Val á réttu plöntukerunum fyrir rýmið þitt
Hvort sem þau eru innan- eða utandyra þá eru plöntuker frábær leið til flikka upp á rýmið. Kerin eru svolítið eins og falleg kápa við flott dress - þau setja samstundis fallegan heildarsvip á rýmið. Gróðurker fást þó í mismunandi efnum, stærðum og gerðum, sem þýðir að það getur verið snúið að átta sig á því hvaða ker hentar best.
Sem betur fer höfum við útbúið þessar einföldu leiðbeiningar til að hjálpa þér að finna réttu plöntupottana fyrir eignina þína. Hvort sem þú ert í leit að litlu eða stóru plöntukeri, innipotti eða potti sem passar við rimlagrind þá getum við aðstoðað þig við valið! Lestu áfram.
Hvaða efni ættirðu að velja fyrir plöntukerið?
Einn af mikilvægustu þáttunum sem þú þarft að taka tillit til þegar þú kaupir gróðurker, er úr hvaða efni það er. Efnisvalið hefur ekki aðeins áhrif á útlitið og endinguna heldur líka heilsu plantnanna. Eftirfarandi eru algengustu efnin sem notuð eru í plöntuker.
Plastker
Plastker eru einn vinsælasti valkosturinn þar sem plast er bæði létt og ódýrt. Hægt er að nota plastker með undirdisk á svölum eða palli. Þau eru ennfremur endingargóð, viðhaldslítil og fáanleg í ýmsum stílum, sem gerir þau að einum af fjölhæfustu lausnunum. Plöntupottar úr plasti fást einnig í ýmsum litum með mismunandi áferðum sem henta vel með allskyns innréttingum og litaþemum. Gallinn við plast er að ræturnar á plöntunum ná ekki að anda sérlega vel. Þetta þýðir að þú þarft að umpotta plönturnar nokkuð reglulega.
Viðarker
Þar sem viðarker eru gerð úr náttúrulegu efni þá stafar plöntunum ekki nein heilsufarshætta af kerunum. Viður er einnig tímalaus klassík og bætir náttúrulegri fegurð við eignina. Plöntuker úr viði fást í mismunandi viðartegundum og litum. Tekkviður er þó vinsælasti viðurinn í plöntuker. Gróðurker úr tekki eru fáguð og ríkmannleg. Tekkviður er með háu olíuinnihaldi sem gerir hann ónæman gegn vatni og svo er hann einnig varinn gegn rotnun og termítum. Máluð plöntuker bjóða einnig upp á frábæra leið til að uppfæra útisvæðið með hönnun sem setur fallegan heildarsvip á rýmið. Eina ókosturinn við viðarker er að þau endast ekki sérlega vel.
Málmker
Málmur er einn sterkasti og endingarbesti efniviðurinn og hann er því tilvalinn fyrir plöntuker. Það eru til mismunandi gerðir af málmkerum en algengustu efnin eru ál, ryðfrítt stál og smíðajárn. Plöntupottar úr málmi brotna hvorki né taka á sig skrámur og rifur. Þeir eiga það þó til að ryðga þegar þeir eru skildir eftir utandyra. Ef þú velur málaða eða dufthúðaða potta þá kemur það í veg fyrir að þeir verði fyrir áhrifum af veðri. Plöntuker úr ryðfríu stáli eru líka gott val fyrir notkun utandyra. Ókosturinn við málm er að hann er yfirleitt þungur og hefur tilhneigingu til að hitna þegar hlýtt er í veðri.
Víðitágaker
Tágakörfur geta litið afar fallega út í garðinum. Ólíkt plasti eru þær sjálfbærar og umhverfisvænar. Þar sem þær eru gerðar úr náttúrulegum efnum þá bæta þær náttúrulegri fegurð við rýmið, fyrir utan auðvitað að geyma plönturnar þínar. Tágapottar eru oft með plastfóðri að innan sem fylgir með. Ef þú kaupir tágakörfu án plastfóðurs eða ef þú vilt frekar setja þitt eigið fóður í körfuna, klipptu þá poka eða settu plast í pottinn yfir allan botninn og um 7 cm upp á hliðar körfunnar. Notaðu síðan sterkt lím til að festa plastið við körfuna og leyfðu líminu að þorna. Helsti gallinn við tágapotta er vatns- og rakauppsöfnun. Ef þú setur lag af möl í körfuna þá ætti það hins vegar að hjálpa varðandi rakauppsöfnun.
