Persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing – vidaXL.is

Hér á eftir fer persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing vidaXL ehf. og tengdra aðila sem eru hluti af vidaXL Group (hér eftir: „vidaXL“). Í þessari yfirlýsingu er útskýrt í stuttu máli hvernig vidaXL (ábyrgðaraðili gagna) fer með persónuupplýsingar.

Nánari útlistingu má finna hér að neðan undir fyrirsögninni '3. LÖNG LÝSING'

 

E fnisyfirlit

1. SKILGREININGAR . 1

2. STUTT LÝSING . 2

3. LÖNG LÝSING . 3

3.1    Söfnun persónuupplýsinga í gegnum vefverslun . 3

3.2 Persónuupplýsingar sem safnað er með umsögnum og ánægjukönnunum viðskiptavina . 6

3.3    Söfnun persónuupplýsinga í gegnum þjónustudeild vidaXL . 7

3.4    Hver eru réttindi viðskiptavinar? . 8

3.5 Úrvinnsla gagna innan vidaXL . 9

4. NOTKUN VAFRAKAKA . 10

4.1 Hvað eru vafrakökur? . 10

4.1.1 Virkar vafrakökur 10

4.1.2 A/B prófun vafrakaka . 11

4.1.3 Greining vefkaka . 11

4.1.4 Vafrakökur frá tengdum aðilum .. 12

4.1.5 Endurmiðun á vafrakökum .. 12

4.1.6 Vafrakökur á samfélagsmiðlum .. 13

4.1.7 Vafrakökur fyrir verðsamanburð . 13

4.1.8 Tölvupóstkökur

4.1.9 Gögn fyrir meðmæli og til að gera viðskiptaupplifunina sem besta 13

4.2 Að samþykkja og hafna vafrakökum .. 13

5.   BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARREGLUM . 14

6.   HVERNIG ER HÆGT AÐ SENDA INN KVÖRTUN? . 14

1. SKILGREININGAR

Hér er útskýrt hvað átt er við með tilteknu orðalagi og heitum sem notuð eru í textanum.

Webshop:  Vefverslunin vidaXL.is og annað efni frá vidaXL á netinu; vefverslanir, URL eða smáforrit.

Samskipti : Notkun aðgerða í vefverslun, t.d. skráning á óskalista, vörukaup, fréttabréfsáskrift, notandareikningur, uppboð og nsetpjall.

Gestur vefverslunar: Viðskiptavinur sem heimsækir vefverslunina í fyrsta skipti og hefur ekki  samskipti við vefverslunina.

Viðskiptavinur vefverslunar : Viðskiptavinur sem á í samskiptum við vefverslunina.

Reikningur:  Reikningur sem viðskiptavinur þarf að stofna í gegnum vefverslun til að geta lagt inn pöntun.

Persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing:  Persónuverndarstefna vidaXL og vafrakökuyfirlýsing.

2. STUTT LÝSING

Hvernig fær vidaXL persónuupplýsingar?  

Persónuupplýsingar berast á eftirfarandi hátt:

  • Í gegnum vefverslun vidaxl.is (hér eftir kallað: „Vefverslun“)
  • Í gegnum fyrirtækjavefsíðuna corporate.vidaxl.com (hér eftir kallað: „Fyrirtækjasíða“).
  • Í gegnum aðra söluaðila sem selja vörur frá vidaXL
  • Í gegnum starfsemi utan netsins, t.d. símtal í þjónustuver vidaXL

Hvernig eru persónuupplýsingar notaðar?

Persónuupplýsingar eru notaðar í eftirfarandi tilgangi:

  • Til að bæta vefsíður vidaXL
  • Til að betrumbæta markaðssetningu vidaXL
  • Til að koma pöntunum til skila
  • Til að svara spurningum

Hvernig eru persónuupplýsingar verndaðar?

Öryggi persónuupplýsinga er tryggt á eftirfarandi hátt:

  • Viðskiptavinareikningar eru varðir með lykilorði
  • Aðeins það starfsfólk vidaXL sem hefur tilskilinn öryggisleyfi fær aðgang að nauðsynlegum persónuupplýsingum
  • Ef nauðsynlegt er að deila persónuupplýsingum með 3ja aðila, er það eingöngu gert að því gefnu að þeir aðilar tryggi einnig vernd persónugagna
     

Hver eru réttindi notanda?

Samkvæmt GDPR hefur notandi ákveðin réttindi, svo sem rétt til aðgangs (þ.e. fá vitneskju um hvaða gögn vidaXL geymir um notanda) og rétt til að gleymast (að fá persónulegum gögnum eytt).

vidaXL mun fylgja slíkum beiðnum eftir, nema í þeim tilvikum sem það er ekki mögulegt vegna réttindaárekstra eða lagalegrar skyldu (t.d. aðgangsréttar annars einstaklings eða varðveislu tiltekinna gagna fyrir skattayfirvöld).

Hægt er að leggja fram beiðni með því að hafa samband við þjónustuver frá því netfangi sem skráð er á reikning viðskiptavinar.

3. LÖNG LÝSING

3.1 Söfnun persónuupplýsinga í gegnum vefverslun

Í vefverslun vidaXL eru notaðar vafrakökur og annars konar rakningartækni.

