Strandbústaðartrend

Heimili sem kemur þér í frígírinn

Verslaðu vörur með strandarblækeyboard_arrow_right

Fáðu innblástur frá strandbústaðartrendinu og njóttu frígírsins allt árið um kring. Hver eru sérkenni strandbústaðarstílsins? Opin rými, náttúruleg birta og mjúk litbrigði innblásin af náttúrunni en þó með dass af björtum litum sem minna á strandlengju við Miðjarðarhafið.

Við bjóðum upp á ógrynnin öll af tillögum og hugmyndum fyrir heimilið svo að þú getir gert þetta fallega trend að varanlegum hluta af tilverunni.

Þetta muntu elska við strandbústaðartrendið

Hvert strandbústaðarheimili hefur yfir sér sérstaka stemningu sem er algjörlega einstök. Hér höfum við róandi og afslappandi hönnun sem er bæði einföld og skapandi.Tilvalin leið til að skapa strandarstemningu með góðu jafnvægi er að bæta húsgögnum og aukahlutum við heimilið sem falla undir strandbústaðartrendið.

 

Hvernig þú gerir heimilið strandbústaðarlegt

Ef þig langar til að gefa heimilinu strandbústaðarblæ þá eru skrautmunir kjörinn kostur til þess. Auðvelt er að færa ströndina inná heimilið á allskyns sniðuga vegu. Þú getur til dæmis verið með lampa og lampaskerma með skeljum, þá jafnvel úr rattan eða leir. Plöntur eru ómissandi - þú gætir til dæmis verið með smáa og viðhaldslitla þykkblöðunga eða jafnvel pálmatré ef pláss leyfir.

Þú getur einnig tínt skeljar og steina og sett hér og þar um híbýlin til að skapa strandarstemningu. Ofnar körfur eru bæði fallegar og hagnýtar og hvítir veggir - besti kosturinn fyrir strandbústaði - eru tilvaldir fyrir málverk eða ljósmyndir af hafinu.

 

Rétt litbrigði fyrir strandbústaðinn

Strandbústaðarinnréttingar eru innblásnar af litum hafsins og vert er að hafa það í huga þegar þú byrjar að byggja upp litbrigðin fyrir strandarstemninguna:

  • Málaðu veggina hvíta eða beinhvíta. Það gefur tilfinningu af opnu og afslappandi rými.
  • Hafðu húsgögn og aukahluti í ljósgulum tónum - t.d. ljósdröppuðum litum, náttúrulegum viðarlitum og hlutlausum litum.
  • Leiktu þér með sterka sjávarliti - það gætu verið djúpbláir eða ljósbláir litir og allt þar á milli.
  • Notaðu áberandi liti sem andstæðu við aðra liti - t.d. appelsínugulan, rauðan eða leirbrúnan. Við hliðina á grænum lit plantnanna tekur heimilið samstundis á sig strandbústaðarblæ.

 

Hvaða efni henta best for strandbústaðarstemninguna?

Strandbústaðartrendið notast að mestu við náttúrulegan efnivið til að skapa heimili sem er bæði notalegt og framandi. Við mælum með þessum efnum:

  • Viði í léttum tónum fyrir húsgögn. Eikarviður og furuviður á sérstaklega vel við en einnig náttúrulegur viður af annarri tegund sem er málaður í hvítum eða hlutlausum litum.
  • Rattan, víðitág og bambus henta afar vel - þá sérstaklega ef þú vilt að húsgögnin ýti undir „dagur á ströndinni“ stemninguna.
  • Bómull og hör eru frábær efni bæði fyrir húsgögn og aukahluti. Efnin anda vel og gera rýmið bjartara.

 

Ómissandi hlutir á strandbústaðarheimili

 

Fjölhæfni er lykilatriði þegar kemur að strandbústaðartrendinu. Þú getur auðveldlega sett allskyns húsgögn og skrautmuni saman til að búa til strandarstemningu á heimilinu. Sófinn þinn gæti til dæmis verið klæddur efni og verið í annað hvort nútímalegum eða sveitalegum stíl. Svo er það stofan - hún fær alveg einstaklega flott yfirbragð og nær góðu jafnvægi ef þú bætir sófaborði eða hliðarborðum með snjáðri áferð við rýmið.

Ef þig langar til að leika þér aðeins þá gætu armstólar úr rattan eða bóhemlegir sólstólar verið tilvaldir fyrir strandarstemninguna. Rúmgrind úr viði er einnig alveg ómissandi - þá er tilvalið að hafa hana í sveitalegum stíl eða með gamaldags lögun.

 

Hvernig þú gerir strandarstemninguna hluta af heimilinu

Allskyns leiðir fyrirfinnast til að færa strandartískuna inn á heimilið, allt eftir því hvernig lokaútlit þú óskar þér. Blæbrigðin innan trendsins eru ótalmörg. Þú gætir til dæmis bætt málmhlutum eða skrautmunum úr leir við rýmið til að gefa því Miðjarðarhafsblæ.

Þá væri líka sniðugt að bæta suðrænum smáatriðum eins og mynstrum með pálmatrjám, flæmingjum eða ananas við rýmið til að ýta undir Suðurhafseyjastemninguna. Ef þú ert meira fyrir notalegheit þá er tilvalið að bæta sveitalegum aukahlutum og snjáðum húsgögnum við rýmið.

 

 

Topp 5 strandbústaðarráðin

Það sem er svo frábært við strandbústaðartrendið er að þú getur hannað heimilið nákvæmlega eins og þú vilt. Þú getur farið eins geyst eða rólega í hönnunina og þú vilt - þú getur endurhannað hvern einasta krók og kima á heimilinu með strandbústaðarhlutum eða þú getur bætt einum og einum strandarhlut við til að skapa létta strandarstemningu.

  1. Þú getur auðveldlega búið til þína eigin strandarhluti með smá handavinnu. Sandur og skeljar af ströndinni eru tilvalinn efniviður í verkið - það eina sem þú þarft er ímyndunaraflið!
  2. Notaðu reipi, akkeri eða áttavita til að ýta undir strandarstemninguna og til að gefa heimilinu bátayfirbragð.
  3. Hafðu í huga þegar þú velur sængurföt fyrir svefnherbergið að þú getur leikið þér með sjávarmynstur.
  4. Ekki gleyma strandarstemningunni í eldhúsinu og á baðherberginu! Þessi rými eru kjörin fyrir aukahluti eins og húna og spegla sem gefa af sér sjávartilfinningu. Smáatriðin skipta öllu máli.
  5. Ef þú vilt að strandbústaðarheimilið grípi augað þá eru sígildu rendurnar í hvítu og bláu eða hvítu og rauðu alveg tilvaldar. Þær gefa einstakt útlit en þó er vert að hafa í huga að hlutlausir litir samhliða röndum virka oft afar vel til að dempa útlitið.