Stílhreinar og hagkvæmar sólhlífar með hliðarfæti
Ertu í leit að heillandi viðbót við garðinn sem getur veitt þér skugga á heitum sumardögum? Þá er sólhlíf á hliðarfæti einmitt það sem þú þarft. Þessi tegund sólhlífar er fullkominn kostur til að njóta tilverunnar í garðinum þar sem hún er fullkomin blanda af stærð, styrk og endingu.
Sólhlífarnar okkar með sviffæti eru traustar og hannaðar til að standast tímans tönn - og allskyns veðráttu. Sviffóturinn til hliðar gefur hámarkspláss undir sjálfri hlífinni þar sem engin þörf er á miðjustöng. Hægt er að nota sólhlífina bæði heimavið og í faglegum tilgangi.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af svifhlífum í ýmsum stærðum, gerðum og efnum. Skoðaðu úrvalið á þessari síðu.
Hvað er sólhlíf á sviffæti?
Þú gætir kannski verið að velta fyrir þér hvað sólhlíf á sviffæti sé eiginlega. Hér getum við svo sannarlega hjálpað þér. Eins og áður sagði þá gefur sólhlíf á sviffæti mjög greitt pláss undir skyggninu og því er engin þörf fyrir miðjustöng. Sólhlífin er studd af frístandandi stöng á hliðinni og sjálft skyggnið hangir því í rauninni í loftinu. Þetta þýðir að það eru engar stangir eða annað í veginum þegar fólk er að eiga góðar samræður og sólhlífar á borð við þessar eru því tilvaldar á veitingastaði, kaffhús eða á palla og í garða.
Ef þú ert með gott útisvæði þá viltu líklegast eyða eins miklum tíma og þú getur útivið. Stundum verður sólin þó auðvitað of heit á heitum sumardögum. Og hvað með sumarrigninguna? Með sólhlíf á hliðarfæti þarftu aldrei að láta sól né rigningu stoppa þig í að njóta útiverunnar. Þess í stað geturðu sótt í skjól undir nýju svifhlífinni þinni.
Gerðu sem mest úr hverju sumri með svifhlíf
Langar þig til að fá sem mest úr hverju sumri? Hvernig spyrjum við. Auðvitað langar þig til þess! Með sólhlíf á sviffæti geturðu fengið sem mest úr hverju einasta sumri. Þú getur notið morgunkaffisins útivið undir nýju sólhlífinni þinni eða þú getur boðið vinum í heimsókn í grillveislu. Eða hvernig væri að gleyma sér yfir góðri bók undir hlífinni þegar það er ofankoma? Svifhlíf er fullkominn staður til að sötra kaffi eða te, eiga góðar samræður, fá vini í heimsókn eða einfaldlega loka augunum og njóta tilverunnar.
Hver er munurinn á venjulegri sólhlíf og sólhlíf á sviffæti?
Þú gætir verið að spá í hver munurinn sé eiginlega á venjulegri sólhlíf og svifhlíf. Skoðum þetta aðeins nánar. Meginmunurinn á sólhlif á sviffæti og venjulegri sólhlíf er staðsetning stangarinnar:
Þegar kemur að venjulegri sólhlíf þá er stöngin yfirleitt í miðjunni. Stöngin er hins vegar á hliðinni á svifhlíf. Þetta þýðir að það er meira pláss undir svifhlíf fyrir garðhúsgögn og til að njóta skuggans. Þar að auki hefur stöng í miðjunni tilhneigingu til að loka á útsýnið, sem getur gert samræður við vini og vandamenn mun erfiðari.
Annar munur er sá að svifhlífar eru stillanlegri en venjulegar sólhlífar. Þær bjóða upp á frábæra stillanlega vörn gegn sólinni og stöðugleika undir öllum veðurskilyrðum. Reyndar eru flestar svifhlífar færar um að snúast um 270 til 360 gráður, sem þýðir að auðvelt er að halla þeim aftur eða breyta þeim til að verja gegn sól eða rigningu. Að lokum er síðasti meginmunurinn á venjulegri sólhlíf og svifhlíf sá að svifhlífar fást yfirleitt í stærri stærðum. Flestar svifhlífar eru um 2,5-4 metrar, sem gerir þær fullkomnar fyrir stóra garða.
Hvaða sólhlíf er best á pallinn?
Hér hjá vidaXL elskum við svifhlífar. Stundum eru þær hins vegar ekki besta lausnin á pallinn. Þegar þú kaupir sólhlíf fyrir garðinn eða pallinn þá eru nokkrir þættir sem þú þarft að hafa í huga.
-
Hvernig lítur útisvæðið þitt út? Er það stórt eða smátt? Er það nútímalegt, klassískt, minimalískt, í sumarbústaðarstíl eða í allt öðrum stíl? Mikilvægt er að þú veljir sólhlíf sem hentar eigninni bæði hvað varðar stærð og stíl. Eins og við nefndum hér að ofan þá er hugsanlegt að svifhlíf sé ekki besti kosturinn fyrir útirými í minni kantinum þar sem hlífarnar geta tekið mjög mikið pláss.
-
Hversu margir þurfa að komast fyrir undir sólhlífinni? Ef þú þarft einungis pláss fyrir tvær manneskjur þá þarftu líklegast ekki stærstu sólhlífina í búðinni. Ef þú átt hins vegar stóra fjölskyldu eða elskar grillveislur, þá gæti verið sniðugt að velja sólhlíf í stærra lagi.
-
Hversu mikið ráðstöfunarfé ertu með? Hér hjá vidaXL eru sólhlífarnar okkar á viðráðanlegu verði. Hins vegar er alltaf góð hugmynd að íhuga hversu miklu fé þú vilt eyða í nýju sólhlífina þína.
