Barnaherbergi

Hvernig á að hanna draumakrakkasvefnherbergi

Svefnherbergi barnsins þíns gæti verið ein stærsta hönnunaráskorunin. Þú vilt það sem er þeim fyrir bestu, þannig að það skiptir máli að taka rétta ákvörðun. Hannaðu barnaherbergi sem gefur góðan nætursvefn.

Þar fyrir utan á krakkaherbergið að vera staður þar sem hægt er að eiga skapandi leiktíma, slaka á með vinum og fá innblástur fyrir heimanám og áhugamál. Það er frekar auðvelt að fara offari þegar þú ert að skreyta, en passaðu að hafa forgangsröðunina á hreinu.

Það sem þarf helst að hafa í huga er hönnun sem uppfyllir núverandi þarfir krakkanna. Mundu einnig hversu hratt þeir vaxa. Finndu því lausnir sem endast í allavega nokkur ár. Hönnun af þessu tagi þarf líka að laga sig að breytingum á persónuleika þeirra. Hafðu hlutina því einfalda og hagnýta. Þetta hljómar erfitt, en engar áhyggjur. Hjá vidaXL finnurðu bestu hugmyndirnar fyrir barnaherbergið og góð ráð til að skapa svefnherbergi sem börnin njóta sín í.

 

Húsgagnainnblástur fyrir barnaherbergið

Til að ganga úr skugga um að þú sért að hanna rými sem er róandi og örvandi fyrir barnið skaltu fylgja reglunni um „minna er meira“. Hafðu aldur barnsins í huga og leitaðu að viðeigandi húsgögnum. Þegar um takmarkað pláss er að ræða eru há rúm oft góð hugmynd.

Hjá vidaXL er að finna gott úrval af háum rúmum. Sum eru með innfelldu skrifborði til að nýta plássið vel. Önnur rúm miða frekar að leik eins og London Bus kojan. Ef þú vilt lausn sem er enn meira skapandi skaltu velja rúmgrind í formi tréhúss.

Íhugaðu snjalla geymslulausn til að halda barnaherberginu fínu og snyrtilegu. Barnafataskápur getur rúmað fatnað og fylgihluti og skrautlegar vegghillur taka sig einnig vel út. Þú vilt kannski bæta fiðrildastól eða hægindastól í herbergið fyrir lestur barnanna.

 

Það sem þarf fyrir töfrandi bernsku

Svefnherbergi barnsins þíns þarf að vera staðurinn þar sem allir draumar þess rætast. Það þarf að vera skemmtilegt leiksvæði, skapandi staður til að rækta áhugamálin og skot fyrir nærandi einveru.

Búðu til barnvænt vinnusvæði með viðeigandi skrifborði og nógu af hillum. Þetta er staðurinn þar sem barnið getur unnið heimavinnuna eða dundað sér við að teikna, mála eða föndra. Endilega skreyttu það með fingraförum eða heimagerðum listaverkum.

Leiksvæðið ætti að vera þægilegt og vera með krúttlegar geymslulausnir fyrir dótið. Fáðu geymslukörfur og kassa í líflegum litum eða mynstrum. Eða það sem er enn betra er að hafa þær einfaldar og skreyta þær saman öll fjölskyldan.

Endilega fjárfestu í líflegri gólfmottu, koddum og gólfpúðum. Þú getur jafnvel komið fyrir tjaldi og búið til draumakrók með ljósaseríu. Hér getur barnið þitt snúið sér að lestri eða leikið sér í friði eða með vinunum.

Auðvitað eru fullt af leikföngum sem þú getur útvegað til að tryggja að þeim leiðist aldrei. Allt frá innileikhúsum og samanbrjótanlegum rennibrautum til dúkkuhúss eða snyrtiborðs – allt eftir aldri og áhuga barnsins. Gakktu bara úr skugga um að þú fylgir róandi litapallettu og forðist að ofhlaða barnaherbergið.

 

5 barnaherbergishugmyndir fyrir draumkennt svefnherbergi

 • Fáðu innblástur úr persónuleika barnsins fyrir hönnunina. Veldu uppáhaldslitina eða herbergisþema sem byggir á teiknimyndum, þáttum eða ofurhetjum.
 • Settu upp krítartöfluvegg. Þannig geta krakkarnir dundað sér við að teikna án þess að hafa þurfi áhyggjur af því að endurmála veggina.
 • Íhugaðu alltaf hæð krakkanna. Veldu aðgengilegar hirslur, geymslur og hillur. Þannig hvetur þú til leiks og snyrtimennsku.
 • Búðu til gallerívegg í svefnherbergi barnsins með þess eigin listaverkum. Það er yndisleg leið til að skreyta herbergið í litríkum tón en einnig til að ýta undir sköpunargáfuna.
 • Notaðu lýsingu til að aðgreina leik og háttatíma. Hengiljós eru flott fyrir heimanáms- og lessvæðið, en róandi lýsing skapar stemninguna fyrir svefninn.
Sjá meira Sjá minna
sort_default
Flokkun
sort_default
Síur

Síur og flokkun

(39 Niðurstöður)
  cm
  cm
  cm
  cm
  cm
  cm
  cm
  cm
  kr
  kr

Barnaherbergi

Hvernig á að hanna draumakrakkasvefnherbergi

Svefnherbergi barnsins þíns gæti verið ein stærsta hönnunaráskorunin. Þú vilt það sem er þeim fyrir bestu, þannig að það skiptir máli að taka rétta ákvörðun. Hannaðu barnaherbergi sem gefur góðan nætursvefn.

