þægindi. Þú vilt forðast að gefa manneskjunni við hliðina á þér olnbogaskot í hvert skipti sem þú lyftir höndunum. Þú þarft líka að hafa efniviðinn, litinn og stílinn í huga. Í þessum leiðbeiningum gefum við þér ráð varðandi rétta borðstofusettið fyrir heimilið þitt.
Taktu mál á lausu plássi
Leitin að rétta borðstofusettinu ætti að byrja á því að þú mælir laust gólfplass í borðstofunni. Þetta hjálpar þér að átta þig á því hversu stórt borðstofuborðið má vera og í hvaða lögun það ætti að vera. Borðstofuborðið er miðjupunktur settsins og því er auðveldast fyrir þig að byrja á því áður en þú færir þig yfir í önnur húsgögn. Við mælum með því að þú hafir að minnsta kosti einn metra fyrir aftan borðstofustólana svo auðvelt sé að ýta þeim aftur.
Veldu rétta borðstofuborðið
Lögun borðstofuborðsins er afar mikilvægur þáttur þegar kemur að vali á borði. Lögunin fer auðvitað mestmegnis eftir smekk, en þú þarft engu að síður að hafa í huga hvernig borðið passar í rýmið. Ef herbergið er lítið þá er sniðugt að velja kringlótt eða ferkantað borð. Ef borðstofan er í stærra lagi þá geturðu leyft þér að velja borð sem er stærra en þú hafðir áætlað.
Annar mikilvægur þáttur er áferðin á borðinu. Einnig er sniðugt að velja glerborð ef borðstofan er í minna lagi, þar sem það fær rýmið til að virka stærra en það er. Gegnheilt viðarborð er alveg tilvalið í hefðbundnar eða nútímalegar borðstofur.
Veldu borðstofustóla í stíl
Þú getur leikið þér með borðstofustólana. Hér hefurðu tækifæri á að prófa andstæður, bæði í áferð og stíl, og þú getur sett persónulegan svip á borðstofuna án þess þó að það verði yfirþyrmandi fyrir rýmið. Glerborðstofuborð er til dæmis afar fallegt með djörfum flauelsstólum. Þú getur einnig blandað stólunum til að gefa borðstofunni fágaðan blæ.
Verslaðu borðstofusett hjá vidaXL
Skoðaðu stílhreinu borðstofusettin okkar. Við bjóðum upp á gríðarmikið úrval af settum úr mismunandi efnum í mismunandi stærðum, litum og hönnunum sem henta hverjum og einum. Það skiptir ekki máli hver stíllinn í borðstofunni er - þú finnur án efa eitthvað sem þér líkar. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna rétta borðstofusettið fyrir þig.