Annað atriði sem er mikilvægt að hafa í huga er stíll sólhlífarinnar. Jú jú, við elskum vissulega svifhlífar, en það eru líka til aðrar sniðugar sólhlífar sem vert er að skoða. Lítum aðeins á möguleikana:
-
Hlíf með miðstöng. Eins og nafnið gefur til kynna þá einkennist þessi sólhlíf af stöng í miðjunni á hlífinni. Stöngin nær frá toppi hlífarinnar að grunninum. Stöngin er yfirleitt í heilu lagi eða í tveimur aðskildum stykkjum sem eru tengd saman.
-
Markaðshlíf. Þetta er vinsælasti stíllinn af sólhlífum með miðstöng. Hlífin er yfirleitt með kringlóttu formi.
-
Strandhlíf. Þessi tegund af sólhlífum er yfirleitt mjög minimalísk. Þessar hlífar eru oftast með einfaldri gaddaundirstöðu sem auðvelt er að festa í sand - sem útskýrir af hverju hlífin kallast strandhlíf.
-
Hálf hlíf. Þessi sólhlíf er með einni flatri hlið svo að það sé hægt að setja hana upp við vegg. Þetta gerir hálfar regnhlífar fullkomnar fyrir litla palla eða svalir sem ómögulegt er að setja stórar sólhlífar á.
Valkostirnir eru fjölmargir og þú ættir því alveg örugglega að geta fundið sólhlíf sem hentar stílnum og útisvæðinu þínu.
Hvaða efni ætti ég að velja fyrir stöngina og umgjörðina?
Það er mikilvægt að þú veljir rétt efni fyrir stöngina og umgjörðina og það eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga áður en þú velur efnið. Ef þú átt til dæmis garðhúsgögn nú þegar, þá viltu líklegast velja efni sem passar við húsgögnin þín. Þú gætir líka viljað efni sem er mjög endingargott og traust og þolir allskyns veðráttu.
Hvert efni hefur sína kosti og við skulum því líta á nokkra mismunandi efniviði:
-
Viður. Hér höfum við tímalausan og sígildan efnivið sem passar vel í hvaða garð sem er. Hins vegar lítur hann alveg sérstaklega vel út í náttúrulegu og gróskumiklu umhverfi. Bambus, tekkviður eða júkalyptusviður eru algengar viðartegundir í þessu samhengi. Gallinn við mismunandi viðartegundir er að þær eiga það til að dofna með tímanum þar sem þær þurfa að þola bæði sól og rigningu.
-
Málmur. Ef þú vilt stílhreina sólhlíf í nútímalegum stíl þá er málmur málið. Ryðfrítt stál er frábær kostur og er ódýrara en viður. Málmur þolir einnig mikið rok og rigningu betur en viður.
-
Trefjagler. Stangir og umgjarðir úr trefjagleri eru einar af sterkustu stöngum sem fyrirfinnast. Trefjagler er einnig létt, sterkt og mun sveigjanlegra en viður eða málmur, sem þýðir að það sveigist án þess að brotna – og það jafnvel í versta roki.
Í hvaða stærð ætti svifhlífin að vera?
Nú þegar þú hefur tekið ákvörðun um bæði tegund og efnivið sólhlífarinnar þá ættirðu að reyna að átta þig á stærðinni. Það er mikilvægt að stærð sólhlífarinnar henti útisvæðinu þínu. Ef hlífin er of lítil þá mun ekki vera nógu mikill skuggi, en hún má heldur ekki vera svo stór að hún tekur allt plássið á útisvæðinu. Þar að auki getur hlíf sem er of stór virkað yfirþyrmandi og haft neikvæð áhrif á heildarútlitið. Þú þarft einnig að hafa í huga hvort það séu margar trjágreinar í garðinum, þar sem þær gætu auðveldlega skemmt sólhlífina.
Gott ráð væri að mæla það svæði sem þú vilt hylja. Það er mun betra en að nota bara augun. Hafðu einnig í huga að rýmið þarf að hafa pláss fyrir stóla. Þegar þú hefur tekið mál svæðinu þá mælum við með því að þú bætir 60 - 75 cm við hvora hlið svo að þú fáir rétt magn af skugga.
Fylgihlutir fyrir svifhlífina þína
Þegar sólhlífin þín á hliðarfæti er loks komin í hús, hví ekki að gera stemninguna enn notalegri með fallegum aukahlutum? Hér eru nokkrar hugmyndir:
-
Ljós. Birtu upp á rýmið með LED ljósum hér og þar. Þetta skapar notalega stemningu.
-
Hitarar. Ef það verður svolítið kalt á kvöldin í garðinum þá eru einn eða tveir hitarar alveg fullkomnir.
-
Hátalarar. Ertu að spá í að halda veislu? Þá þarftu hátalara fyrir sólhlífina þína.
-
Verndarhlíf. Það er algjörlega ómissandi að vera með veðurvarða ábreiðu á sólhlífinni. Þetta tryggir að sóhlífin endist í áraraðir.
Verslaðu sólhlíf á hliðarfæti í netverslun vidaXL
Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af sólhlífum sem líta stórkostlega út á pallinum eða í garðinum. Við eigum sólhlífar í ýmsum efnum, stærðum, gerðum og litum. Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja nýja sólhlíf á sviffæti þá skaltu endilega hafa samband við þjónustuverið okkar svo að við getum aðstoðað þig. Saman finnum við hina fullkomnu sólhlíf fyrir garðinn eða pallinn þinn.