artificial Christmas tree

Kaupleiðbeiningar fyrir gervijólatré

Jólin eru rétt handan við hornið og því er kominn tími til að skreyta heimilið fyrir hátíðirnar! Hjarta jólanna er yfirleitt í kringum jólatréð og því er algjörlega þess virði að leggjast í smá rannsóknarvinnu áður en þú kaupir jólatré.

Við tengjum oft jólatréð við sjálf notalegheitin við að skreyta það. Því er afar mikilvægt að velja vel - það kemur þér meira að segja í jólaskapið! Til að gera tréð einstakt þá mælum við með því að þú setjir þinn eigin persónulega svip á hátíðarskreytingarnar. Þú getur auðvitað auðveldlega lagst í handavinnu (DIY) og búið til þitt eigið handgerða jólatrésskraut. En ef þig langar í alveg einstakt tré þá gætirðu líka íhugað að setja tréð saman upp á eigin spýtur. Það eina sem þú þarft er frjótt ímyndunarafl, nokkrir föndurhlutir og áhöld.

Hvort finnst þér fallegra, alvöru jólatré eða gervijólatré? Ef þú vilt geta notað tréð svo árunum skiptir og vilt ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að það visni eða missi greninálar þá er sniðugt að velja gervijólatré. Besti tíminn til að kaupa gervijólatré er núna. Taktu þér tíma til að velja réttu lögunina, hæðina og stílinn. Við settum saman þessar kaupleiðbeiningar fyrir jólatré til að aðstoða þig við valið.

 

Finndu fyrirferðarlítið gervijólatré eða búðu til þitt eigið

Valið á rétta gervijólatrénu er ekki alltaf auðvelt. Jólatréð þarf helst að grípa augað en samt passa vel inn í stærð rýmisins. Lögun jólatrésins skiptir einnig máli þar sem hún hefur áhrif á það hvernig skrautið lítur út á trénu. Kaupleiðbeiningarnar okkar ættu til allrar hamingju að aðstoða þig við að finna rétta tréð.

Flestir setja jólatréð í stofuna. Ef stofan verður fyrir valinu þá er gott að hafa í huga að uppsetning rýmisins og núverandi innréttingar hafa áhrif á stærð og hæð trésins. Lítum á hæð og lögun jólatrésins.

Þú getur valið að vera með jólatré í styttra lagi (um 120 cm á hæð) eða valið tré sem er allt að 240 cm á hæð. Ef tréð er of stutt þá getur það litið of lítið út í stórri stofu. 240 cm hátt tré lítur afar vel út í rými þar sem hátt er til lofts. Mikilvægt er að þú hafir sérstaklega í huga hvernig stærð trésins hentar stærð rýmisins.

Þú hefur úr mismunandi lögunum að velja þegar þú kaupir gervijólatré:

 • Örmjótt jólatré - kjörinn kostur ef þú vilt spara gólfpláss.
 • Mjótt jólatré - afar fallegt í litlum rýmum þegar það er skreytt með smáu skrauti, tilvalið fyrir minimalískar innréttingar.
 • Venjulegt jólatré - frábært fyrir hvaða heimili sem er.
 • Jólatré á hvolfi - tilvalið ef þú vilt að tréð grípi augað! 

types of artificial Christmas trees

Get ég búið til mitt eigið jólatré?

Svo sannarlega og við hvetjum þig meira að segja til þess! Heimagerð jólatré eru afar vinsæll kostur við venjuleg tré. Besti parturinn við að búa til jólatré upp á eigin spýtur er að það eru í rauninni engin mörk. Það skiptir ekki máli hvaða efni eða aðföng standa þér til boða, þú getur alltaf notað ímyndunaraflið til að búa til flottasta og áhugaverðasta tréð.

 

DIY jólatré - búðu til þitt eigið  

Það getur verið svakalega gaman að búa til sitt eigið jólatré með fjölskyldunni. Ímyndaðu þér notalegheitin við að sitja með heitt súkkulaði og allskyns fönduráhöld útum allt og reyna að átta sig á því hvernig hægt sé að búa til frumlegasta og óhefðbundnasta jólatréð. Hljómar það ekki skemmtilegt?

Hér eru nokkrar tillögur ef þú ert óviss um hvar þú átt að byrja. Handgert jólatré getur verið gert úr... öllu sem þér dettur í hug, í rauninni: blöðrum, greinum, borðum, bókum eða fjöðrum, svo fátt eitt sé nefnt.

Svo lengi sem sköpunarverkið hefur lögun jólatrés þá er allt í góðu. Tveir meginkostirnir við óhefðbundið handgert jólatré er að það er bæði plásssparandi og hagkvæmt.

Handgert jólatré getur verið eins stórt eða lítið og þú vilt. Þú getur meira að segja búið til tré fyrir hvert herbergi ef sá gállinn er á þér. Svo þarftu auðvitað aðföng og áhöld líka til að geta gert þetta almennilega. Þú átt líklegast flesta af þessum hlutum nú þegar. En við bjóðum hér upp á enn ítarlegri lista.

 

Aðföng og áhöld sem þú þarf til að búa til þitt eigið jólatré

Aðföng:

 1. Jólakúlur og skraut
 2. Föndurvörur
 3. Efni, vefnaður, reipi, skóreimar 
 4. Pappír, greinar, viður úr pallettum, gataða verkfæristöflu eða jafnvel viðarstiga sem þú getur hengt skraut á
 5. Hvað sem er annað sem þér dettur í hug!

Áhöld:

 1. Skæri og sett með nálum og þráðum
 2. Venjulegt lím eða límstangir fyrir límbyssuna þína
 3. Sög, ef þú skyldir vilja nota trjágreinar eða annan við
 4. Hamar eða aðrar járnvörur sem gætu nýst þér vel

 

Handgert pappajólatré

 • Skref 1

  Taktu tvær pappaarkir og klipptu þær í rétta stærð fyrir jólatréð þitt. Teiknaðu jólatré á hverja örk.

