Ertu í leit að rétta loftljósinu?
Á hvaða hátt getur einfaldur hluti eins og loftljósabúnaður skipt meginmáli í rýminu? Ef lýsingin er notuð á réttan hátt þá getur hún stækkað rýmið, lagt áherslu á tiltekin svæði og haft áhrif á stemninguna. Val á loftljósabúnaði er auðveldasta leiðin til að gera heimilið bjartara og skapa hlýju og pláss.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á allskyns loftljósabúnað - allt frá ljósakrónum og kastljósum til hengilampa.
Tegundir loftljósa
Margs konar ljósabúnaður er í boði sem hentar allskyns hönnunum og stílum, hvort sem það er heimavið eða í viðskiptahúsnæði. Þú getur valið á milli eftirfarandi tegunda, allt eftir smekk:
-
Umhverfislýsing
-
Ljósakrónur
-
Hengilampar
-
Kastljós
Umhverfislýsing
Ef þig langar til að lýsa allt herbergið upp þá er umhverfislýsing málið. Rétt staðsetning ljósabúnaðarins er nóg til að skapa notalega birtu í öllu rýminu. Vel staðsettir vegglampar eru bæði hagnýtir og flottir. Þeir eru frábærir fyrir almenna lýsingu í rýminu en einnig til að lýsa upp sérstakan stað í rými sem erfitt er að lýsa upp á annan hátt.
Ljósakrónur
Ljósakrónur eru tímalausar og þekktar fyrir að gefa rýminu skrautlegt yfirbragð. Þær henta hins vegar ekki í öll rými, þá sérstaklega ef lágt er til lofts.
Ef þú vilt setja upp ljósakrónu á heimilinu þá er mikilvægt að hún henti akkúrat rýminu þínu. Ef hátt er til lofts á heimilinu þá er um að gera að nýta sér það! Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á ýmsar stærðir og hannanir.
Hengilampar
Oftast sjást hengilampar hangandi yfir eldhúseyjum, borðum, sófum eða jafnvel skrifborðum, en þú getur einnig notað hengiljós á ganginum ef þú vilt hafa ljós sem grípur augað. Hengilampi er þar að auki tilvalinn ef þig langar til að skapa notalega og rómantíska stemningu í svefnherberginu.
Kastljós
Ef þú vilt að ljósin beinist í ákveðna átt þá eru kastljós tilvalin. Settu ljósin á þann stað sem þú vilt beina athyglinni að. Þetta gæti verið listaverk, borð eða jafnvel náttborð. Hér hjá vidaXL finnurðu ýmsa valkosti, þar á meðal umhverfisvæna.
Loftljósabúnaður fyrir öll herbergi
Þú þarft að sjálfsögðu ekki að velja sömu tegund eða stíl loftljósa fyrir öll herbergin á heimilinu, en við mælum með því að þau passi að minnsta kosti saman að einhverju leyti.
Loftljós henta afar vel í stofu, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi eða heimaskrifstofu. Þú gætir jafnvel sett upp loftljós í geymslunni ef möguleiki er á því.
Loftljósabúnaðurinn getur vel orðið miðpunkturinn í hvaða herbergi sem er eða jafnvel undirstrikað annan miðpunkt í rýminu. Þú getur haft þetta alveg nákvæmlega eins og þú vilt.
Loftljósabúnaður - Leiðbeiningar fyrir kaupendur
Þú skiptir ekki oft um ljósabúnað og því ættirðu að gefa þér góðan tíma til að velja réttu ljósin. Hér eru nokkrir þættir sem gott er að hafa í huga:
Mál
Til að byrja með þarftu að mæla hæð, lengd og breidd rýmisins. Það hjálpar þér að velja réttu stærð loftsljóss. Ef þig langar til að kaupa ljósabúnað sem hangir lágt niður þá skaltu tryggja að fólk geti gengið örugglega undir honum.
Efniviður
Þú getur valið úr ýmsum efnum, hvort sem það er málmur, stál, postulín eða kristall. Þú getur haft mismunandi áferðir og efnivið svo lengi sem þú blandar ekki allt of mikið. Skoðaðu möguleikana og kynntu þér hvaða ljós fara vel saman.
Vörumerki og verð
Verðflokkur er eitthvað sem þú ættir einnig að hafa í huga áður en þú velur loftljósið. Allskyns vörumerki eru í boði hjá vidaXL, þ.á.m. EGLO, Ranex og SmartWares. Þú finnur allskyns ljós í mismunandi verðflokkum.
Tegund perustæðis og aflgjafa
Annað sem þarf að hafa í huga er hvaða tegund perustæðis og aflgjafa þú kýst, þá sérstaklega þar sem vidaXL býður upp á síunarmöguleika við leit sem gæti nýst þér vel. Ef þú ert í leit að nútímalegum LED-loftljósum þá þarftu ekki að leita víðar - hér hjá vidaXL bjóðum við upp á hengiljós með innbyggðum LED-ljósum.
Stíll innréttinga
Þú getur leyft sköpunargáfunni að ráða ríkjum hvað varðar innanhússhönnun. Veldu stíl sem hentar þér, hvort sem hönnunin er iðnaðarleg, skandinavísk eða nútímaleg.
Rétta loftljósið er aðeins nokkra smelli í burtu. Gangi þér vel að velja rétta ljósið!