Í þessum hluta er útskýrt í smáatriðum hvers konar gögnum er safnað, hvar og hvernig þau fást; til hvers þau eru notuð og hver lagagrundvöllurinn er fyrir notkun þeirra. vidaXL notar persónuupplýsingar viðskiptavina eingöngu í þeim tilgangi sem er heimilt að gera samkvæmt gildandi lögum. Samkvæmt ESB löggjöf (GDPR 2016/679) eru 6 ástæður sem réttlæta notkun persónuupplýsinga. Hvað varðar upplýsingarnar sem vidaXL safnar, eiga eftirfarandi ástæður við:

  • Uppfylling samnings : Þær upplýsingar um viðskiptavin sem eru nauðsynlegar til að stofna til samnings eða uppfylla samning;
  • Lagaleg skylda : Þar sem nauðsynlegt er að nota upplýsingarnar til að uppfylla lagalegar skyldur;
  • Lögmætir hagsmunir : Þegar vidaXL notar upplýsingarnar um viðskiptavin fyrir lögmæta hagsmuni og ástæður fyrir notkun þeirra vega þyngra en hvers kyns skaði á gagnaverndarrétti;
  • Lagakröfur : Þegar upplýsingar viðskiptavinar eru nauðsynlegar til að verja, kæra eða gera kröfu á hendur viðskiptavini, vidaXL eða þriðja aðila;
  • Samþykki: Þegar viðskiptavinur hefur samþykkt notkun vidaXL á persónuupplýsingum (viðskiptavini er ávallt kynnt samþykkiseyðublað og uppfærslur í tengslum við slíka notkun og getur afturkallað samþykki hvenær sem er);
  • Almannahagsmunir : Á ekki við.

Frá gestum vefverslunar , gæti eftirfarandi upplýsingum verið safnað, þó í samræmi við vafrakökustillingar:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Land

Skoðaðar vörur

IP tala

Hvaðan gestur kom inn í vefverslunina

Hvaðan gestur yfirgefur vefverslunina

Með hvers konar tæki gestur heimsækir vefverslunina

Til að skilja betur gesti vefverslunar,

til að hlaða rétta vefverslun

til að sýna viðeigandi auglýsingar.

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Frá viðskiptavinum vefverslunar , er eftirfarandi upplýsingum safnað :

Fyrir viðskiptavini vefverslunar er safnað sömu upplýsingum og fyrir gesti vefverslunar, ásamt þeim upplýsingum sem viðskiptavinurinn deilir með vidaXL, til dæmis:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Vörur settar í óskalista

Pantaðar vörur

Upplýsingar um hvernig næst í viðskiptavin

Uppástungur að vörum sem viðskiptavini gæti líkað

Lögmætir hagsmunir

Framkvæmd samnings

Samþykki

Í gegnum viðskiptavinareikning , er eftirfarandi upplýsingum safnað:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Fullt nafn

Netfang

Lykilorð

Til að búa til og hafa umsjón með reikningnum þínum

Til að vinna gegn svikum, misnotkun og/eða óviðeigandi notkun á reikningum viðskiptavina

Til að sýna kaupsögu reiknings

Til að hámarka kröfur og halda utan um tengiliðasögu pantana í vefverslun og frá þriðja aðila

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Framkvæmd samnings

Gögnin eru vistuð að minnsta kosti svo lengi sem reikningur viðskiptavinar er virkur hjá vidaXL.

Þegar viðskiptavinur leggur inn pöntun , eru eftirfarandi upplýsingar geymdar :

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Nafn

Netfang

Heimilisfang viðtakanda

Símanúmer

Nafn fyrirtækis (ef við á)

VSK-númer (ef við á)

CoC (viðskiptaráðs) númer (ef við á)

Til að halda viðskiptavini upplýstum um stöðu pantana

Til að uppfylla pöntun/samning, m.a. hvað varðar afhendingu og svokallaðar eftirsöluskyldur.

Innheimta

Til að bæta þjónustu vidaXL

Til að sinna spurningum og kvörtunum

Til að sérsníða markaðsstarf

Til að leggja inn pantanir fyrir hönd fyrirtækis

Lögmætir hagsmunir

Framkvæmd samnings

Samþykki

Lagaleg skylda

Nafn fyrirtækis (ef við á)

Nafn

Heimilisfang greiðanda

Símanúmer

Greiðslumáti

Upplýsingar sem þurfa að koma fram á reikningi

Til að hafa samband við viðskiptavin varðandi frágang pöntunar, innheimtu eða afhendingu

Til að geta tekið á móti greiðslu og til að bæta greiðsluferlið

Til að koma í veg fyrir svik og netinnbrot

Valinn greiðslumáti og IP-tala eru send til þess greiðslusamstarfsaðila sem viðskiptavinur velur, eftir það annast sá aðili greiðsluna

Lögmætir hagsmunir

Framkvæmd samnings

Samþykki

Lagaleg skylda

Þegar viðskiptavinur greiðir fyrir pöntun , eru eftirfarandi upplýsingar geymdar og einnig deilt með greiðslusamstarfsaðila

Listi yfir samstarfsgreiðsluaðila sem hægt er að velja á vefsíðum vidaXL.is:

[EYÐA EFTIR ÞVÍ SEM VIÐ Á]