Þar fyrir utan á krakkaherbergið að vera staður þar sem hægt er að eiga skapandi leiktíma, slaka á með vinum og fá innblástur fyrir heimanám og áhugamál. Það er frekar auðvelt að fara offari þegar þú ert að skreyta, en passaðu að hafa forgangsröðunina á hreinu.

Það sem þarf helst að hafa í huga er hönnun sem uppfyllir núverandi þarfir krakkanna. Mundu einnig hversu hratt þeir vaxa. Finndu því lausnir sem endast í allavega nokkur ár. Hönnun af þessu tagi þarf líka að laga sig að breytingum á persónuleika þeirra. Hafðu hlutina því einfalda og hagnýta. Þetta hljómar erfitt, en engar áhyggjur. Hjá vidaXL finnurðu bestu hugmyndirnar fyrir barnaherbergið og góð ráð til að skapa svefnherbergi sem börnin njóta sín í.

 

Húsgagnainnblástur fyrir barnaherbergið

Til að ganga úr skugga um að þú sért að hanna rými sem er róandi og örvandi fyrir barnið skaltu fylgja reglunni um „minna er meira“. Hafðu aldur barnsins í huga og leitaðu að viðeigandi húsgögnum. Þegar um takmarkað pláss er að ræða eru há rúm oft góð hugmynd.

Hjá vidaXL er að finna gott úrval af háum rúmum. Sum eru með innfelldu skrifborði til að nýta plássið vel. Önnur rúm miða frekar að leik eins og London Bus kojan. Ef þú vilt lausn sem er enn meira skapandi skaltu velja rúmgrind í formi tréhúss.

Íhugaðu snjalla geymslulausn til að halda barnaherberginu fínu og snyrtilegu. Barnafataskápur getur rúmað fatnað og fylgihluti og skrautlegar vegghillur taka sig einnig vel út. Þú vilt kannski bæta fiðrildastól eða hægindastól í herbergið fyrir lestur barnanna.

 

Það sem þarf fyrir töfrandi bernsku

Svefnherbergi barnsins þíns þarf að vera staðurinn þar sem allir draumar þess rætast. Það þarf að vera skemmtilegt leiksvæði, skapandi staður til að rækta áhugamálin og skot fyrir nærandi einveru.

Búðu til barnvænt vinnusvæði með viðeigandi skrifborði og nógu af hillum. Þetta er staðurinn þar sem barnið getur unnið heimavinnuna eða dundað sér við að teikna, mála eða föndra. Endilega skreyttu það með fingraförum eða heimagerðum listaverkum.

Leiksvæðið ætti að vera þægilegt og vera með krúttlegar geymslulausnir fyrir dótið. Fáðu geymslukörfur og kassa í líflegum litum eða mynstrum. Eða það sem er enn betra er að hafa þær einfaldar og skreyta þær saman öll fjölskyldan.

Endilega fjárfestu í líflegri gólfmottu, koddum og gólfpúðum. Þú getur jafnvel komið fyrir tjaldi og búið til draumakrók með ljósaseríu. Hér getur barnið þitt snúið sér að lestri eða leikið sér í friði eða með vinunum.

Auðvitað eru fullt af leikföngum sem þú getur útvegað til að tryggja að þeim leiðist aldrei. Allt frá innileikhúsum og samanbrjótanlegum rennibrautum til dúkkuhúss eða snyrtiborðs – allt eftir aldri og áhuga barnsins. Gakktu bara úr skugga um að þú fylgir róandi litapallettu og forðist að ofhlaða barnaherbergið.

 

5 barnaherbergishugmyndir fyrir draumkennt svefnherbergi

 • Fáðu innblástur úr persónuleika barnsins fyrir hönnunina. Veldu uppáhaldslitina eða herbergisþema sem byggir á teiknimyndum, þáttum eða ofurhetjum.
 • Settu upp krítartöfluvegg. Þannig geta krakkarnir dundað sér við að teikna án þess að hafa þurfi áhyggjur af því að endurmála veggina.
 • Íhugaðu alltaf hæð krakkanna. Veldu aðgengilegar hirslur, geymslur og hillur. Þannig hvetur þú til leiks og snyrtimennsku.
 • Búðu til gallerívegg í svefnherbergi barnsins með þess eigin listaverkum. Það er yndisleg leið til að skreyta herbergið í litríkum tón en einnig til að ýta undir sköpunargáfuna.
 • Notaðu lýsingu til að aðgreina leik og háttatíma. Hengiljós eru flott fyrir heimanáms- og lessvæðið, en róandi lýsing skapar stemninguna fyrir svefninn.
Sjá meira Sjá minna
(39 Niðurstöður)
sort_default

2 Litir

195.139,00 kr

með VSK

13.549,00 kr

með VSK

7056.77 kr /m²

Vinsælt núna
15.029,00 kr

með VSK