Haltu matvælum ferskum með matarílátum
Með notkun mataríláta geturðu minnkað alla fyrirhöfn við að þurfa að geyma mat. Matarílát gera geymslu á mat auðveldari þar sem þú getur haldið honum ferskari í lengri tíma. Hvort sem þú velur plast eða gler, þá ættirðu að geta gripið ílátið úr ískápnum hvenær sem er. Allar geymslulausnirnar okkar eru gerðar til að mæta öllum þörfum þínum hvað varðar matargeymslu.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á allskyns matarílát og við ættum því án efa að eiga eitt eða tvö ílát sem henta þér.
Settu matinn í geymslu með matarílátum
Hvort sem þú ert í leit að matarílátum til að geyma þurrmeti í skápum eða til að geyma afganga sem þú getur geymt í ísskápnum eða tekið með þér, þá bjóðum við upp á réttu lausnina fyrir þig hjá vidaXL. Matarílát eru algjörlega ómissandi á öll heimili. Öll ílátin okkar eru þægileg í þrifum og auðveld í notkun af allri fjölskyldunni. Við eigum réttu ílátin fyrir þig, hvort sem þau eru fyrir hádegismat barnanna, snarl á skrifstofunni eða kvöldmatarafganga.
Matarílátin okkar fást í allskyns lögunum, stærðum og efnum og þú ættir því auðveldlega að geta fundið rétta ílátið fyrir þig. Matarílát auðvelda geymslu á mat og þau halda honum ferskum mun lengur en ella. Þetta gildir bæði fyrir mat með lengri endingartíma eins og hafra, sykur og þurrkað pasta og matarafganga sem þarf að borða innan nokkurra daga. Ílátin eru þétt innsigluð og á góðu verði. Mörg af ílátunum má einnig setja í frystinn og í örbylgjuofn.
Hvernig þú velur réttu matarílátin
Eins og með aðra hluti þá eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga við kaup á nýjum matarílátum. Skoðum aðeins þættina sem þú þarft að hafa í huga:
-
Efniviður. Kýstu frekar plast, ryðfrítt stál eða gler? Þetta ætti algjörlega að fara eftir því í hvað þú ætlar að nota matarílátin. Ílát og krukkur úr gleri eru til dæmis frábær til að geyma mat í ískápnum eða til að upphita mat. Plastílát eru hins vegar tilvalin þegar þú ert á ferðinni. Ryðfrítt stál er líka kjörinn kostur. Hafðu bara í huga að ryðfrítt stál er ekki tilvalið fyrir upphitun þar sem efniviðurinn getur orðið mjög heitur.
-
Loftþétt innsigli. Ef þú þarft að geyma mat á borð við súpur þá mælum við með því að þú veljir loftþétt ílát. Þannig geturðu komið í veg fyrir að maturinn hellist niður, jafnvel þegar þú ert á ferðinni. Ef þú þarft að geyma mat í skápum þá eru loftþétt ílát einnig tilvalin til að koma í veg fyrir að maurar og önnur skordýr komist í matinn. Þetta lengir einnig endingartíma matvælanna. Mundu að taka lokið af við upphitun.
-
Varmaeiginleikar. Þarf maturinn að haldast heitur í nokkra klukkutíma? Þetta er afar hentugt ef þú ert að fara í útilegu eða ert með heitan mat með þér á ferðinni.
Góð ráð við geymslu á mat
Við erum með nokkrar góðar ábendingar hvað varðar geymslu á mat og við viljum gjarnan deila þeim með þér. Dembum okkur beint í þetta.
-
Mjólkurvörur á borð við osta, jógúrt og mjólk ættu alltaf að vera geymd aftast í ísskápnum þar sem þetta er kaldasti staðurinn. Tilvalið er til dæmis að geyma ost í íláti þegar búið er að opna hann.
-
Ef þú þarft að geyma hrátt kjöt eða fiðurfé í ísskápnum þá er best að geyma það neðst í ísskápnum. Þannig kemurðu í veg fyrir að kjötsafi leki á aðrar matvörur. Þar að auki er best að geyma kjöt í íláti til að koma enn frekar í veg fyrir að kjötsafinn dreifist um ísskápinn. Síðast en ekki síst ættirðu alltaf að geyma hrátt kjöt langt frá elduðu kjöti í ísskápnum.
-
Ef þú vilt geyma matarafganga á skynsamlegan hátt, leyfðu þeim þá að kólna áður en þú setur þá í ísskápinn.
-
Leyfðu aldrei matvælum sem á að kæla að standa í stofuhita í lengur en tvo tíma. Þetta gæti til dæmis átt við kjöt, kjúkling, fisk og egg. Þú þarft helst að setja þessi matvæli í ísskápinn eins fljótt og þú getur.
-
Gættu að því að ísskápurinn og fyrstirinn séu með réttri hitastigsstillingu. Ísskápurinn ætti að vera undir 4 gráðum og frystirinn ætti að vera undir -18 gráðum.
-
Skoðaðu alltaf geymsluleiðbeiningar á merkingum. Ef þú ert óviss þá geturðu alltaf skoðað leiðbeiningarnar á matvörunni sjálfri.
-
Þegar maturinn er fullþroskaður þá þarftu að borða hann sem fyrst. Annars gæti listería farið að dafna í matnum.
-
Ef maturinn er farinn að skemmast þá er mikilvægt að þú hendir honum sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann hafi áhrif á önnur matvæli.
-
Skoðaðu alltaf fyrningardagsetningar. Það gæti verið í góðu lagi að borða mat sem er kominn einn eða tvo daga yfir fyrningardag, en almennt séð veita fyrningardagsetningar góðar leiðbeiningar varðandi hvenær er gott að henda mat.