  • PayPal
  • VISA
  • MasterCard
  • Klarna
  • Símgreiðsla
  • Annað

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Netfang

Nafn fyrirtækis (ef við á)

Nafn

Heimilisfang greiðanda

Heimilisfang viðtakanda

Símanúmer

Upphæð pöntunar

IP tala

Pöntunarnúmer

Tæki

Greiðslumáti

Deilt með þeim greiðslusamstarfsaðila sem viðskiptavinur velur;

Til að senda greiðslutilkynningu með tölvupósti;

Til að meta hættu á svikum;

Til að framsenda pöntunarnúmerið með tölvupósti þegar um greiðslu eða afturköllun pöntunar er að ræða;

Til að framsenda upphæð pöntunar og greiðslumáta þannig að hægt sé að staðfesta móttöku greiðslu í gegnum valinn greiðslumáta;

Til að bæta þjónustu okkar ef spurningar vakna um greiðslu, afpöntun og endurgreiðslur;

Til að draga úr villum í greiðsluferlinu og gera þannig upplifunina af pöntun ánægjulegri.

Lögmætir hagsmunir

Framkvæmd samnings

Samþykki

Lagaleg skylda

Þegar viðskiptavinur tekur þátt í uppboði , þarf hann til viðbótar við nauðsynlegar upplýsingar á eigin reikningi, einnig að búa til svokallað „gælunafn/notandanafn bjóðanda“. Aðrir viðskiptavinir geta séð notandanafnið á uppboðsvef.

Notandanafn bjóðanda er notað ásamt reiknings- og pöntunarupplýsingum viðskiptavinar í eftirfarandi tilgangi:

  • Stjórnun og skipulag uppboða
  • Að verjast og leita eftir svikum, misnotkun og/eða óviljandi notkun.

Þegar viðskiptavinur býr til eigin óskalista í vefverslun og bætir vörum á listann þrátt fyrir að vera ekki innskráður, eru vörurnar geymdar á listanum í 30 daga.

Að auki gæti eftirfarandi upplýsingum verið safnað, óháð því hvort viðskiptavinur/gestur er skráður inn eða ekki, allt eftir vafrakökustillingum:

  • IP tala
  • Vafrahegðun í vefverslun

Ef viðskiptavinur bætir vörum á óskalista á meðan hann er skráður inn er alltaf hægt að finna vörurnar í óskalista undir valmöguleikanum Minn Reikningur

Þessum gögnum er safnað í markaðslegum tilgangi svo vidaXL geti uppfært og birt óskalistann þegar viðskiptavinur kemur aftur í vefverslunina.

3.2 Persónuupplýsingar sem safnað er með umsögnum og ánægjukönnunum viðskiptavina

Viðskiptavinur getur  skrifað umsögn um vörur í gegnum valmöguleikann Minn Reikningur . Viðskiptavinur getur eingöngu skrifað umsögn um vörur sem hann hefur keypt í vefverslun.

Þegar viðskiptavinur skilur eftir umsögn er eftirfarandi gögnum safnað saman svo hægt sé að tengja pöntun og umsögn við rétt netfang.

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Nafn

Netfang

Vara

Pöntunarnúmer

Til að bæta vöruumsögnum við vefverslun

Til að hafa samband við viðskiptavin til að leysa úr hugsanlegum umkvörtunarefnum

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Í gegnum vefverslunina getur viðskiptavinur gefið vefverslun og (þjónustu) vidaXL umsögn . Til að skrifa umsögn um vefverslun þarf viðskiptavinur fyrst að hafa lagt inn minnst eina pöntun. Til að meta þjónustu vidaXL er eftirfarandi gögnum safnað:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Nafn

Dvalarstaður

Samband við viðskiptavin

Meðferð kvartana

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Í vefverslun getur viðskiptavinur skilið eftir umsögn með því að smella á „Skrifaðu umsögn“ eða svipaðan hlekk. Eftir að það er gert, er viðskiptavinur sendur á vefsíðu þriðja aðila sem er samningsaðili vidaXL og er með sérhæfingu í umsögnum viðskiptavina. Í gegnum þá vefsíðu getur viðskiptavinur skrifað umsögn eftir að hafa samþykkt skilmála og skilyrði þriðja aðila. Þessi þriðji aðili ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavinar samkvæmt þeim skilmálum sem hann setur.

Viðskiptavinur getur skilið eftir umsögn um vidaXL í gegnum samanburðarsíður sem sýna vörur og verð frá vidaXL. Þegar umsögn er gefin, er eftirfarandi gögnum safnað:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Netfang

Nafn

Samband við viðskiptavini

Meðferð kvartana

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Fyrir frekari upplýsingar um uppsöfnuð gögn, vísum við til persónuverndarstefnu viðkomandi síðu.

