Það er eitthvað sérstakt við bambushúsgögn; þetta vinsæla trend er
einhver fjölhæfasti efniviður sem fyrirfinnst. Bambus er notaður í húsgögn og
muni fyrir bæði innan- og utanhússnotkun og er fyrirtaksefniviður.
Bambus ber líka með sér fjölbreytta menningarstrauma. Komdu
þér upp notalegu bóhemísku kósíhorni eða settu upp afslappaða
útistofu. Bambus garðhúsgögn geta gengið í margs konar útfærslum.
Skoðaðu hvers vegna þú ættir að nota bambushúsgögn í garðinum
þínum!
Kostirnir við að velja bambushúsgögn
Bambus garðhúsgögn eru sjálfbær og vistvæn. Bambus er lífrænn
efniviður og vex hraðast af öllum trjáplöntum í heiminum. Bambus
garðhúsgögn eru slitsterk og það þýðir að þau þola
áralanga notkun. Svo ekki sé minnst á fallega áferðina, með
náttúrulegum gljáa, ljósum tónum og minímalískum
smáatriðum. Bambus er fjölhæfur efniviður sem hægt er að blanda saman við
annars konar húsgögn, t.d. viðarhúsgögn með málm- eða glerskrauti.
Hvernig hægt er að útbúa zen-stemningu með bambus garðhúsgögnum
Ef útisvæðið á að vera eins og afslappandi paradís eru bambus
garðhúsgögn svo gott sem hið fullkomna val. Hjá okkur finnurðu
innréttingalausnir fyrir alls konar útirými, allt frá notalegum svölum upp í
stóran garð. Fyrir stællega útistemningu er hægt að skella upp pari af
leikstjórastólum úr bambus – þeir eru töff og einstakir. Eða velja
borðsett úr bambus fyrir yndislegar máltíðir undir berum himni.
Fyrir einstaka slökun í útiverunni mælum við með
sólstólum með bambusgrind og litríkum striga. Bættu við bambusborði eða
-stólum til að grípa til þegar gestir koma. Í stórum garði mætti
koma fyrir bambus bistro setti með bar fyrir suðræna stemmningu. Þannig er hægt að
bjóða gestum í skemmtileg garðboð í notalegu útirými.
Bambusskrautmunir: smáatriði sem lyfta garðinum þínum á annað plan
Ef zen og afslöppun eru lykilorðin í garðhönnuninni, er hægt að blanda saman
bambusskrautmunum af ýmsum toga. Bambusmottur og -ljósker bera með sér
náttúrulegt yfirbragð. Bambussólhlíf á veröndinni skapar
dásamlegt athvarf á góðum degi.
Með bambus er hægt að skapa ekta hitabeltisstemningu en þá
þarf líka plöntur - af hverju ekki að setja upp bambus-plöntukassa með trellis
rimlum? Það má jafnvel skipta garðinum upp í einingar með bambusgirðingum.
Það skapar notaleg og kósí afdrep. Lífgaðu upp á bambus
garðhúsgögnin með púðum og teppum í náttúrulegum tónum
eða skærum litum, fyrir meiri bóhem blæ.
Tips fyrir stíliseringu bambushúsgagna
Við erum með nokkur góð ráð þegar kemur að
bambushúsgögnum í garðinn:
Notaðu bambus með hlutum úr öðrum
náttúrulegum efnivið á borð við timbur eða rattan. Notaðu liti,
aukahluti og plöntur sem undirstrika náttúru og jarðartóna.
Settu asískan blæ á útirýmið með
bambushúsgögnum. Sæktu innblástur í japanska eða indverska hönnun -
mynstur, form, litatöflur.
Mundu að huga að náttúrulegu ljósi og annarri
lýsingu. Bambusgarðurinn þarf lýsingu og ljósabúnað sem endurspeglar
náttúrulegt yfirbragð. Settu upp ljósaseríur, bambusljósker eða
lampaskerma úr pappír eða náttúruefnum.
Blandaðu fallegum viðartónum bambushúsgagnanna saman við
andstæða liti. Púðar, teppi, borðskraut og mottur í sterkum litum eru tilvalin
til að poppa bambusinn upp
Umhirða bambus húsgagna
Bambus er létt efni sem þó er afar slitsterkt og harðgert. Bambus er stundum kallað
„græna stálið“, þar sem það er traustur og endingargóður
efniviður í garðhúsgögn. Til að halda bambusgarðhúsgögnunum í
góðu ásigkomulagi þarf að sinna smá viðhaldi.
Það þarf að verja húsgögnin gegn
sólarljósi og erfiðum veðurskilyrðum. Við mælum með því að
setja bambushúsgögnin í geymslu yfir vetrartímann. Hreinsaðu þau af og til
með mjúkum klút og sápuvatni til að losna við ryk. Til að halda
bambushúsgögnunum eins og nýjum, skaltu bera á þau olíu á nokkurra
mánaða fresti. Olían viðheldur náttúrulegum gljáa og undirstrikar falleg
litbrigði í bambusviðnum.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.