Þú kannast samstundis við margslungnar jólainnréttingar og munt án efa elska þær. Innréttingarnar hafa yfir sér klassa og stíl með minimalískum smáatriðum, en þó ná líflegir litir og áberandi þættir að gefa þeim djarfleika og hlýju.

 

Topp 3 ástæðurnar fyrir því af hverju margslungna jólatrendið hefur náð góðri fótfestu á síðustu árum

Hið margslungna jólatrend hefur hvatt fólk til að vera með innréttingar og skreytingar sem eru bæði djarfar og óhefðbundnar. Þetta er ástæðan:


Áberandi litir gefa gáskafulla stemningu

1 / 3

Blandaðu saman litríkum tónum eins og appelsínugulum og fjólubláum með hefðbundnari litum eins og grænum og bláum til að skapa skemmtilegt og margslungið jólalúkk. Komdu jafnvægi á útlitið með pastellitum og hlutlausum tónum.

Mynstur og áferðir sem grípa augað

2 / 3

Dýramynstur, rúmfræðileg form og blómamynstur - allskyns mynstur virka prýðilega til að skapa margslungnar jólainnréttingar. Blandaðu gömlum og nýjum mynstrum saman sem grípa augað en leyfðu aðalhlutunum að vera einföldum svo að þeir fái að njóta sín.

Fallegur ófyrirsjáanleiki í innréttingunum

3 / 3

Leyfðu ímyndunaraflinu að njóta sín og prófaðu nýja hluti með allskyns óvenjulegum jólaskreytingum. Þú getur notað allskyns efni - hvort sem það er pappír, fjaðrir, flauel eða stál.

 

Litríkur heimagerður jólablómsveigur

Fallegur handgerður jólablómsveigur er ein fallegasta og einfaldasta jólaskreytingin ef þú halda jól í margslungnum stíl. Svona býrðu til þinn eigin blómsveig:

Þú þarft 5 cm hringgatara, pappa í skemmtilegum lit, lím, skæri og snæri.

  • Skref 1

    Klipptu tvo hringi úr pappa í sama litnum og brjóttu hvern hring í hálfhring.

  • Skref 2

    Límdu tvo helminga hringanna saman til að búa til heilan hring.

  • Skref 3

    Klipptu út rétthyrning sem er 1,5 cm x 2,5 cm og brjóttu hann saman í helming.

  • Skref 4

    Til að búa til festinguna á skrautið þá þarftu að líma opna endann við bakendann. Þú getur búið til eins mikið skraut og þú vilt með því að endurtaka skref 1 til 4.

  • Skref 5

    Þræddu þunnt snærið í gegnum götin á gráa pappírnum þegar límið hefur þornað. Og þá er þetta komið!

 

Ómissandi hlutir fyrir margslungnar innréttingar

Skoðaðu allt sem þú þarft fyrir stórkostlega flottar og margslungnar innréttingar - hvort sem það eru húsgögn eða einstakir húsmunir.


 

Fáðu innblástur og hugmyndir úr margslungnu jólainnréttingunum okkar

Nældu þér í allskyns hugmyndir fyrir margslungnar jólainnréttingar sem henta þínum persónuleika og gera jólin einstaklega hátíðleg.