Þegar viðskiptavinur hefur lagt inn pöntun hjá vidaXL eða haft samband við vidaXL, myndast áskilinn réttur til að bjóða honum þátttöku í ánægjukönnun viðskiptavina . Þessi könnun er framkvæmd af utanaðkomandi aðila. Ef viðskiptavinur velur að taka þátt í slíkri ánægjukönnun, verður unnið úr eftirfarandi (persónu)upplýsingum:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Upplýsingar um hvernig næst í viðskiptavin

Netfang og/eða símanúmer

Upplifun af (deildum) vidaXL og/eða tengdum fyrirtækjum

Upplýsingar um pöntun eða afhendingu

IP tala

Rannsóknir á ánægju viðskiptavina með (deildir) vidaXL og/eða tengdra fyrirtækja

Umbætur á þjónustu og ferlum

Meðferð spurninga og/eða kvartana

Athugun á misnotkun (t.d. margar umsagnir/upplifanir frá einum og sama aðila)

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

3.3 Söfnun persónuupplýsinga í gegnum þjónustudeild vidaXL

Samband við þjónustuver

Hafi viðskiptavinur spurningar eða kvartanir um vöru sem keypt var í gegnum vefverslun eða um þjónustu vidaXL er hægt að hringja, senda tölvupóst eða nota netspjall. Allar upplýsingar um hvernig er hægt að ná sambandi við vidaXL er hægt að finna á heimasíðu vefverslunarinnar. Einnig er hægt að senda inn kvartanaeyðublað í gegnum vefsíðuna. Ef eyðublað á vefsíðu er notað þurfa að lágmarki eftirfarandi (persónulegar) upplýsingar að koma fram:

Tegund

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Fullt nafn

Netfang

Símanúmer

Pöntunarnúmer (valfrjálst/ef við á)

Lýsing á eðli kvörtunar

Netspjall á vefsíðu :

aðeins þarf að gefa upp fullt nafn, netfang og umfjöllunarefni

Meðhöndlun kvartana

Gefðu upplýsingar

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

Framkvæmd samnings

Lagaleg skylda

Skráning samskipta

Samskipti við þjónustuver geta verið skráð eða tekin upp í þjálfunar-, mats- eða gæðatilgangi. Ef símtöl eru tekin upp er það tilkynnt um leið og símasamband fæst við þjónustuver. Þær (persónu)upplýsingar sem skráðar eru verða eingöngu notaðar í fyrrgreindum tilgangi.

Símtölin sem tekin eru upp eru geymd á öruggan hátt þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim og þau er ennfremur aldrei geymd lengur en þörf krefur í þeim tilgangi sem þeim er ætlað.

Þjónusta frá þriðja aðila

vidaXL notar utanaðkomandi aðila fyrir hluta þjónustusamskipta sinna.

Fréttabréf

Viðskiptavinur getur skráð sig á lista fyrir mismunandi fréttabréf, bæði almenn og persónuleg. Persónuleg fréttabréf eru tekin saman út frá t.d. persónulegum upplýsingum og pöntunarsögu, til að sýna það sem talið er að höfði til viðskiptavinar. Vilji viðskiptavinur skrá sig fyrir móttöku ókeypis, stafrænna fréttabréfa send frá vidaXL og samstarfsaðilum, er m.a. beðið um eftirfarandi (persónulegar) upplýsingar:

  • Titil
  • Fullt nafn
  • Netfang

Hægt er hætta áskrift fréttabréfum hvenær sem er með innskráningu á vefsíðu og segja upp áskrift. Einnig er hægt að nota afskráningartengilinn sem gefinn er upp í fréttabréfinu.

3.4 Hver eru réttindi viðskiptavinar?

Réttindi viðskiptavina eru tryggð í gagnaverndarlögum, m.a. þessi:

  • Réttur til aðgangs - Viðskiptavinur hefur rétt til að biðja um afrit af persónuupplýsingum sem geymdar eru hjá fyrirtæki.
  • Réttur til leiðréttingar – Viðskiptavinur hefur rétt til að biðja um að ónákvæmar eða rangar persónuupplýsingar verði leiðréttar. Viðskiptavinur hefur einnig rétt að að biðja um að ófullnægjandi upplýsingar verði fylltar út með réttum hætti.
  • Réttur til eyðingar gagna - Viðskiptavinur hefur rétt til að biðja um að persónuupplýsingum verði eytt undir ákveðnum kringumstæðum.
  • Réttur til takmarkaðrar úrvinnslu – Viðskiptavinur hefur rétt til að biðja um að vinnsla persónuupplýsinga verði takmörkuð undir ákveðnum kringumstæðum.'
  • Réttur til að andmæla úrvinnslu (eingöngu byggt á samþykki) - Viðskiptavinur hefur rétt til að mótmæla gagnaúrvinnslu vidaXL undir ákveðnum kringumstæðum.
  • Réttur til gagnafærslu – Viðskiptavinur hefur rétt á að biðja um að vidaXL færi uppgefnar persónuupplýsingar til annarrar stofnunar, eða til sjálfs sín, undir ákveðnum kringumstæðum.

Viðskiptavinur þarf ekki að greiða nein gjöld fyrir að nýta réttindi sín. Frá því að beiðni er lögð inn, hefur vidaXL einn mánuð til að bregðast við.

Hægt er að hafa samband við [email protected] eða kl Mary Kingsleystraat 1, 5928SK, Venlo, Hollandi  til að leggja inn beiðni vegna persónuupplýsinga.

