Kaupleiðbeiningar fyrir barstóla – Gagnlegar ábendingar

Á síðustu árum hefur notkun barstóla aukist til muna. Þetta gæti verði við eldhúseyju, afgreiðsluborð eða jafnvel á alvöru bar. Vinsældirnar eru sprottnar af því hversu vel heimabar hentar lítsstíl nútímans. Hægt er að nýta baruppsetninguna á fjölbreyttan hátt. Þú getur gripið fljótlegan morgunverð á stólnum, unnið heima eða hjálpað krökkunum með heimanámið.

En hvernig velur maður barstól fyrir eldhúsið? Hinir fullkomnu barstólar eru þægilegir, barnvænir og passa við stílinn sem fyrir er í rýminu. Hönnun barstólanna gerir það að verkum að þeir verða yfirleitt með mest áberandi húsgögnum heimilisins. Haltu áfram að lesa og fáðu leiðbeiningar um hvernig á að velja hina réttu barstóla og finna fullkomna sætislausn fyrir heimilið.

 

Hvernig þú velur rétta stærð af barstólum

Ólíkt borðstofustólum og -borðum sem koma í nokkuð stöðluðum stærðum þá fást barstólar og -borð í mismunandi hæðum og stærðum. Því er alltaf best að byrja á því að mæla rýmið þar sem stólarnir eiga að standa. Til að þú getir áttað þig betur á því í hvaða hæð stólarnir ættu að vera þá skulum við skoða nokkra af vinsælustu barstólunum:

  • Eldhúskollar - 60-66 cm á hæð
  • Barstólar - staðalhæð barstóla er jafnan 71-83 cm
  • Extra háir barstólar - háir stólar sem eru 86-101 cm á hæð.

Með þessum mismunandi hæðarmöguleikum er gefið að ekki allir stólar munu passa við öll borð. Mældu því hæð borðsins sem stóllinn á að standa við, hvort sem það er eldhúseyja, eldhúsbekkur eða barborð. Eldhúskollar eru ætlaðir fyrir 90 cm háa eldhúsbekki. Ef þú vilt hafa ekta barfíling heimavið, veldu þá staðlaða barstóla og settu þá við eyju sem er 104-110 cm á hæð. Extra háir stólar eru einstaklega hentugir fyrir barborð eða eyjur sem eru 111-119 cm á hæð.

Íhugaðu því hæð stólanna út frá hæð borðsins sem þeir standa við og notagildinu. Einfaldasta reglan sem þarf að hafa í huga þegar þú velur rétta hæð fyrir barstólana er að hafa u.þ.b. 25-30 cm fjarlægð frá sæti að borðplötu.

 

Í hvaða stíl eiga barstólarnir að vera?

Barstólar fást í fjölbreyttu úrvali. Tölum aðeins um þægindi. Mismunandi stólar veita mismunandi þægindi við setu.

Baklausir barstólar henta vel fyrir minni rými þar sem auðvelt er að koma þeim fyrir undir borði þegar þeir eru ekki í notkun. Þótt að baklausir stólar séu einn af vinsælustu kostunum þá eru þeir þó óþægilegir þegar setið er lengi á þeim.

Stólar með snúningi eru frábær valkostur og hafa fjölbreytta notkunarmöguleika. Snúningsstólarnir eru hreyfðir minna en hefðbundnir stólar og því fara þeir betur með gólfið.

Veldu barstóla með örmum til að gefa rýminu stílhreinan og notalegan svip. Þeir eru tilvaldir fyrir langan hádegismat, sérstaklega ef börn eru á heimilinu. Þú getur svo farið skrefinu lengra og valið bólstraðan barstól sem gefur rýminu fágaðan svip.

Smáatriði sem skipta máli við leitina að hinum fullkomnu barstólum

Það er afar mikilvægt að velja rétta hæð á barstólunum, en annað sem einnig þarf að hafa í huga er fjöldi stóla. Hversu margir þurfa að komast fyrir?

Mældu lengd borðplötunnar. Lengdin ákvarðar hversu margir stólar komast fyrir. Til að fullorðinn einstaklingur geti setið þægilega við hliðina á öðrum einstaklingi þá verður að vera nóg pláss í kringum stólinn. Hafðu að minnsta kosti 66 til 76 cm frá miðju til miðju á stólum sem standa hlið við hlið.

 

Efniviðir

Þegar búið er að ákveða gerð barstólsins þá er kominn tími á að velja efni. Smekkur ræður að sjálfsögðu miklu um það hvaða efniviður verður fyrir valinu. Málmstólar henta vel með innréttingum í bæði iðnaðarlegum og nútímalegum stíl. Barstólar úr viði gefa hlýlegan svip og auðvelt er að stílfæra þá – þeir henta auk þess öllum innréttingum. Barstólar úr rattan og víðitág koma einnig til greina. Þeir eru léttir og praktískir og skapa notalega bóhemstemningu við borðið.

 

Stíll & litur

Ættu barstólar að vera í sama stíl og borðstofustólarnir? Það eru engar fastar reglur og smekkurinn þinn ætti að vera eina leiðarljósið. Blandaðu saman ólíkum stílum og veldu húsgögn sem þú munt njóta á hverjum degi. Gott er þó að barstólarnir og borðið eigi einhverja þætti sameiginlega svo að jafnvægi sé á heildarsvip rýmisins.

Hið sama gildir um litinn á barstólunum. Ef þú velur bólstraða stóla þá er hægt að velja á milli áferða og efna - allt frá gervileðri til flauels eða annarra textílefna, í litum sem passa við innréttinguna þína. Ef sterkir litir eru ráðandi í rýminu þá er gott að hafa stólana í hlutlausari lit. Svo þurfa ekki allir stólar að vera eins. Það getur gefið skemmtilegan heildarsvip að blanda saman viðar- eða rattanstólum með litríkari stólum.

Þegar allt þetta er tekið saman þá ertu bara einum smelli frá því að finna réttu barstólana fyrir heimilið þitt. Ef þig vantar innblástur þá geturðu kíkt á uppáhaldsbarstólana okkar hér fyrir neðan.