-
Þrífðu ísskápinn þinn reglulega og þurrkaðu upp um leið ef eitthvað hellist niður. Þetta minnkar líkurnar á því að listería nái að vaxa. Svo er auðvitað bara miklu þægilegra þegar ísskápurinn er hreinn og snyrtilegur.
-
Haltu matnum vel þöktum. Hér eru matarílát kjörinn kostur.
Skoðum snögglega hvað þú ættir að gera ef rafmagni slær út, þar sem þetta gerist auðvitað af og til. Ef ragmagni slær út þá ættirðu fyrst og fremst að halda ísskáps- og frystihurðum lokuðum eins mikið og þú getur. Ísskápurinn ætti að geta haldið matnum köldum í allt að fjórar klukkustundir ef þú opnar hann ekki. Yfirleitt kveiknar á rafmagninu fyrir þann tíma. Frystir heldur hitastiginu æskilegu í allt að 48 klukkustundir ef hurðin er lokuð.
Það er þó auðvitað möguleiki á því að þú þurfir að opna hurðina til að ná þér í mat, sem við skiljum fyllilega vel. Þegar það hefur kveiknað aftur á rafmagninu þá þarftu fyrst og fremst að skoða hitastigið í ísskápnum og frystinum. Næst þarftu að skoða hvort það sé í lagi með allan mat. Ef þú sérð merki um skemmdir þá skaltu henda matnum í ruslið samstundis.
Með þessum ráðum ætti að vera leikur einn að geyma mat á réttan hátt og með réttu ílátunum ætti ekki að vera neitt sem kemur í veg fyrir að þú getir geymt matinn rétt.
Skipulag á matvælum
Gott skipulag er gífurlega mikilvægt ef þú vilt halda eldhúsinu snyrtilegu. Þú þarft að sjá til þess að matvælin eigi öll sinn stað í eldhúsinu og svo þarftu að sjá til þess að geyma matvælin á þeim stað sem þau eiga að vera. Þannig auðveldar þú eldun og svo verður mun fljótara að taka úr pokum eftir innkaupaferð. Svo er líka mun minna stressandi að geta gripið eitthvað ef þú veist hvar það er þegar þú ert á leiðinni út. Auk þess gætirðu líka viljað vera með birgðir á hreinu svo að þú vitir nákvæmlega hvenær þú þarft að kaupa fleiri hafra, hrísgrjón o.s.frv.
Ílát úr gegnsæju gleri eða plasti eru ómissandi í eldhússkápana. Þannig ertu alltaf með á hreinu hvenær þú þarft að fylla á pasta, belgjurtir og krydd. Svo lítur það mun betur út heldur en að geyma matvælin í upprunalegu pakkningunum. Þegar matarílátin eru ekki í notkun þá geturðu auðveldlega staflað þeim saman til að spara pláss. Trúðu okkar þegar við segjum að vel skipulagt eldhús er eldhús sem virkar.
Minnkun á matarsóun
Úr því að við erum að ræða ábendingar og ráð varðandi matargeymslu og eldhússkipulag þá er tilvalið að skoða aðeins leiðir til að minnka matarsóun. Flest viljum við forðast matarsóun. Skoðum því aðeins uppáhaldsráðin okkar til að koma í veg fyrir matarsóun.
-
Mannstu þetta með að geta hent reiður á matarbirgðum hér að ofan? Þetta frábæra ráð hjálpar einnig þegar þú vilt koma í veg fyrir matarsóun, þar sem þú munt auðveldlega geta haft á hreinu hvað er til í skápum, ísskápnum eða frystinum.
-
Búðu til matarplan. Þetta kemur í veg fyrir matarsóun og svo gætirðu einnig endað á því að spara pening þar sem þú þarft að fara sjaldnar í búð. Sniðug lausn er að elda stóra skammta og geyma afganga í matarílátum.
-
Geymdu afganga í matarílátum og borðaðu þá daginn eftir í hádegismat eða kvöldmat. Suma afganga geturðu líka fryst.
-
Eins og við nefndum hér að ofan þá er mikilvægt að þú geymir matinn á réttan hátt til að koma í veg fyrir að hann skemmist.
-
Slepptu sköpunargáfunni lausri. Ef þú átt fimm banana sem eru orðnir mjög þroskaðir þá geturðu fryst þá og notað þá í þeytinga. Eða hvað með að skella í bananabrauð? Eða kannski áttu sex egg sem eru við það að renna út - þá er um að gera að henda í eggjaköku. Þú gætir líka búið til kássu ef þú átt helling af grænmeti sem þú þarft að nota. Það eru alltaf til skapandi lausnir þegar kemur að ísskápshreinsun. Stundum þarftu bara að hugsa aðeins út fyrir kassann.
Verslaðu matarílát hjá vidaXL
Eins og flestir aðrir þá elskum við mat hér hjá vidaXL. Við bjóðum því upp á fjölbreytt úrval af ílátum fyrir matargeymslu. Við eigum ílát fyrir smekk og þarfir hvers og eins. Matarílát eru ómissandi á öll heimili. Þau gera líf þitt mun auðveldara. Þau eru tilvalin til að geyma afganga í ísskápnum eða frystinum, eða til að geyma þurrmeti í eldhússkápunum. Svo verður mun auðveldara að taka hádegismatinn með. Matarílát eru ómissandi í hvaða eldhús sem er.
Skoðaðu úrvalið okkar á netinu og fáðu matarílátin send beint heim að dyrum. Það gerist varla auðveldara. Við áttum okkar á því að þegar úrvalið er feiknamikið þá getur verið flókið að velja. En engar áhyggjur, þú getur reitt þig á okkur. Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja ný matarílát þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við aðstoðum þig með gleði.