Hvernig þú velur rétta útigrillið fyrir heimilið
Þegar hlýna fer í veðri langar okkur oft að verja meiri tíma útivið. Þá er tilvalið að safna vinum og vandamönnum saman í grillveislu. Útigrill er miðpunktur borðhaldsins á útisvæðinu og því er mikilvægt að þú veljir grill sem þú getur treyst á í áraraðir.
Áreiðanlegt og vel hannað grill bragðbætir matinn og gerir þér kleift að færa eldhúsið út í garð. Úrvalið af útigrillum er þó gríðarlega mikið og því getur reynst snúið að velja rétta grillið án þess að það taki óralangan tíma.
Ef þú ert í leit að grilli en veist ekki hvar þú átt að byrja, þá erum við þér innan handar. Í þessum einföldu leiðbeiningum skoðum við ferlið í þaula svo að valið á útigrilli verði þér sem auðveldast.
Hvaða tegundir af útigrillum eru til?
Fjárfesting í rétta útigrillinu er besta leiðin til að gera útisvæðið sem skemmtilegast. Það er engin ein tegund betri en önnur, en mismunandi grill hafa þó öll sína kosti og galla, allt eftir því hvernig þú ætlar þér að nota grillið. Flest útigrill eru með hjólum til að auðvelda tilfærslu í garðinum eða jafnvel á milli staða. Eftirfarandi eru helstu tegundir grilla, allt eftir eldsneyti.
Kolagrill
Kolagrill er besti kosturinn ef þú vilt að kjötið fái á sig þetta náttúrulega reykbragð. Þessi tegund grilla tekur lengri tíma að hitna miðað við gasgrill, en þau ná þó hærri hita - sem er frábært þegar þú grillar. Því hærra sem hitastigið er og því meiri reykur sem myndast, því betur eldast svínakjöt, nautakjöt eða kjúklingur. En þú getur auðvitað líka alltaf eldað grænmeti, pylsur og fisk á grillinu.
Annað sem þarf að hafa í huga með kolagrill er að ekki er hægt að stilla hitann á þeim. Einnig tekur lengri tíma að þrífa þau, en margir standa þó fast við að bragðið sé algjörlega þess virði.
Gasgrill
Þessi tegund grilla gengur fyrir jarðgasi eða própangasi. Própangrill eru vinsælli en gasgrill þar sem þau eru ódýrari og þar að auki færanleg - svo hitna þau einnig hraðar upp. Þó er líklegast betra fyrir þig að nota jarðgas ef þú ert með jarðgasleiðslu heima hjá þér þar sem það sparar kostnað. Helsti kosturinn við að vera með gasgrill er að það er hreinna, auðveldara í notkun og hitnar hraðar upp miðað við kolagrill. Gasgrill gefa þar að auki ekki frá sér mikinn reyk og þau eru því tilvalin fyrir pylsur, ávexti, grænmeti og viðurfé.
Rafmagnsgrill
Rafmagnsgrill nota ekki gas en eru í staðinn með snúru sem þú getur tengt við rafmagn. Þessi tegund grilla er frábær á svæði þar sem kolagrill og gasgrill eru ekki leyfileg. Þetta þýðir þó að maturinn fær ekki á sig þetta frábæra reykbragð. Rafmagnsgrill voru lengi vel með óorð á sér, en þetta hefur verið að breytast smám saman. Þessi tegund grilla er tilvalin fyrir fólk sem grillar bara stöku sinnum. Grillin geta orðið mjög heit.
Kamadó grill
Einkenni Kamadó grilla er egglaga hönnunin. Þau er fjölhæfari en kolagrill, þar sem þú getur reykt, steikt og grillað á því. Grillin eru yfirleitt gerð úr leir, sem heldur hitanum vel og eldar matinn jafnt. Kamadó grill nota kol og eru með loftopi sem gerir þér kleift að hafa góða stjórn á hitanum. Þetta tryggir einnig jafna eldun. Flest grillin eru með grillristum á tveimur hæðum og þú getur því eldað meira magn af mat samtímis.
Reykgrill
Þótt einnig sé hægt að nota kolagrill til að reykja mat, þá er sérstakt reykgrill alltaf að fara að vinna í bragðkeppni þegar kemur að rifum, svínakjöti, laxi eða beikoni. Grilláhugafólk sem vill gefa steikinni þetta klassíska reykbragð veit ósköp vel að það er auðveldast að ná þessu fram með reykgrilli. Þú getur einnig reykt hliðarrétti á borð við grænmeti og osta með reykgrilli. Sum grill eru með stjórnunarbúnaði sem hægt er að stilla fyrir nákvæma reykingu, á meðan önnur krefjast þess að fylgst sé með grillinu. Oft er talað um þetta sé hin eina sanna leið til að reykja mat.
Úr hvaða efni ætti útigrillið að vera?
Flest útigrill eru gerð úr málmi og þar á meðal eru grill sem ganga fyrir rafmagni, gasi og kolum. Þetta gildir líka um reykgrill. Þetta er af því að málmur höndlar hærra hitastig og álagsmikið umhverfi við eldun. Venjulegar gerðir af grillum eru oft dufthúðaðar og mattmálaðar í svörtum lit til að koma í veg fyrir ryð, á meðan aðrar gerðir eru úr ryðfríu stáli. Hágæðagrill eru yfirleitt gerð úr fyrsta flokks ryðfríu stáli sem er auðvelt í þrifum.
Einn af mikilvægustu þáttunum við kaup á grilli er að hafa smíði grillsins í huga. Taktu eftir því hvernig yfirbygging grillsins er gerð. Hún ætti að vera úr stáli og logsoðin saman á fagmannlegan hátt. Hér að neðan skoðum við nokkur efni sem þú getur valið fyrir útigrillið þitt.
