Finndu rétta ljósabúnaðinn fyrir heimilið þitt
Frábær ljósabúnaður veitir góða og notalega lýsingu í rýminu. Hann birtir upp á eignina og gefur henni hlýjan ljóma. Það kemur kannski á óvart að margir spá lítið í ljós og lampa. Fólk tekur yfirleitt aðeins eftir lýsingunni ef hún er mjög vel úthugsuð og sett upp á fallegan hátt.
Hægt er að hafa ljósabúnaðinn áberandi í mörgum mismunandi stílbrigðum eða sem sett í svipuðum stíl. En hvernig finnurðu ljósabúnað sem hentar eigninni þinni? Úrvalið af ljósabúnaði er mikið og stórt og því getur reynst snúið að velja réttu lýsinguna. Oft þarf að skoða hundruðir valkosta til að finna rétta stílinn.
En við erum sem betur fer hér til að aðstoða þig. Hvort sem þú ert í miðri endurnýjun eða langar einfaldlega til að skipta út óspennandi ljósabúnaði, þá munu þessar leiðbeiningar hjálpa þér að finna rétta ljósabúnaðinn fyrir heimilið þitt.
Tegundir ljósabúnaðar
Nokkrar mismunandi tegundir af ljósabúnaði eru í boði. Valið ætti að mestu að fara eftir notkun og lausu plássi.
Loftljós
Þessi tegund ljósabúnaðar er oft notuð fyrir almenna lýsingu og hún hentar best þegar lágt er til lofts. Helsti kosturinn við loftljós er að þau gefa frá sér birtu sem dreifist jafnt.
Veggljós
Veggfestur ljósabúnaður fæst í mismunandi gerðum og hönnunum. Hann er oft notaður á margvíslegan hátt, eins og t.d. til að lýsa leið í hringlaga rými, sem lestrarljós í svefnherbergi eða stofu, eða sem almenn lýsing.
Hengiljós
Þessi tegund ljósabúnaðar er tilvalin fyrir almenna lýsingu eða vinnulýsingu. Eins og nafnið gefur til kynna er ljósabúnaðurinn tilvalinn fyrir herbergi með mikilli lofthæð. Einnig er hægt að nota hann sem áberandi lýsingu fyrir móttökusvæði í stórum byggingum. Gott dæmi um hengiljós er hengilampi.
Niðurljós
Niðurljós eru oft innfelld í loftið og þau beina því ljósinu í þá átt sem þú vilt. Þú finnur einnig módel sem hægt er að festa á yfirborð loftsins. Þessi ljós eru yfirleitt sett upp mörg saman og hægt er að nota þau fyrir almenna lýsingu eða skrautlýsingu.
Hvaða efni ættirðu að velja fyrir ljósabúnaðinn þinn?
Mikilvægt er að velja rétta efniviðinn fyrir ljósabúnaðinn. Tíska og smekkur eru afar breytanleg og því er mikilvægt að þú kaupir ljósabúnað sem er tímalaus. Hér að neðan skoðum við þau efni sem hægt er að velja fyrir ljósabúnað.
Gler
Gler er hugsanlega eitt besta og algengasta efnið fyrir ljósabúnað og það gefur frá sér íburðarmikinn blæ. Þú finnur ljósabúnað úr gleri í mismunandi formum, þar á meðal gegnsæjum eða ógegnsæjum, sléttum eða með áferð, glærum eða lituðum. Auk þess er auðvelt að þrífa glerið og það gefur frá sér fallegan útbreiddan ljóma.
Ál
Ál er frábært fyrir ljósabúnað bæði innan- og utandyra og það er létt, ryðþolið og auðvelt er að mála það eða dufthúða. Það leiðir einnig hita vel, sem þýðir að það er tilvalið til að draga hita úr LED-ljósum og halda búnaðinum við hæfilegt hitastig. Þessi eiginleiki gerir ál einnig að frábærum kosti fyrir ljósabúnað með miklu útafli.
Akrýl
Akrýl er ódýrt efni og það fær því yfirleitt ekki það lof sem það á skilið. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að akrýl er eitt besta efnið fyrir ljósabúnað. Það er endingargott og létt, sem gerir það að mun betri ljósdreifara en gler. Mýkt og mótanleiki akrýls gerir það að frábæru efni fyrir ljósabúnað á flestum heimilum. Akrýl rispast auk þess ekki auðveldlega.
Kristall
Klassískur og tímalaus ljósabúnaður úr kristal fer aldrei úr tísku. Kristall eru fjölhæfur þar sem hægt er að nota hann með allskyns hönnunum í hefðbundnum, nútímalegum eða retrólegum stíl. Ávallt er hægt að finna leið til að láta kristal virka á heimilinu. Við stöndum vissulega og föllum með ofangreindri yfirlýsingu um að kristall virki vel í hvaða rými sem er, en þó verður að nefna að náttúrulegur ljóminn frá kristalnum gerir hann að fullkomnum kosti fyrir afþreyingarrými. Kristall gefur einnig frábæra lýsingu þar sem hann endurkastar ljósi. Þetta skýrir hvers vegna kristalsljósakrónur eru algengar á matsölustöðum.
Hvernig hægt er að setja eigin stíl á ljósabúnað
Endalausar leiðir eru til að lýsa upp rými. Mikilvægt er að þú áttir þig á því hvernig þú getur blandað mismunandi ljósum svo að heildarútlit rýmisins virki. Hér eru nokkur ráð varðandi stílbrigði.
-
Þú getur gert ljósabúnað að miðpunkti rýmisins. Þetta getur verið einstakur lampi eða ljósakróna. Einnig er hægt að nota lýsingu til að vekja athygli á ákveðnum hlutum eins og listaverki eða arinhillu.
-
Ef borðstofan og stofan eru eitt stórt rými þá er mikilvægt að þú veljir ljósabúnað í báðar stofurnar sem virkar vel saman. Öll ljós þurfa þó ekki endilega að vera eins. Þú getur valið lýsingu með sameiginlegum þætti og notað í bæði rýmin.
-
Þú getur blandað saman að minnsta kosti tveimur áferðum, en þó aldrei fleiri en fjórum. Þó verður að segjast að það getur verið erfitt að ná þessu réttu ef þú hefur litla reynslu af ljósum. Áður en þú kaupir ljósabúnað skaltu skoða tímarit eða sýningarsali og reyna að sjá hvernig ljósin koma út í alvöru aðstæðum.
Skoðaðu úrvalið okkar til að finna rétta ljósabúnaðinn fyrir eignina þína