3.5 Úrvinnsla gagna innan vidaXL

vidaXL samsteypan hefur starfsstöðvar um allan heim. Allar starfsstöðvar vinna náið saman. Starfsfólk vidaXL hefur aðeins aðgang að þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegt er til að það geti sinnt starfi sínu.

vidaXL gerir allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina. Til að ná því markmiði eru notaðar þær aðferðir sem henta fyrir starfsemina, eðli og stærð fyrirtækisins og þau gögn sem unnið er með. Þetta er gert til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang að, breytingar á, birtingu eða tapi á persónuupplýsingum.

Þess er vænst að viðskiptavinir leggi sitt af mörkum til varðveislu persónuupplýsinga með því að halda innskráningarupplýsingum sínum (netfangi og lykilorði) leyndum. Aldrei má deila innskráningarupplýsingum með öðrum og fara skal varlega með þær.

vidaXL geymir upplýsingar og gögn um viðskiptavini ekki lengur en nauðsynlegt er fyrir tilgang þeirra, að því undanskyldu að geyma þurfi gögnin lengur vegna lagaskilyrða (svo sem varðveisluskyldu). Hversu lengi tiltekin gögn eru geymd fer eftir eðli gagna og tilgangi með vinnslu þeirra. Geymslutími upplýsinga getur því verið mismunandi langur.

Þar sem vidaXL starfar á heimsvísu getur það gerst að unnið sé með gögn evrópskra viðskiptavina utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). vidaXL tryggir að farið sé rétt með upplýsingar og gögn um viðskiptavini í öllum starfseiningum fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum.

vidaXL getur sent persónuupplýsingar um viðskiptavin til þriðja aðila af eftirfarandi ástæðum:

  • Viðskiptavinur hefur gefið skýrt samþykki fyrir því; eða
  • Samningur við viðskiptavin krefst þess; eða
  • Vegna samstarfs milli vidaXL og annars aðila varðandi bætingu á vörum og þjónustu; eða
  • Ef það er skylt samkvæmt lögum; eða
  • Til að koma í veg fyrir eða sem vörn gegn svikum eða hugsanlegum/meintum svikum;
  • Ef það er nauðsynlegt fyrir viðskiptastjórn vidaXL.

Sum þeirra fyrirtækja sem vidaXL vinnur með starfa utan ESB. Til dæmis er vidaXL í samstarfi við utanaðkomandi aðila á borð við Google og Facebook. Þetta þýðir að gögn gætu verið geymd á netþjónum utan Evrópu. Þar gilda aðrar reglur og löggjöf um persónuupplýsingar. Gögn frá vidaXL sem þriðju aðilar hafa undir höndum eru vernduð með viðeigandi aðgerðum, þar á meðal skuldbindingum sem lögð eru á þessa aðila af hálfu vidaXL.

Þessi persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing er á ekki við um vefverslanir í eigu þriðja aðila sem eru tengdar vefverslun vidaXL. Að auki á þessi persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing ekki við um gögn sem safnað er af fyrirtækjum á borð við Google. Notandi getur sjálfur breytt stillingum eigin Google reiknings. Til að sjá hvernig það er gert, þarf að skoða friðhelgisstefnu viðkomandi aðila.

vidaXL ber á engan hátt ábyrgð eða ábyrgðarskyldu á því hvernig þriðju aðilar og fyrirtæki fara með (persónu)gögn viðskiptavina. vidaXL ráðleggur viðskiptavinum sínum ávallt að lesa persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu viðkomandi vefsvæða og fyrirtækja.

4. NOTKUN VAFRAKAKA

4.1 Hvað eru vafrakökur?

Eins margar aðrar vefverslanir notar vidaXL vafrakökur en einnig skrár sem svipar til  vafrakaka og tækni eins og „vefvita“ (hér eftir kallað: „vafrakökur“).

Vafrakaka er lítil textaskrá sem er send með vefverslunarsíðunni í gegnum netvafrann. Skráin er síðan vistuð á harða diski þess tækis sem notað er; tölvu, síma eða spjaldtölvu.

Vafrakökur eru til dæmis notaðar til að vista lykilorð og persónulegar stillingar svo ekki þurfi að fylla þær inn næst þegar vefverslunin er opnuð.

Hér að neðan er útskýrt hvernig vefverslunin notar vafrakökur, hvaðan vafrakökur koma og hvers vegna þær eru notaðar. Til að fínstilla eigin auglýsingar sem og auglýsingar frá þriðja aðila er eftirfarandi gögnum meðal annars safnað:

  • Keyptar vörur
  • Skoðaðar vörur
  • Upphæð pöntunar
  • Hvaðan viðskiptavinurinn kom inn í vefverslunina

Í hluta 4.2 er því lýst hvernig hægt er að hafna vafrakökum og fjarlægja þær.

4.1.1 Virkar vafrakökur

vidaXL notar vafrakökur á borð við Google Analytics til að muna valdar stillingar og innslegin gögn þegar viðskiptavinur notar vefverslunina. Þessar vafrakökur auðvelda viðskiptavini að skoða sig um í vefverslun vegna þess að ekki þarf að slá ákveðin gögn inn í hvert skipti sem þeirra er þörf.

Að auki getur vidaXL notað vafrakökur sem sjá til þess að vefverslunin virki eins og hún á að gera, sama í hvernig tæki hún er skoðuð; í tölvu, farsíma eða spjaldtölvu.