Steypujárn
Steypujárn er vinsælasti efniviðurinn þegar kemur að grillum. Það er góður hitaleiðir og heldur einnig hitanum í lengri tíma, sem þýðir að þú þarft ekki alltaf að vera að hita grillið meira og meira. Efniviðurinn er þar að auki sterkur og endist vel. Þú færð sígildu grillrendurnar á matinn með steypujárnsgrilli.
Ryðfrítt stál
Stærsti kosturinn við grill úr ryðfríu stáli er að þau ryðga ekki. Þetta þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vatn komist í snertingu við grillið þegar þú þrífur það eða þegar þú gleymir því úti. Ryðfrítt stál er þar að auki slitsterkara en mörg efni og það er því afar endingargóður kostur. Það er einnig auðvelt í þrifum og viðhaldi.
Glerungur
Þú getur eldað hvað sem er á stálrist húðaðri með glerungi. Glerungur er yfirleitt verndarlag af gleri sem er notað til að vernda málm gegn ryði. Hann gefur því aukalag af vernd gegn tæringu og mislitun við hátt hitastig. Hann er þar að auki afar auðveldur í þrifum. Þú þarft þó að fara varlega með að nota ekki skarpa hluti á efnið.
Króm
Krómuð stálgrind er annar frábær kostur. Króm er nokkuð ódýrara en önnur efni. Lag af krómi verndar málminn gegn ryði. Þú getur því rólega þrifið grillið þitt án þess að þurfa að hræðast tæringu.
Val á stærð grillsins og eldunarflatarins
Stærð útigrillsins er annar mikilvægur þáttur sem vert er að hafa í huga. Þú þarft að tryggja að að grillið sé með nógu stórum eldunarfleti fyrir máltíðirnar sem þú vilt elda. Grillið þarf einnig að vera fjölhæft svo að þú getir bætt fleiri matvælum við. Spáðu aðeins í hversu marga brennara þú þarft. Kauptu grill með að minnsta kosti einum brennara fleiri en þú telur þig þurfa. Hér eru nokkur ráð varðandi val á réttri stærð.
Stærðin á brennurunum
Fyrsta skrefið er að skoða stærðina á brennurunum. Þetta hjálpar þér að ákvarða hvort brennararnir séu nógu stórir fyrir eldunarflötinn. Þú ættir líka að taka fjölda brennaranna með í reikninginn.
Athugaðu hámarkshitann
Gott útigrill ætti að þola 316°C hámarkshita.
Hafðu auga með aukahlutum til að festa á hliðarbrennara
Þetta er fyrir einstaklinga sem finnst gaman að elda marga hluti á sama tíma. Þú getur sérsniðið útigrillið að þínum þörfum.
Taktu eftir því úr hverju ristin er
Eldunarristir úr stáli eru slitsterkar og flagna hvorki né skekkjast auðveldlega. Stálristir úr glerungi eru ennþá betri þar sem glerungurinn verndar efnið og auðveldar þrif. Steypujárnsristir er þó langbestar, þar sem þær hitna jafnt og elda matinn ákaflega vel.
Ráð varðandi viðhald á grillinu
Ef þetta er fyrsta grillið þitt þá er skiljanlegt ef þér finnst erfitt að finna út úr því hvernig þú átt að þrífa það. Góðu fréttirnar eru þó þær að þrif á grillinu krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Það skiptir ekki máli hvernig grill þú átt - grillið þarfnast þrifa að hluta til í hvert skipti sem þú notar það og stórþrifa að minnsta kosti einu sinni á ári. Hér eru nokkur góð ráð sem hjálpa þér að halda grillinu í toppstandi.
-
Þrífðu ristirnar
Ristirnar komast í snertingu við matinn þinn í hvert skipti sem þú grillar. Þrífðu grillið reglulega til að koma í veg fyrir að bakteríur, fita og annað rusl safnist upp á ristinni. Notaðu stálbursta fyrir grill til að þrífa ristirnar. Taktu ristirnar úr og skrúbbaðu þær að neðan ef þú hefur kost á því.
-
Þrífðu brennarahlífarnar
Eins og nafnið gefur til kynna þá vernda brennarahlífarnar brennarann gegn leifum og fitu. Hlífarnar safna því á sig miklum óhreinindum, en óhrein hlíf getur komið í veg fyrir að brennarinn virki eins og hann á að gera og jafnvel valdið því að bakteríur færist yfir á matinn þinn. Besta leiðin til að þrífa brennarahlíf er að taka hana af grillinu og þrífa hana í fötu með sápuvatni.
-
Þrífðu óhreinindi og leifar af botninum
Þú þarft líka að þrífa botninn, þar sem fita og leifar geta safnast saman þar. Þetta hefur vissulega ekki áhrif á matinn þinn, en þetta getur þó stíflað grillið. Þú þarft því að þrífa undirbakkann með öskunni oft á hverju sumri.
-
Þrífðu ytra byrði grillsins
Ef þú vilt vera með hreinasta grillið í hverfinu þá þarftu að þrífa það að utan. Góðu fréttirnar eru þær að það er ekkert tæknilegt við þessi þrif. Það eina sem þú þarft er klútur, sápudiskur og vatn. Mundu að renna blautum klút yfir grillið eftirá til að ganga úr skugga um að þú hafir náð allri sápuskán sem gæti ryðgað eða skilið eftir sig bletti.
Verslaðu útigrill hjá vidaXL
Ertu í leit að rétta útigrillinu? Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af fyrsta flokks útigrillum sem mæta þörfum hvers og eins. Grillin fást í ýmsum efnum og stærðum og þau ganga fyrir allskyns eldsneyti sem hentar þörfum allra. Jafnvel vandlátustu kaupendur ættu að geta fundið rétta grillið í úrvalinu okkar.