Kynntu þér bestu sagirnar fyrir hvaða verkefni sem er
Sagir eru frábærar fyrir allskyns verkefni heimavið sem krefjast skurðar á viði, málmi eða öðrum efnivið. Þær eru því ómissandi tól í verkfærakassann. Sagir fást í allskyns tegundum og þú finnur því án efa réttu sögina fyrir það verkefni sem fyrir hendi er. Það skiptir ekki máli hvort þú sért að leita að hjólsög, vélsög, járnsög eða alhliða sög - við eigum réttu sögina fyrir þig.
Sagir eru ómissandi í alla verkfærakassa
Ef þú hefur gaman að verkefnum sem krefjast handlagni eða ert einfaldlega eigandi heimilis sem þarfnast reglulegs viðhalds, þá þarftu líklegast að eiga verkfærakassi með góðu úrvali af tólum. Hér væri hentugt að eiga eina eða tvær sagir. Þig langar kannski til að gera heimilið upp, byggja trjákofa fyrir börnin eða einfaldlega snyrta runna í garðinum. Sagir eru virkilega ómissandi í alla verkfærakassa eða skúra.
Skoðaðu flott úrvalið okkar af sögum á viðráðanlegu verði
Sög er ekki bara sög, eins og þú veist án efa nú þegar. Smíðin, hönnunin, blaðið, stærðin og notkunin getur verið afar mismunandi. Hver tegund af sög er hönnuð fyrir ákveðið verkefni. Hér hjá vidaXL geturðu skoðað mikið úrval af sögum fyrir hvaða verkefni sem er:
-
Handsagir eru algengastar þegar þú þarft að saga viðarefni í höndunum, hvort sem það er fjöl eða timbur.
-
Járnsagir eru líka frábærar fyrir nákvæmnisvinnu. Þær fást oft einnig sem málmsagir.
-
Útskurðarsagðir eru mjög vinsælar þegar saga á ýmsar laganir og bugðir í við.
-
Geirungssagir eru tilvaldar til að saga mismunandi horn hratt og örugglega. Þetta gæti t.d. átt við þversögun, geirskurð eða sniðskurð.
-
Bakkasagir eru hentugar fyrir nákvæma sögun í viðarbúta með takmarkaðri dýpt og sagirnar eru almennt séð mikið notaðar við trésmíði.
-
Hjólsagir eru mikið notaðar til að saga nákvæmar þráðbeinar línur í krossvið, timbur og önnur svipuð viðarefni. Algengustu sagirnir við rammagerð.
Þú finnur án efa réttu sögina fyrir þig í úrvalinu okkar af sögum. Það skiptir ekki máli hvaða sög þú velur - allar sagirnar okkar eru endingargóðar, áreiðanlegar og á góðu verði. Ekki gleyma að skoða úrvalið okkar af sögunarbúkkum til að halda viðnum stöðugum við sögun. Búkkinn tryggir einnig þægilega vinnuhæð.
Hvernig þú velur réttu sögina fyrir verkefnið
Margar tegundir af sögum fyrirfinnast. Eins og við nefndum stuttlega hér að ofan þá henta mismunandi sagir fyrir mismunandi verkefni. Valið á sög takmarkast því miður ekki einungis við tegundina, þ.e.a.s. hvort þú þurfir handsög, járnsög eða eitthvað allt annað. Þú þarft að hafa aðra þætti í huga við valið til að tryggja rétta sögun og notkun.
Þarftu sög fyrir nákvæmnisvinnu eða grófa sögun?
Tennur sagarinnar gegna lykilhlutverki þegar kemur að tegund skurðarins. Þetta fer allt eftir því þversu margar tennur eru á söginni. Flest sagarblöð notast við mælieinguna tennur á tommu (TPI), og hér getur fjöldinn verið á bilinu 2 til 32. Því hærri sem talan er, því fleiri tennur eru á söginni. Sög með hærri TPI tölu er tilvalin fyrir slétta og nákvæma skurði. Sög með lægri TPI tölu gefur yfirleitt grófari skurð, en á móti kemur að fljótara er að saga með henni.
Finndu viðeigandi sög fyrir efnið
Til að koma í veg fyrir vandræði er mikilvægt að þú veljir sög sem getur sagað í gegnum efniviðinn sem þú þarft að nota. Valið fer hér að mestu eftir því hvort þú þurfir að saga málm, við, plast eða jafnvel steypu. Það er í öllu falli mikilvægt að ganga úr skugga um að mælt sé með söginni fyrir það efni sem þú þarft að saga. Þannig forðastu að skemma sagarblaðið og sóa óþarfa tíma og fyrirhöfn.
Hafðu vinnuholla þætti í huga
Þegar þú vinnur að stærri verkefni heimavið þá er mikilvægt að sögin sé þægileg og náttúruleg í hendi til lengri tíma. Við mælum með því að þú veljir sög með vinnuhollu handfangi, sérstaklega ef þú velur handsög, járnsög eða bakkasög.
Ábendingar fyrir nákvæma sniðskurði
Oft getur reynst snúið að ná tveimur viðarstykkjum saman í ákveðið horn með svokölluðum sniðskurði (bevel cut). Skurðurinn þarf hér að vera mjög nákvæmur. Til að ná nákvæmum sniðskurði þarftu að:
-
Setja horn sniðflatarins upp við það horn sem þig langar til að ná fram og sem fær plötuna til að passa.
-
Læstu sniðflatarhorninu og hafðu það ofan á viðarstykkinu sem þú vilt saga.
-
Merktu hornið á viðnum með blýanti og byrjaðu síðan að saga.
Ef þú vilt tryggja mjög mikla nákvæmni við sögun þá er sniðugt að velja geirungssög.