4.1.2 A/B prófun vafrakaka

vidaXL prófar vefverslun sína stöðugt til að geta veitt viðskiptavinum sínum sem besta notendaupplifun. Til þess notar vidaXL svokallaðar A/B prófakökur frá þriðja aðila. Með A/B prófum eru tvær útgáfur af vefversluninni, eða hlutum hennar, sýndar gestum til að ákvarða hvor virkar betur. Út frá því ákvarðar þessi vafrakaka hvaða útgáfu af vefversluninni viðskiptavinurinn sér.

4.1.3 Greining vefkaka

Í vefversluninni eru notaðar vafrakökur sem halda utan um hvaða síður viðskiptavinur hefur heimsótt. Þessum upplýsingum er meðal annars safnað af vefgreiningarþjónustunum Google Analytics, Pingdom, Hotjar, Google Tag Manager, TVSquared, ContentSquare, Zoovu Zendesk, Speedcurve og Clarity.

Þessar vefgreiningarþjónustur nota vafrakökur til að greina hvernig gestir nota vefverslunina. Vafrakökur eru notaðar til að vista upplýsingar um gesti, svo sem hvenær heimsóknin í vefverslunina átti sér stað, hvort gesturinn hefur heimsótt vefverslunina áður og í gegnum hvaða leiðir gesturinn endaði á vefsíðunni.

Til að hámarka upplifun notenda og viðskiptavina af vefversluninni, notar vidaXL Hotjar vefgreiningarþjónustuna. Hotjar getur skráð músarsmelli, músarhreyfingar og skrun á síðu. Hotjar safnar einnig upplýsingum um heimsóttar vefsíður, aðgerðir, landið sem heimsóknin kemur frá, tækið sem notað er og tegund vafra. Hotjar safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum (PII) sem eru ekki slegnar inn af fúsum og frjálsum vilja í vefverslun. Hotjar fylgist heldur ekki með netvirkni á síðum sem ekki nota þjónustu þeirra. Persónuverndaryfirlýsing Hotjar inniheldur ítarlega útskýringu á því hvernig Hotjar starfar: https://www.hotjar.com/privacy . Hægt er að velja að láta Hotjar ekki safna upplýsingum þegar vefverslun er heimsótt með því að fara á „Afþakka“ („Opt-out“) síðuna á vefsíðu Hotjar og smella á „Slökkva á Hotjar“ („Disable Hotjar“) til að staðfesta.

Upplýsingarnar sem safnast um notkun í vefverslun eru í flestum tilfellum sendar á netþjóna viðkomandi vefgreiningarþjónustu. Vefgreiningarþjónustan notar upplýsingarnar til að meta hvernig vefverslunin er notuð, til að taka saman skýrslur um virkni síðunnar og til að bjóða aðra þjónustu sem tengist notkun vefverslunarinnar og internetsins. vidaXL notar uppsöfnuð gögn úr skýrslunum til að bæta og hagræða í vefverslun.

Pingdom er tól sem fylgist með frammistöðu og afköstum vefsíðna. Það hjálpar til við að bera kennsl á villur og önnur frammistöðuvandamál. Pingdom safnar engum persónugreinanlegum gögnum. Það safnar nafnlausum gögnum um hleðslutíma vefsíðu og hleðsluskipanir.

Google Analytics er hegðunargreiningartæki fyrir vefsíður. Það safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum. IP-tölur eru dulkóðaðar áður en þær eru geymdar af Google. Google Analytics safnar gögnum um vafrahegðun og vinnur úr þeim, sem gerir vidaXL kleift að bera kennsl á flöskuhálsa á vefsíðu og leysa þau vandamál sem viðskiptavinir gætu annars rekist á við notkun. Almennt séð er það hjálplegt fyrir vidaXL að fá mynd af hegðun viðskiptavina á vefsíðunni og hægt að nota þær upplýsingar til að bæta síðuna og starfsemina í heild.

Google Tag Manager er tól sem heldur utan um staðsetningu vafrakaka. Það gerir vidaXL kleift að gera skjótar breytingar á því hvernig upplýsingar eru sendar og mótteknar (t.d. byggja tengingar við þriðja aðila á þessu tóli og hægt að loka fyrir óviðkomandi vafrakökur þaðan).

TVSquared er tól sem mælir vörumerkjaviðleitni vidaXL án nettengingar. Það safnar takmörkuðu gagnasetti um vafrahegðun og sameinar við vörumerkjagögn án nettengingar til að mæla árangur og skilvirkni vörumerkjaviðleitni vidaXL.

Clarity er svipað tól og Hotjar. Það hefur svipaða eiginleika og Hotjar (sem nefnt var hér að ofan) að því leyti að það sérhæfir sig í notandahegðun á dýpra stigi. Það mælir smelli á mismunandi þætti á síðum vidaXL og safnar upptökum af notendalotum (valdar af handahófi og nafnlausar). Þetta gerir vidaXL kleift að bregðast enn betur við hugsanlegum vandamálum á vefsíðunni. Notkun þessa tóls gerir vidaXL einnig kleift að finna galla og svæði á síðunni sem hugsanlega þarfnast úrbóta og prófa þessar endurbætur á eftir.

vidaXL vísar til persónuverndarstefnu viðkomandi vefgreiningarþjónustu þar sem lýst er hvernig farið er með (persónu)gögn þegar vörur þeirra og þjónusta, þar á meðal vefgreining, eru notuð. .

