Frábær ráð til að velja rétta armstólinn

Val á armstól getur verið afar persónulegt og mikilvægt, þá sérstaklega þar sem stóllinn þarf að vera þægilegur á þann háttinn sem þér líkar best eftir langan dag. Við höfum tekið saman lista með ábendingum til að auðvelda þér valið!

 

Hvar best er að byrja þegar armstóll er valinn

Við val á armstól er gott að byrja á því að skoða núverandi uppsetningu húsgagnanna á heimilinu. Byrjaðu á því að taka mál á því rými sem stóllinn mun standa í. Er ætlunin að útbúa notalegan setkrók í horni eða viltu góðan sjónvarpsstól í stofuna? Þú þarft að vera viss um að stærð stólsins henti rýminu. Ef þú vilt fá betri sjónræna mynd af því hvernig stóllinn mun passa í rýmið þá er sniðugt að klippa flatarmál stólsins út í pappír og leggja á gólfið. Nægilegt pláss ætti að vera í kringum stólinn svo hægt sé að ganga um án vandræða.

En hvað þarf að hafa í huga við val á skrautstól? Ef þú vilt áberandi stól sem gestirnir taka eftir þá eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Lestu meira hér fyrir neðan!

 

Finndu stílinn þinn

Fyrsta skrefið er að íhuga hvernig núverandi stíllinn er í rýminu og hvers konar armstóll passar í rýmið. Þvínæst geturðu skoðað hvaða stóll passar með þeim húsgögnum sem fyrir eru eða jafnvel hvaða tegund stóls myndi skapa skemmtilega andstæðu við húsgögnin.

Hægindastólar geta undirstrikað smáatriði í innanhússhönnun - stóll í bóhemstíl er tilvalinn í bjart leshorn og fallegur Chesterfield sófi skapar notalegt andrúmsloft fyrir framan arininn.

Ef þinn smekkur kemur úr öllum áttum þá getur komið vel út að velja stól í andstæðum stíl við núverandi innréttingar. Hægindastólar í iðnaðarstíl geta passað frábærlega vel með innréttingum í hlýlegum sveitastíl og fiðrildastólar setja rómantískan blæ á rýmið.

Hvernig á hægindastóllinn að vera á litinn?

Þegar þú ert með tilgang, lögun og efnivið stólsins á hreinu þá þarf að huga að litnum! Sterkur litur gerir stólinn að miðpunkti rýmisins en hlutlaus litur fellur vel við rýmið.

Ef þú vilt að athyglin dragist að stólnum þá eru hér nokkur ráð um litaval. Skoðaðu rýmið, lýsinguna og gólfefnið. Bjart rými ber skæra liti vel og þar gæti komið vel út að para stólinn við viðarborð eða láta hann standa við vegg í hlutlausum lit. Hægindastóll í hlýjum lit virkar betur í litlu rými þar sem léttari tónar hjálpa til við að opna það. Þú gætir síðan bætt við minni húsmunum í áberandi litum og mynstrum sem fá rýmið til að skína.

 

Bólstraðir hægindastólar

Við val á nýjum hægindastól er mikilvægt að efniviður stólsins henti heimilinu.

  • Ef þú átt gæludýr þá skaltu velja efni sem auðvelt er að þrífa.
  • Ef börn eru á heimilinu þá er slitsterkt áklæði málið sem hægt er að taka af og þvo
  • Leður er afar glæsilegt val. Fallegt útlit hágæðaleðurs endist í áraraðir.

Hugsaðu um það hvernig stóllinn verður notaður. Aðrir möguleikar þegar kemur að áklæði eru t.d. áferðarmýkri textílefni á borð við hör eða pólýester. Á nýi hægindastóllinn að vera stjarna stofunnar? Veldu þá stól með áklæði úr flaueli eða ull.

Undirstaða stólsins (eða fætur) hefur líka áhrif á útlitið. Þótt valkostirnir séu nánast ótakmarkaðir þá skaltu íhuga hvernig hinn fullkomni hægindastóll í þínum huga er samsettur. Viðarbotnplata gefur fágaðan svip, á meðan málmplata er nútímalegri í útliti. Þykkir fætur geta verið sjarmerandi, en ef plássið er af skornum skammti þá skaltu velja mjórri fætur í bóhemlegum eða skandinavískum stíl.

 

Stílfæring hægindastólsins

Réttur hægindastóll er bara byrjunin á kósíheitunum. Stílfæringin setur punktinn yfir i-ið. Settu nett hliðarborð eða sófaborð við hlið stólsins. Það er ekki bara praktískt heldur dregur það einnig athyglina að þeim kima sem stóllinn er í.

Fáðu meiri dýpt í rýmið með því að leika þér með áferðir. Leyfðu sköpunargáfunni að ráða ríkjum og hentu teppi eða púða í andstæðum litum á stólinn. Veldu bóhemleg mynstur, rúmfræðileg form eða teppi úr ull fyrir aukin notalegheit.

Ef rýmið er nógu stórt þá er upplagt að setja gólflampa við stólinn. Lýsingin eykur notkunarmöguleika stólsins og gerir svæðið hlýlegt.

Þegar leitað er að hinum fullkomna stól þá snýst valið oft um það hvort stóllinn eigi að passa við sófann. Mismunandi áferðir og efniviðir gefa herberginu meiri dýpt og því skaltu gera tilraunir með hluti sem passa ekki endilega saman á pappír. Ef sófinn er í hlutlausum tónum þá má t.d. velja stól með líflegu mynstri til þess að skapa andstæður. Skemmtu þér við að velja efnið. Gott er að hafa í huga að þegar mörgum mismunandi stílum og efnum er blandað saman þá er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir heildarmyndina.

Úrvalið af hægindastólum fyrir stofuna er afar fjölbreytt og því getur oft virkað yfirþyrmandi að finna hinn eina rétta. Fylgdu ráðum okkar um hvernig þú velur rétta hægindastólinn og gerir bestu kaupin. Við bjóðum þér einnig að skoða úrvalið okkar af hægindastólum hér að neðan í von um að þú finnir nýja stólinn þinn.