Hvaða stærð af plöntukerum er best?
Stærð gróðurkersins er annar mikilvægur þáttur sem þarf að hafa í huga. Mundu að plöntur þurfa pláss til að vaxa og eru hamingjusamari þegar þær eru settar í ker í réttri stærð. Plöntukerið ætti líka að vera viðeigandi fyrir rýmið, hvort sem það er innan- eða utanhúss. Hér eru leiðbeiningar til að hjálpa þér að finna fullkomið jafnvægi á stærð plöntunnar og rýmisins.
Hafðu stærð plöntunnar í huga
Þegar við tölum um stærð plöntu þá erum við í rauninni að tala um þvermálið (lengd séð að ofan) á pottinum sem plantan er í, ekki plöntuna sjálfa. Semsagt: Við segjum að planta sé 10 cm þegar hún er í 10 cm potti. Með þessum málum ættirðu að geta fundið rétta plöntukerið fyrir plöntuna þína.
Hugaðu að rótum plöntunnar
Veldu plöntu sem er 2,5 - 5 cm breiðari en stærð plöntunnar. Alltaf er betra að velja stærra plöntuker frekar en minna, þar sem of lítið ker gefur rótunum ekki það frelsi sem þær þurfa til að vaxa og dafna. Þetta gæti haft áhrif á heilsu plöntunnar.
Veldu rétta hæð
Gróðurker fást í ýmsum hæðum til að hýsa rætur á allskyns mismunandi plöntum. Gott gróðurker ætti að vera nógu hátt til að rúma rætur plöntunnar og það ætti einnig að vera um 2,5 - 5 cm aukapláss að ofan fyrir vökvun. Styttri plöntuker henta best fyrir plöntur með grunnum rótum, á meðan hávaxin ker eru tilvalin fyrir plöntur með dýpri rótum. Þú þarft einnig að huga að því hvernig plantan lítur út í pottinum. Ef þú vilt hafa gott jafnvægi á útlitinu, veldu þá plöntu sem er að minnsta kosti helmingur af hæð plöntunnar.
Forðastu að setja plöntuna í of stóran pott
Ef þú setur plöntuna í of stóran pott þá getur það haft þær afleiðingar að ræturnar byrja að rotna og sjúkdómar byrja að myndast sökum takmarkaðs loftflæðis. Val á réttri kerastærð er mikilvægt til að tryggja að plönturnar fái nægilegt vatn og næringarefni.
Hvaða lit ættirðu að velja fyrir plöntukerin þín?
Plöntur fást í miklu úrvali af litum sem henta þínum hönnunarstíl og smekk. Annað sem þú veist kannski ekki er að liturinn á kerinu getur haft mikil áhrif á vöxt plöntunnar. Litur ílátsins getur haft áhrif á hversu mikið sólarljós potturinn dregur í sig og hann getur þannig einnig haft áhrif á hitastig moldarinnar. Dökk útiker draga til dæmis í sig mun meiri hita en ljós ker. Skoðum aðeins algengustu litina fyrir plöntuker.
Hvítur
Hvítur litur hefur alltaf verið tengdur við hreinleika. Hann endurspeglar einnig mikla náttúrulega birtu án þess þó að vera of áberandi. Þú gætir notað hvít ker með dökkum kerum til að skapa djarft útlit. Þetta eru kannski ekki þau ker sem grípa augað hvað mest, en þau gefa þó rýminu ferskan blæ.
Drappaður og brúnn
Drappaður og ljósbrúnn eru líklegast algengustu litirnir fyrir plöntuker þar sem þeir endurkasta passlegu magni af birtu og draga ekki of mikinn hita í sig frá sólinni. Hér höfum við hlutlausa jarðliti sem gefa friðsæla og rólega stemningu, sem er akkúrat það sem maður þarf á heimilið. Þeir virka einnig með nánast hvaða lit sem er.