 • Skref 2

  Notaðu skæri, hníf eða reglustiku til að skera pappann út í jólatrésformið. Ef þú vilt að formið sé fínskorið þá er best að nota það áhald sem er nákvæmast.

 • Skref 3

  Skerðu hverja örk að miðjunni - eina að ofan og eina að neðan. 

 • Skref 4

  Málaðu eða litaðu pappann eins og hentar þér.

 • Skref 5

  Settu arkirnar tvær saman í gegnum skurðina.

 • Skref 6

  Og þá er pappajólatréð þitt tilbúið! Gefðu jólatrénu glans með smá glimmeri eða öðru skrauti.

Besti liturinn og útlitið fyrir gervijólatré eða heimagert jólatré

Hið hefðbundna hátíðarheimili er með grænu jólatré í miðju stofunnar. Afar auðvelt er að skreyta það og manni líður eins og tréð sé alvöru tré útí skógi. Sannkölluð klassík sem er í algjöru uppáhaldi hjá okkur þar sem grænn litur minnir okkur allra mest á alvöru tré.

Gervijólatré hafa séð marga tískustraumana eins og hver önnur vara og við bjóðum því upp á ýmsa áhugaverða möguleika. Ef þú vilt hafa jólatréð sérstaklega vetrarlegt þá er tilvalið að hafa það hvítt. Það er bæði fágað og flott og þú getur valið allskyns frumlegt skraut. Gervijólatré fást einnig í djörfum litum sem fylla heimilið með hátíðarstemningu.

 • Blátt jólatré er töfrandi með silfurskrauti
 • Bleikt jólatré með gullskrauti grípur tvímælalaust augað
 • Rautt jólatré breytir heimilinu í sannkallað hátíðardraumaland
 • Gyllt jólatré er fullkomið sem áberandi miðpunktur á heimilinu. 

Heimagerð jólatré þurfa þó enga kynningu: Þau njóta sín hvar sem er. Jólatré úr blöðrum gefur rýminu til dæmis dásamlega dýpt en heldur hátíðarstemningunni minimalískri. Þú gætir líka valið að búa til heimagert jólatré úr alvöru trjágreinum sem límdar eru hver ofan á aðra. Þetta gefur trénu fallegt og sveitalegt útlit. Jólatré úr stöflum af bókum er tilvalið fyrir lestrarhesta.

 

Gerðu jólatréð einstakt með ljósum og skrauti

Þegar búið er að velja rétta litinn, stærðina og stílinn þá er loksins komið að fjörinu: Að skreyta jólatréð! Nú er komið að því að samtvinna tréð við innréttingarnar og jólaskreytingarnar á heimilinu.

Það eru allskyns hugmyndaríkir möguleikar í boði til að gera gervijólatréð enn fallegra. Þegar þú velur ljósin á jólatréð þá geturðu verið með allskyns mismunandi ljós sem virka einnig einstaklega vel á heimagert jólatré. Ljósin fást í ýmsum formum og litum og þú ættir því án efa að geta fundið rétta litinn og stílinn fyrir tréð þitt.

Þú getur annað hvort valið þér LED-ljós fyrir jólatréð eða keypt jólatré með innbyggðum LED-ljósum. Innbyggð ljós eru orkusparandi og þau spara þér einnig ómakið við að þurfa að finna réttu ljósin. Það skiptir ekki máli hvernig tegund af tré þú velur - þú þarft alltaf dúk undir tréð sem fer yfir standinn. Þú getur þannig falið standinn með hátíðarlegum hlutum. Notaðu hugmyndaflugið og búðu til eigin dúk úr hlutum eins og pappakassa eða jafnvel teppi úr gervifeldi.

Síðasta skrefið fyrir jólatrésskreytingarnar er að finna rétta skrautið og kúlurnar. Möguleikarnarir eru endalausir. Einstakir litir, skemmtilegir hlutir í jólalegum lögunum eða jafnvel persónulegar jólakúlur. Valið er þitt - það eina sem þú ættir að stefna að er að hafa jafnvægi á jólaskreytingunum. Ef þú velur að handgera jólatréð þá er gott að hafa í huga að oft er betra að hafa færri skreytingar en fleiri - sumar gerðir handgerðra trjáa þurfa minna skraut heldur en hefðbundin tré.

 

Töfrar jólatrésins eru í smáatriðunum

Jólatré er ákaflega fallegt og kemur manni svo sannarlega í hátíðarskapið. En mann langar auðvitað alltaf í þessa einstöku jólatréslykt. Þegar þú velur alvöru tré þá fyllir furuilmurinn heimilið með einstaklega notalegri stemningu. Alvöru tré er auðvitað ekki raunverulegur valkostur fyrir alla, en þú getur alltaf valið raunverulega útlítandi gervitré eða búið til þitt eigið tré. Ef þig langar í þennan einstaka jólatrésilm þá skaltu ekki gleyma möguleikanum á jólaskrauti með ilmi, furuilmum fyrir heimilið og kertum.

Algengustu efniviðirnir fyrir gervijólatré eru PVC og PE. Jólatré úr PVC eru vinsæll kostur þar sem þau eru ódýr. Þau eru með vel bólstruðum greinum en þú þarft blessunarlega ekki að hafa áhyggjur af greninálum út um allt.

Jólatré úr PE eru með 3D nálum sem líta út eins og náttúrulegar nálar. PE kostar aðeins meira en PVC þar sem það líkir meira eftir alvöru tré. Þú getur notið þess í áraraðir.

interior with Christmas Tree