Góð ráð fyrir val á endaborði

Stofan er hjarta heimilisins. Hér eiga bíókvöldin sér stað, þú nýtur samverunnar með vinunum eða slakar á í sófanum með góða bók. Val á sófanum er fyrsta skrefið til að gera rýmið eins þægilegt og hægt er, en ef þú vilt bæta stíl og hagnýtingu við rýmið þá eru endaborð ómissandi.

Kanntu að velja endaborð sem passar við draumahönnunina þína? Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er tilgangur borðsins. Endaborðum er ætlað að hjálpa þér að halda öllu snyrtilegu og innan seilingar. Þú setur þau við hliðina á sófanum eða stólnum þíum og þau geta haft mikil áhrif heildarsvip rýmisins.

Ýmsir valkostir eru í boði og því getur verið snúið að velja réttu lögunina á borðinu. Sama gildir um litaval borðsins ef það á að passa vel við restina af innréttingunum. Við settum saman þessar kaupleiðbeiningar til að auðvelda þér valið á efniviði borðsins. Þú færð einnig aðrar stílhugmyndir í leiðbeiningunum.

 

Af hverju þarf ég endaborð?

Endaborð eru afar fjölhæf. Þeim er ætlað að geyma allt sem þú vilt hafa innan seilingar þegar þú slappar af á sófanum. Þau eru tilvalin til að draga athygli að rýminu og þau fást í ýmsum gerðum og stílum. Haltu áfram að lesa til að sjá hvaða endaborð passar við eignina og innanhússhönnunina þína.

Hafðu í huga að margir velja endaborð í stað sófaborða. Paraðu saman tvö svipuð borð eða blandaðu mismunandi borðum saman svo að þau grípi augað. Leiktu þér ennfremur með mismunandi efni og laganir til að gefa rýminu íburðarmikið yfirbragð.

 

Hvernig þú velur hið fullkomna endaborð

Endaborð er yfirleitt við hliðina á uppáhaldsstólnum þínum eða sófanum. Hér geturðu geymt fjarstýringar, bækur, tímarit eða kaffibollann. Við kaup á endaborði velta flestir fyrir sér hvort það eigi að vera hærra eða lægra en sófinn. Þú gætir valið sömu hæð og arm stólsins, en þar er hæðin yfirleitt um 60-80 cm. Best er þó að endaborðin séu 2-7 cm lægri en armur sófans. Þetta litla atriði eykur þægindin þegar þú teygir þig í bókina eða snarlið.

Þar sem þau fást í ýmsum stærðum og lögunum þá þarftu að átta þig á því hversu stórt endaborðið á að vera. Þetta fer eftir rýminu, þörfum þínum og hvernig þú vilt nota borðið. Gott er að hafa í huga hversu mikið pláss er við hliðina á sófanum þar sem best er að forðast að rýmið verði óreiðukennt. Hafðu nóg pláss í kringum borðið og veldu minna endaborð þegar þörf krefur. Uppsetningin þarf ekki að fylla allt herbergið - gakktu úr skugga um að auðveldlega sé hægt að hreyfa sig í rýminu.

Endaborð eru frábær viðbót þegar þig langar til að bæta aukahlut við stofuna. Ef þú vilt vita hversu breitt borðið á að vera þá þarftu enn og aftur að átta þig á því hvernig þú vilt nota það. Ef þú vilt geta staflað bókum eða tímaritum á borðið, eða vilt geta bætt við lampa, þá verður borðplatan að vera að minnsta kosti 55 cm á breidd. Sumum borðum fylgja afar þróaðir geymslumöguleikar eins og skúffur eða hillur. Við mælum semsagt með því að þú áttir þig á tilgangi borðsins áður en þú ákveður næsta partinn - útlit endaborðsins.

Finndu endaborð sem þú elskar

Við elskum endaborð þar sem þau eru frábærlega skapandi viðbót við hönnun heimilisins. Ef þú ert að spá í hvort endaborðin þurfi að vera í stíl við aðra hluti þá er svarið að það fer allt eftir stemningunni sem þú vilt skapa. Skoðum nú úrvalið af endaborðum hvað varðar lögun, stílbrigði og liti.

 

Lögun

Hringlaga endaborð eru fullkomin fyrir minni rými og rými með geymsluþörf. Þau líta frábærlega út í hvaða uppsetningu sem er og virka best við armlausa stóla eða við sófann. Hringlaga borð getur ennfremur komið jafnvægi á rými sem er með mikið af hlutum í rúmfræðilegum stíl.

Ferhyrnd endaborð eru frábær undir uppáhaldslampann þinn. Þau bjóða upp á aukið pláss fyrir geymslu og þau eru tilvalin í hornið við hliðina á sófanum. Ferhyrnd endaborð gefa einnig stofunni djarft yfirbragð.

 

Stíll

Gríðarmikið úrval er af endaborðum í mismunandi stílum. Sniðugt er að skoða núverandi hönnunina í rýminu til að forðast að úrvalið verði of yfirþyrmandi. Ef þú kýst minimalískt útlit í stofuna þá geturðu bætt við djörfu endaborði sem skapar andstæður. Þú getur líka valið borð úr viði eða steinsteypu með skrautlegum smáatriðum. Eða jafnvel borð með súlufæti. Líflegir litir birta upp á eignina og geta skapað afar heillandi andstæður.

Minna er alltaf meira. Sérstaklega þegar stofan þín er með stórum húsgögnum, sófa með áklæði eða húsmunum með mynstri. Veldu endaborð með hreinum línum og mjóum fótleggjum til að gefa rýminu opið yfirbragð. Ekki gleyma því að þú getur blandað saman mismunandi endaborðum til að gefa rýminu skemmtilegan svip. Notaðu hlutlausa tóna og leiktu þér með gegnsæja hluti.

 

Efni

Til að finna rétta endaborðið er gott að hafa önnur húsgögn í stofunni í huga. Veldu endaborð úr steinsteypu eða málmi til að koma jafnvægi á klunnalegt sófaborð. Við mælum með endaborðum úr akrýl eða gleri í dekkri herbergi. Þú tryggir þannig léttan og líflegan anda í rýminu.

Marmaraáferðir eru tímalausar og afar gott val fyrir borð undir drykkjarföng. Aðrir efniviðir gætu svo t.d. verið gler eða steinn. Ef þú vilt að borðið sé heillandi þá mælum við með nútímalegri blöndu af málmi, kopar og áli með gegnheilum viði.

Líttu á endaborðið þitt sem skrautmun með góðri geymslulausn. Leiktu þér með mismunandi liti og efni til að geta áttað þig á því hvað passar best við þá stemningu sem þú vilt hafa í stofunni. Fylgdu einföldu leiðbeiningum okkar fyrir val á endaborði og njóttu þess að flikka upp á heimilið.