ÖRYGGISUPPLÝSINGAR • Notaðu eingöngu sögunarbúkkann á sléttu, traustu og láréttu yfirborði til að tryggja örugga fótfestu. Annars er hætta á að hann halli. • Fylgja skal öryggisleiðbeiningum frá framleiðanda. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt þá getur það skaðað notandann eða aðra. • Aðeins skal nota vélar sem uppfylla gildandi reglur. • Taktu rafmagnskeðjusögina alltaf úr sambandi við rafmagn við eftirfarandi aðstæður: - áður en viðhaldsvinna fer fram og - þegar hún er ekki í notkun • Athugaðu virknisgetu og rétta samsetningu (t.d. skrúfaðar tengingar) sögunarbúkkans, véla og verkfæra í hvert skipti sem þú byrjar að vinna. • Aldrei má vinna með skemmdum eða bitlausum verkfærum. • Festu viðinn með útfallsvörninni áður en þú byrjar að saga. Þú ættir ekki undir neinum kringumstæðum að vinna án þess að festa útfallsvörnina fyrst! • Gakktu úr skugga um að vélin sé með örugga fótfestu. • Notaðu vélarnar aðeins í tilætluðum tilgangi. • Ekki gera neinar tæknilegar breytingar á sögunarbúkkanum. Fjarlægðu aldrei fyrirliggjandi hlífðarbúnað. • Gakktu úr skugga um að fatnaðurinn sé nálægt líkamanum og að hann hangi ekki lauslega (sérstaklega í ermum o.s.frv.) til að koma í veg fyrir slys. • Notaðu alltaf hlífðarbúnað (viðurkenndan hjálm, hlífðargleraugu, eyrnahlífar, (skógræktar)hanska, fatnað og skó). • Teygðu þig aldrei inn í vélarnar þegar þær eru í notkun. • Haltu börnum fjarri vinnusvæðinu og geymdu vélar og verkfæri á öruggum stað þar sem börn ná ekki til. • Leyfðu aldrei óreyndum einstaklingum að vinna með tækin og tólin þín án kennslu eða eftirlits. • Þegar þú sagar skaltu alltaf halda nægilegri fjarlægð milli keðjusagastikunnar og stálhluta sögunarbúkkans. • Sjáðu til þess að vinna alltaf á kerfisbundinn og einbeittan hátt. • Tréþilin tvö þjóna þeim tilgangi að koma stöðugleika á sögunarbúkkann og koma í veg fyrir að keðjusögin komist í snertingu við jörðina. Ef sögunarbúkkinn verður óstöðugur við vinnu þar sem tréþilin eru skemmd af skurðum o.s.frv. þá skaltu skipta honum út fyrir upprunalega wolfcraft ® varahluti. • Notaðu aðeins upprunalega wolfcraft® varahluti þar sem ábyrgðin er að öðru leyti ógild. • wolfcraft® mælir með því að brettin séu meðhöndluð árlega með viðeigandi viðarvörn til að vernda viðinn. • Brjóttu sögunarbúkkinn saman og geymdu hann á stað þar sem hann er varinn gegn regni, raka og útfjólublárri geislun. • Gakktu úr skugga um að viðarplötur sögunarbúkkans séu rétt festar í slöngurnar. • Ekki nota sögunarbúkkann sem þrep, stiga eða stuðning. • VARÚÐ: Keðjusögin verður að vera að minnsta kosti 33 cm löng. • VARÚÐ: Passaðu þig alltaf á fallandi viðarbútum. Haltu nægilegri fjarlægð til að koma í veg fyrir meiðsli. Ábyrgðaryfirlýsing Kæri heimasmíðaáhugapési, Þú hefur keypt fyrsta flokks wolfcraft tæki sem við erum viss um að þú eigir eftir að fá gleði af að nota. wolfcraft tæki eru byggð eftir ströngum tæknilegum stöðlum og þá ganga alltaf í gegnum mikla þróun og prófanir áður en þau yfirgefa verksmiðjuna. Stöðugt eftirlit og reglulegar prófanir meðan á framleiðslu stendur tryggir mikil gæði. Traust tækniþróun og áreiðanleg gæðatrygging veitir þér vissu fyrir því að þú hafir tekið rétta kaupákvörðun. Fyrir þessa wolfcraft vöru veitum við þér 10 ára ábyrgð frá kaupdegi, að því tilskildu að tækið sé eingöngu notað í heimasmíðatilgangi. Þessi ábyrgð nær aðeins til skemmda á hlutnum sem var keyptur og aðeins til skemmda sem rekja má til efnis- eða framleiðslugalla. Þessi ábyrgð nær ekki til galla eða skemmda sem rekja má til rangrar notkunar eða ófullnægjandi viðhalds tækisins. Þar að au