Blár og grænn
Blátt eða grænt plöntuker gefur rýminu svalan og afslappaðan blæ. Þessir tveir litir eru líklegast fjölhæfustu litirnir fyrir plöntuker. Einnig er hægt að para litina við djarfa liti á borð við gulan og rauðan til að lífga upp á rýmið. Hins vegar skaltu gæta varúðar ef þú velur þessa liti þar sem þeir hafa tilhneigingu til að gleypa meira ljós og hita, sem hækkar hitastig moldarinnar. Ef þú ert með garðker í þessum litum þá gæti verið sniðugt að fylgjast með hitastiginu með hitamæli, þá sérstaklega á sumrin.
Gulur
Gul plöntuker í garðinum eða á heimilinu eru frábær leið til að bæta dass af lit við rýmið. Gulur litur gefur heimilinu einni hlýlegan og notalegan blæ. Þú getur parað gula potta við dekkri liti eins og fjólubláan til að lífga upp á rýmið. Þegar gulur er settur saman við liti í millitónum á borð við blágrænan þá setur hann dempaðan svip á umhverfið.
Bleikur og rauður
Þessir litir gefa eigninni fjölbreytt yfirbragð. Einnig er hægt að para þá saman við potta í ljósari litum. Auk þess setja þessir litir rómantískan blæ á umhverfið og þeir virka frábærlega til að opna lítil rými.
Hugmyndir fyrir pottagarða sem vert er að hafa í huga
Það besta við pottagarða er að þú þarft ekki að vera landslagshönnuður til að finna réttan stað fyrir pottana og tryggja að plönturnar vaxi og dafni. Það eina sem þú þarft er smá skuldbinding og einfaldar hugmyndir og þá munu plönturnar lifa sínu besta lífi.
-
Veldu rétta ílátið - Þegar heitt er í veðri þá hitnar moldin, laufin og ræturnar. Ef þú velur dökkan málmpott þá gæti verið hætta á að þú steikir pottinn og innihald hans. Ljós garðplöntuker gefa hins vegar plöntunum þínum færi á að vaxa og dafna.
-
Plöntum líður vel í potti þar sem vatn hefur færi á að renna burt – Ef þú kaupir plöntupotta sem merktir eru „inni- og útinotkun“, opnaðu þá frárennslisgatið áður en þú notar kerið í garðinum þínum. Settu líka undirskál undir pottinn til að koma í veg fyrir að vatnið liti veröndina eða steinagarðinn þinn.
-
Veldu rétta mold – Þú gætir jafnvel freistast til að nota mold úr garðinum, en plönturnar munu ekki dafna í þannig mold. Mikilvægt er að þú veljir frjósama mold sem gerir vatni og lofti auðveldlega kleift að færast til. Mikilvægast er að nota réttan áburð.
-
Vökvaðu plönturnar þínar – Þegar hlýrra er í veðri, vökvaðu þá plönturnar þínar að minnsta kosti tvisvar í viku. Athugaðu raka moldarinnar á hverjum degi og fylgstu með ofankomu.
Verslaðu garðpotta hjá vidaXL
Gefðu plöntunum þínum fallegan stað til að vaxa og flikkaðu auk þess upp á rýmið með fallega hönnuðum plöntukerum. Hér hjá vidaXL státum við af miklu úrvali af fyrsta flokks plöntukerum úr hágæðaefnum. Þau fást í fjölmörgum stærðum, stílum og litum og þú ættir því án efa að finna plöntuker sem hentar þínum smekk og heimilinu þínu.
Jafnvel fólk með einstakasta stílinn ætti að geta fundið plöntuker sem henta allskyns blómum, jurtum og plöntum. Þar að auki seljum við einungis þekktar vörur, sem þýðir að þú færð fyrsta flokks garðpotta sem endast í áraraðir. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna réttu plöntukerin fyrir heimilið þitt.