Frábær ráð til að velja hið fullkomna borðstofusett
Við lifum flestöll annasömum lífstíl og því er hægara sagt en gert að finna rétta tímann til að hitta vini og vandamenn. Það er engu að síður tímalaus hefð að setjast til borðs með fjölskyldunni. Kvöldmáltíð umbreytir borðstofunni í stað fyrir hittinga og góðar samræður. En til að gera stemninguna notalega og heillandi í borðstofunni þarftu að velja borðstofusettið vel.
Ef þú ert í leit að rétta borðstofusettinu fyrir þig þá mælum við með því að þú leggist í smá rannsóknarvinnu fyrst. Leggðu mat á þarfir þínar og byrjaðu þar á meta hversu margir þurfa að geta sitið við borðið. Ef þér finnst gaman að halda matarboð þá gætu fellistólar verið sniðugir sem aukasæti. Eða þú gætir valið borðstofubekk - flottan en jafnframt þægilegan kost.
Áttaðu þig á stílnum þínum og finndu borðstofusett sem passar vel í draumaborðstofuna þína. Það eru afar margir möguleikar í boði í mismunandi hönnunum, lögunum og efnum. Kynntu þér leiðbeiningarnar okkar til að komast að öllu sem þú þarft að vita varðandi kaup á borðstofusetti.
Hlutir sem gott er að hafa í huga við kaup á borðstofusetti
Borðstofusett samanstendur af tveimur stórum húsgögnum – borði og stólum. Gott er að hafa ýmis mikilvæg atriði í huga við val á réttu húsgögnunum. Þú þarft að taka nokkuð margar ákvarðandi og ábendingarnar okkar ættu því að koma sér vel.
Hvernig þú velur rétta stærð fyrir borðstofusettið
Fyrsti hluti ferlisins er að taka mál á borðstofurýminu. Þegar þú hefur mælt lengd og breidd rýmisins þá skaltu muna að skilja eftir að minnsta kosti 100 cm pláss í kringum borðstofusettið. Þetta er mikilvægt smáatriði sem tryggir ríflegt pláss í kringum settið. Hefðbundið pláss fyrir aftan stólana er í kringum 100 cm. Þetta tryggir að hægt sé að labba framhjá þegar gestir sitja við borðið.
Rýmið verður rúmgott og laust við þrengsli ef þú fylgir þessum tillögum. Ef borðstofan er nokkuð stór þá mun þessi sama viðmiðunarregla tryggja að borðstofusettið verði miðpunktur í rýminu.
Annað sem gott er að hafa í huga við val á stílnum á borðstofusettinu er hversu margir eiga að geta sitið við borðið. Ef þú hefur gaman af hittingum og matarboðum þá er sniðugt að hafa það í huga áður en þú kaupir settið. Þó verður að segjast að ef þér finnst langbest að slaka á með vinunum heimavið þá er almennt borðstofusett sniðugast fyrir þig. Útbúðu þægilegt borðstofurými fyrir daglega notkun og veldu sérstaka stóla fyrir sérstök tilefni.
Frábærar hugmyndir til að finna réttu borðstofuborðslögunina
Hafðu fjölda sæta bakvið eyrað – og finnum nú draumaborðstofuborðið þitt! Til að máltíðin sé þægileg, þá þarf borðplatan að vera að minnsta kosti 60 cm á lengd og 30 cm á breidd. Með þessa reglu til hliðsjónar verður ljóst að sumar laganir henta betur en aðrar.
Kringlótt borð, rétt eins og ferhyrnd, eru fullkominn valkostur fyrir lítil rými. Þau gera rýmið notalegt og tryggja jafnt bil á milli allra sem sitja við borðið. Þar að auki henta borðin allskyns innanhússstílum og ýta jafnframt undir félagsleg samskipti. Gleymum því svo ekki hversu flott þau eru! Við mælum með súlufæti fyrir meira fótapláss og rúmgott útlit.
Ef rýmið er í stærra lagi þá er tilvalið fyrir þig að skoða sporöskjulaga eða rétthyrnd borð. Þessar laganir eru djarfar, hrífandi og bjóða upp á sætispláss fyrir þónokkuð marga. Kostir þessara borða fara eftir því hvert þú stillir þeim upp. Þú gætir t.d. skipt eldhúsinu og stofunni upp og búið til miðpunkt með því að setja borðið við stóran glugga. Þessi lögun borða veitir meira pláss fyrir fleiri stóla ef þú velur stóla með mjóum fótum.
Ekki líta framhjá mikilvægi stólanna
Þegar þú velur réttu stólana fyrir borðstofusettið þitt þá hefurðu úr mörgu að velja: svifstólum, bólstruðum stólum, kyrrstæðum stólum, kollum eða borðstofubekkjum. Til að ganga úr skugga um að nóg pláss sé fyrir hnén þá skaltu alltaf hafa 30 cm bil frá borðplötunni að sæti stólsins.
Gott er að velja stóla eftir borðlögun. Minni borð henta oft vel með 4 kyrrstæðum stólum eða kollum. Þar sem fjöldi stólanna er takmarkaður þá er tilvalið að blanda mismunandi stólum saman. Stólar í mismunandi efniviðum eða stílbrigðum hefa borðstofusettinu skemmtilegt yfirbragð.
Rétthyrnd eða sporöskjulaga borð gefa kost á fleiri stólum, eða allt að 10 stólum. Leiktu þér að hönnunum og ekki hræðast fágaðri kosti eins og bólstraða stóla. Ef innréttingarnar eru nýmóðins þá henta stólarnir einnig fullkomlega með borðstofubekk. Nýttu þér kosti borðbekksins – hann gefur bæði stílhreint útlit og aukið sætispláss.
Fullkomið borðstofusett fyrir heimilið þitt
Val á borðstofusetti er algjörlega spurning um smekk. Ef þú fílar hefðbundnari stíl þá mælum við með stórum viðarhúsgögnum. Þau eru fáguð og sterkbyggð, þá sérstaklega ef þau eru í dekkri tónum. Gefðu settinu smá rómantík með því að velja glitofið efni eða efni með mynstri á áklæði stólsins.
Nútímaleg innanhússhönnun krefst einfaldra og hreinna lína með fallegum frágangi. Hvað varðar efnivið, þá er sniðugt að velja borðplötu úr marmara eða gleri. Málmgrunnur kemur sér vel bæði í stólunum og á borðinu.
Ef þú kýst frekar margslungið útlit þá skaltu leika þér með borðstofuna. Gerðu tilraunir með frískandi liti eða veldu borðstofusett úr rattan eða plasti. Önnur leið væri að velja viðarborð og gamaldags stóla með sjarmerandi blæ.
Það gæti tekið nokkurn tíma að velja rétta borðstofusettið, en þetta þarf þó ekki að vera óþarflega flókið. Skoðaðu einföldu leiðbeiningarnar okkar og áttaðu þig á þörfum þínum. Notaðu uppáhaldsefnin og -stílbrigðin þín og mundu að hafa öll mál á hreinu. Reyndu að sjá fyrir þér draumaborðstofuna og byrjaðu síðan að setja hana saman.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.