Þægilegur stóll skiptir sköpum. Þú gætir þurft að verja tímunum saman á stól í vinnunni eða jafnvel notið þess að sitja á stól þegar þú spilar tölvuleiki. Þetta þýðir að gæði stólsins hafa mikil áhrif á líðan þína. Rétt líkamsstaða þegar þú situr er nauðsynleg af ýmsum ástæðum - þetta gæti varðað heilsufarsþætti eða hreinlega haft áhrif á skemmtunina þegar þú spilar tölvuleiki.
Það gæti því breytt allri spilaupplifuninni að velja rétta leikjastólinn. Stærð stólsins, stillanleiki, efnið - þú verður að íhuga öll þessi smáatriði til að átta þig á því að hverju þú átt að leita í leikjastól. Kaupleiðbeiningarnar okkar gefa þér öll þau ráð sem þú þarft.
Smáatriði sem þarf að hafa í huga við val á leikjastól
Leikjastóll er ekki aðeins húsgagn sem veitir þægindi. Leikjastólar nútímans eru afar háþróaðir og þeir bjóða því upp á sérstaka virkni sem stuðlar að góðu leikjaspili svo tímunum skiptir. Suma stóla er hægt að para saman við uppáhaldsleikjakerfið þitt til að auka ánægjuna þegar þú spilar. Því er mikilvægt að þú skoðir hvort stóllinn sé samhæfur við kerfið áður en þú kaupir hann.
PC leikjastóll er hentugur til að spila tölvuleiki, á meðan keppnisstóll er þægilegur leikjastóll fyrir spennandi keppnir. Til að gefa keppnisstólnum enn meiri virkni þá er hann með fótstigi, stýri og gírstöng.
Leikjastól á súlufæti má hinsvegar hækka, sem eykur oft þægindin fyrir marga. Ruggandi leikjastóll er afar vinsæll fyrir leikmenn sem vilja slaka á og halla sér aftur.
Hafðu þægindin í huga
Þægindin ættu að vera það fyrsta sem þú hugsar um þegar þú velur leikjastól. Margir klukkutímar af leikjaspili geta valdið miklu álagi á bakið. Skoðaðu stóla með vinnuhollum eiginleikum eins og mjóbaksstuðningi, stillanlegum bak- og armhvílum, hálsstuðningi og inndraganlegri fóthvílu. Sumum stólum er jafnvel hægt að halla aftur.
Leikjastóll er stór stóll
Stærðin skiptir alltaf máli þegar þú velur húsgögn. Leikjastólar eru alltaf nokkuð stórir, allavega samanborið við venjulega skrifborðsstóla. Þú getur valið hæðina og þyngdina, en hafðu þó í huga að stóllinn þarf að passa í herbergið.
Þú þarft einnig að hafa þína eigin líkamsgerð í huga. Leikjastóll sem er of lítill er alltaf að fara að vera óþægilegur, en of stór stóll hjálpar þér heldur ekki að bæta þig í spilinu.
Fjárfestu í hágæðaefnum
Spilastóllinn sem hentar þér er sá stóll sem veitir mestu þægindin. Hann er einnig varanlegur, stöðugur, veitir frábæran líkamsstuðning og endist í áraraðir. Þegar þú íhugar efniviðinn þá er mikilvægt að þú gleymir ekki undirstöðu stólsins. Undirstaðan gerir gæfumuninn hvað varðar ódýran stól sem endist stutt eða stól sem endist til lengri tíma.
Þú hefur eftirfarandi valkosti hvað varðar efni:
Leður – Ekta leður er endingargott, slitsterkt og það andar vel, sem gerir stólnum kleift að haldast köldum og veita þægindin sem þú þarft.
PU leður – Ódýrara en alvöru leður, en PU leður þolir hins vegar vökva og ofþornar ekki eftir mikla notkun.
PVC leður – PVC leður er annar kostur á góðu verði. Það er bletta- og vatnsþolið og fæst í ýmsum litum.
Tauefni – Andar mun betur en leður. Leikjastóll úr tauefni er mjúkur viðkomu og teygist ekki með tímanum.
Möskvi – Netastóll andar gífurlega vel og er afar þægilegur. Hafðu í huga að það er ekki eins auðvelt að þrífa möskva og önnur efni, sem gæti valdið því að stóllinn sýni fyrr merki um slit.
Hvað stíl fílarðu?
Það er ekki auðvelt að finna rétta leikjastólinn. Fyrir utan þægindin þá þarftu líka að hafa útlitið í huga. Stóllinn er þrátt fyrir allt húsgagn og verður því að henta þínum stíl. Stólarnir fást margir hverjir í ýmsum litum sem eru í stíl við leikjatölvuna þína eða PC tölvuna. Hægt er að sérsníða suma leikjastóla í uppáhaldslitunum þínum eða með leikþemum og persónum. Með smá rannsóknarvinnu finnurðu leikjastól drauma þinna.
Veldu stól með innbyggðum tæknieiginleikum ef þú vilt það besta. Sumir stólar eru með fóthvílu, á meðan aðrir fókusera á hátæknilegu smáatriðin. Njóttu þess að vera með innbyggðan hátalara eða jafnvel hátalara við höfuðstoðina. Ýmsir kostir eru í boði og rétti stóllinn er bara nokkra smelli í burtu. Skoðaðu frábæru tilboðin okkar á leikjastólum hér að neðan og byrjaðu að spila!
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.