4.1.4 Vafrakökur frá tengdum aðilum

Á vefsíðunni eru tengdar vafrakökur notaðar til að mæla virkni auglýsinga sem birtast fyrir hönd vidaXL á vefsíðum þriðja aðila. Þannig getur viðaXL umbunað samstarfsaðila fyrir að auglýsa vidaXL á netinu. Í gegnum þessar vafrakökur er hægt að athuga frá hvaða samstarfsaðila viðskiptavinur kom inn í vefverslun vidaXL, hvort auglýsingar skila árangri og hvort þær hafi raunverulega leitt til sölu í vefverslun. Allt þetta gerist án þess að skipst sé á persónuupplýsingum.

Við notum engar tengdar vafrakökur á Íslandi eins og er.

4.1.5 Endurmiðun á vafrakökum

Vefverslunin notar endurmiðunarkökur til að birta viðeigandi auglýsingar til endurkomugesta vefverslunarinnar. Með þessum vafrakökum er hægt að hafa yfirlit fyrir vafrahegðun og sýna viðeigandi auglýsingar. Auglýsingarnar eru sýndar á vefverslunum samstarfsaðila og á samfélagsmiðlum. Í þessum vafrakökuflokki eru Google Ads, Bing Ads, Criteo og IntelliAd.

4.1.5.1 Criteo

Meðal annarra hluta eru endurmiðunarkökur Criteo notaðar. Fyrir frekari upplýsingar um gögn sem Criteo safnar, vísum við á Persónuverndarstefnu Criteo .

4.1.5.2 Endurmarkaðssetning Google Ads & Analytics

vidaXL notar Google Ads & Analytics endurmarkaðsþjónustu til að birta auglýsingar í vefverslunum þriðja aðila (þar á meðal Google) til gesta sem hafa heimsótt vidaXL. Þetta getur t.d. þýtt að gestir sem hafa ekki lokið við pöntun eða hafa nýlokið við pöntun sjá auglýsingar af þessum toga. Auglýsingarnar geta verið texta- eða skjáauglýsingar innan Google Display Network.

Öll uppsöfnuð gögn eru notuð í samræmi við Persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu vidaXL og persónuverndarstefnu Google. Hægt er að breyta stillingum fyrir auglýsingar í gegnum valsíðu Google auglýsinga .

4.1.5.3 Endurmiðun vafrakaka fyrir Vefverslun þriðja aðila

Endurmiðun vafrakaka getur einnig átt sér stað í vefverslunum þriðja aðila (á borð við netmarkaðstorg). vidaXL vafrakökur eru síðan notaðar til að sýna fyrri gestum þessara vefverslana viðeigandi auglýsingar.

4.1.5.4 Facebook, Instagram og Pinterest auglýsingar og greiningar

vidaXL notar endurmarkaðssetningu á vegum Pinterest og Facebook til þess að sýna fyrri gestum vidaXL auglýsingar á vettvangi þriðja aðila (þ.m.t. Pinterest, Facebook og Instagram),. Þetta getur t.d. þýtt að gestir sem hafa ekki lokið við pöntun eða hafa nýlokið við pöntun sjá auglýsingar af þessum toga. Við deilum upplýsingum með Pinterest, Facebook og Instagram úr vafrakökum sem settar eru upp á lénum vefsíðnanna, hvort sem Facebook aðgangur er til staðar eða ekki. Tilgangur þeirra er að sérsníða efni (þ.m.t. auglýsingar), mæla auglýsingavirkni, framkvæma greiningar og bæta öryggi gesta, eins og fram kemur í stefnu okkar um vafrakökur á Facebook . Öll gögn sem safnað er (netfang, kyn, staðsetning, eiginnafn og kenninafn, símanúmer, fæðingardagur og IP-tala) eru notuð í samræmi við Friðhelgisstefnu og stefnu um vafrakökur frá vidaXL og persónuverndarstefnu Facebook. Þú getur breytt stillingum fyrir auglýsingar í stillingum fyrir Facebook auglýsingar eða Instagram auglýsingar .

4.1.5.5 RTB House

Vafrakökur RTB House eru meðal annars notaðar. Ef þú vilt ítarlegri upplýsingar um þau gögn sem RTB House safnar þá geturðu skoðað friðhelgissíðu RTB House.

4.1.6 Vafrakökur á samfélagsmiðlum

Í vefversluninni er hægt að nota samfélagsmiðlahnappa frá t.d. Facebook, YouTube, Twitter, Pinterest og Google+.

Þegar síða í vefverslun með tengla á samfélagsmiðla er heimsótt, tengist vafrinn við þær samfélagsmiðlaveitur. Með þessu fær netveitandi upplýsingar um þær síður sem heimsóttar eru í vefversluninni í gegnum IP-tölu.

Ef notandi er skráður inn á Facebook, YouTube, Twitter, Pinterest eða Google+ þegar vefverslun er heimsótt er hægt að tengja heimsóknina við viðkomandi samfélagsmiðlareikninga. Ef samfélagsmiðlahnappar eru notaðir, t.d. með því að smella á Facebook 'Like'-táknið, eru upplýsingar um það sendar til og vistaðar af viðkomandi þjónustuaðila í gegnum vafrann.

Tilgangur og umfang gagna sem safnað er í gegnum hnappa frá samfélagsmiðlum, svo og frekari vinnsla, notkun og geymslutími, er eingöngu ákvarðað af þeim samfélagsmiðli sem hnappurinn tengist. Frekari upplýsingar er hægt að finna í persónuverndarstefnu viðkomandi miðils.

4.1.7 Vafrakökur fyrir verðsamanburð

Vefverslunin notar mismunandi auglýsingaleiðir. Fyrir utan samstarfsaðila, er einnig vinsælt hjá hugsanlegum viðskiptavinum að nýta verðsamanburðarvefsíður. Þessar vefsíður safna saman vörulistum frá vefverslunum og birta, svo að viðskiptavinurinn getur auðveldlega borið saman verslanir, verð og þjónustustig.

Til þess að ákvarða frammistöðu þessara verðsamanburðarvefsíðna er send staðfesting á kaupum (sem koma í gegnum samanburðarsíðu) og takmarkaðar kaupupplýsingar (fjöldi vara, heildarfjárhæð viðskipta) til þessara aðila. Með þessu er hægt að fylgjast með frammistöðu þeirra og bregðast við í samræmi við hana. Þessar síður safna ekki persónugreinanlegum upplýsingum.

Eins og er á Íslandi notum við engar verðsamanburðarkökur.

4.1.8 Tölvupóstkökur

Á vidaXL.is eru tölvupóstkökur notaðar til að mæla virkni viðskiptapósts sem vidaXL sendir. Þannig getum við mælt árangur og árangur tölvupóstsherferða okkar og fréttabréfa. Allt þetta gerist án þess að safna persónulegum upplýsingum.

Við vinnum sem stendur með samstarfsaðila um netköku sem heitir Clang.

4.1.9 Gögn fyrir meðmæli og til að gera viðskiptaupplifunina sem besta

Við notum gögn fyrir kaup viðskiptavina og tölfræði til að gera upplifunina þína á vidaXL.is eins góða og sérsniðna og mögulegt er. 

Við erum eins og er í samstarfi við Clang sem hjálpar okkur með vefkökur í tölvupósti. Við vinnum líka með Salesforce Marketing Cloud sem gerir þér kleift að hafa betri stjórn á hvernig tilkynningar þú færð.

4.2 Að samþykkja og hafna vafrakökum

Þegar komið er inn á vidaXL.is, birtist borði neðst á síðunni með upplýsingum um vafrakökur. Hægt er að samþykkja allar vafrakökur (nauðsynlegar vafrakökur, greiningarkökur og markaðskökur) eða velja að sérsníða stillingar.

Ef sérsniðnar stillingar eru valdar er hægt að velja vistun fyrir bæði greiningar- og markaðskökur. Ef smellt er á „vista stillingar“ án þess að haka við greiningar- eða markaðskökur, verða aðeins nauðsynlegar vafrakökur notaðar.

Ekki er hægt að hafna nauðsynlegum vafrakökum þar sem virkni vefsíðunnar veltur á því að þær séu til staðar (t.d. leyfi til að geyma hluti í körfu, tungumálastillingar o.fl.).

Einnig er hægt að samþykkja eða hafna vafrakökum með því að breyta stillingum í sjálfum vafranum sem notaður er. Netvafrar eru ólíkir og því best að skoða upplýsingasíðu vafrans eða notandahandbók síma til að finna upplýsingar um breytingar á vafrakökustillingum.

Ef slökkt er alveg á vafrakökum er mögulegt að ekki sé hægt að nota allar aðgerðir vefverslunarinnar. Ef vefsíða er skoðuð í mismunandi tölvum á mismunandi stöðum þarf að ganga úr skugga um að allir vafrar séu með réttar vafrakökustillingar.

Það er hægt að fjarlægja vafrakökur af harða disknum í tölvu, síma eða spjaldtölvu á auðveldan hátt. Best er að skoða upplýsingasíðu vafrans eða notendahandbók síma eða spjaldtölvu til að finna upplýsingar um hvernig þetta er gert.Vinsamlegast athugið: Ef slökkt er alfarið á vafrakökum er mögulegt að ekki sé hægt að nota allar aðgerðir vefverslunarinnar.

5. BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARREGLUM

Áskilinn er réttur til breyta innihaldi þessarar persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingar. Nýjustu útgáfuna má alltaf finna í vefverslun vidaXL. vidaXL hvetur viðskiptavini til að skoða persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu reglulega, eða í það minnsta áður en persónulegar upplýsingar eru skráðar hjá vidaXL.

6. HVERNIG ER HÆGT AÐ SENDA INN KVÖRTUN?

Ef áhyggjur eða spurningar um notkun á persónuupplýsingum vakna, er hægt að leggja fram kvörtun eða athugasemdir á netfangið [email protected]

Einnig er hægt að senda erindi til Persónuvernd , eða sambærilegs yfirvalds í hverju landi, vegna óánægju með meðferð gagna.

Persónuvernd

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Ísland

Sími: +354 510 9600

Vefsíða: https://www.personuvernd.is/