Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Fjárfesting í góðum hjólahlutum gerir þér auðveldara fyrir að tryggja eigið öryggi og öryggi hjólsins í umferðinni. Hlutirnir geta einnig gert hjólið skilvirkara og þægilegra og gert þér kleift að fylgjast með eigin heilsuhreysti. Reiðhjólahlutir geta verið afar mismunandi fyrir hverja hjólreiðamanneskju. Þeir geta verið stílhreinir, skemmtilegir, hagnýtir eða blanda af öllu þrennu.
Því skiptir ekki máli hvort þú sért að spá í að gera hjólið öruggara eða einfaldlega persónulegra - aukahlutir fyrir hjólið eru málið. Þá skiptir einnig litlu máli hversu oft þú notar hjólið þitt; aukahlutir eru tilvaldir fyrir unga sem aldna. Ef þú ert í leit að fylgihlutum fyrir hjólið þitt en þú veist ekki hvar þú átt að byrja, þá ættu þessar leiðbeiningar að auðvelda þér valið.
Reiðhjólahlutir fást af ýmsum toga. Sumir eru algjörlega nauðsynlegir, á meðan aðrir gera hjólreiðatúrinn einfaldlega skemmtilegri. Þó getur reynst flókið fyrir flest hjólreiðafólk, og þá sérstaklega byrjendur, að átta sig á því hvaða fylgihlutir eru mikilvægastir. Sumum fylgihlutum má t.d. auðveldlega sleppa. Hér að neðan skoðum við fylgihluti sem allt hjólreiðafólk ætti að eiga og við byrjum á hlutum sem eru ómissandi.
Reiðhjólahjálmur er mikilvægasti fylgihlutur hjólreiðamanneskjunnar. Allt hjólreiðafólk ætti í rauninni að vera skyldugt til að nota hjálm, þar sem hjálmurinn verndar höfuðið á þér ef þú lendir í óhappi. Ávallt er mælt með því að hjálmur sé notaður við hjólreiðar, jafnvel þótt það sé ekki skylda samkvæmt lögum. Við kaup á hjálmi þarftu að hafa öryggisatriðin í huga og hvernig hjálmurinn passar. Rétti hjálmurinn er þéttur á höfðinu, með engum bilum á milli hjálmsins og höfuðsins.
Þú þarft líka rétta hjólreiðafatnaðinn. Klæðnaður sem er vel sýnilegur eða með endurskini er ómissandi, sérstaklega ef þú hjólar í mikilli traffík eða í aðstæðum þar sem útsýni er lélegt (t.d. í rigningu, á nóttunni eða við dögun). Bjartir litir eða litir með endurskini á borð við gulan og appelsínugulan auka líkurnar á því að annað fólk í umferðinni sjái þig. Gríðarmikið úrval er af fatnaði fyrir hjólreiðafólk. Þótt þú þurfir auðvitað ekki allan búnaðinn sem er í boði, þá er sérstakur bolur eða skyrta með vösum fyrir síma, mat og aðra hluti afar góð hugmynd. Efnið þarf þó fyrst og fremst að anda vel.
Hjólastuldur er því miður enn nokkuð algengur. Góður hjólalás heldur hjólinu þínu öryggi þegar þú þarft að stökkva af hjólinu til að stússast. Fjórar megintegundir af hjólalásum fyrirfinnast: U-lásar (eða D-lásar), keðjulásar, kapallásar og beygjulásar. U-lásar eru algengasta tegundin, þar sem fyrirferðarmikill lásinn er hannaður til að standast meitla, hamra og önnur tól. Lásinn er eins og skeifa í laginu og því getur reynst erfitt fyrir þjófa að troða kúbeini á milli til að brjóta lásinn.
Mikilvægt er að hjólreiðafólk sé alltaf með einfalt viðgerðarsett á sér þegar haldið er í hjólatúr. Settið inniheldur tól sem gera þér auðveldara fyrir ef dekk springur eða ef þú þarft að laga smávægilega hluti á hjólinu. Hægt er að hafa settið í poka og festa pokann við sætið eða svo gott sem hvar sem er á grind hjólsins. Þú gætir mjög líklega átt önnur tól heimavið sem henta vel fyrir viðgerðir, en viðgerðarsett er það sem þú þarft þegar þú ert úti að hjóla.
Það veltur auðvitað algjörlega á þér hvaða fylgihluti þú vilt eiga, en það er þó góð hugmynd að byrja á mikilvægustu hlutunum og bæta svo í safnið smátt og smátt. Eftirfarandi eru nokkrir aukahlutir sem þú gætir kunnað að meta í hjólreiðatúrnum.
Ef þú stundar kappreiðar þá er sniðugt að bæta fylgihlutum við hjólið sem geta mælt árangur og jafnframt hjálpað þér að bæta hann. Hlutirnir fara algjörlega eftir því hvaða markmið þú ert með. Hjólatölvur eru algengasti aukahluturinn fyrir fólk sem vill bæta árangurinn. Þú getur líka valið að vera með hjartasírita sem mælir hjartsláttinn þinn og fylgist með honum.
Flestir aukahlutir fyrir hjól eru hannaðir með þægindin í huga. Þessir hlutir gera þér kleift að halda árangrinum góðum, jafnvel í löngum og erfiðum túrum. Þeir gera þér einnig auðveldara fyrir að bera allt sem þú þarft að bera og svo verður vökvaburður mun auðveldari. Bögglaberapokar eru tilvaldir fyrir dótið þitt í stað þess að vera með alla hlutina í bakpoka. Þú gætir einnig fest körfu á bögglaberinn þegar þú vilt kíkja í búð og þarft að bera poka eða jafnvel gæludýr. Karfa er einnig tilvalin fyrir nemendur sem þurfa að burðast með bækur eða föt í skólann eða ræktina. Suma af aukahlutunum er auðvelt að taka af og festa á aftur, á meðan aðrir eru kyrfilega fastir á hjólinu.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af fyrsta flokkst hjólreiðahlutum frá mismunandi vörumerkjum. Allir fylgihlutirnir okkar fyrir hjól eru gerðir úr hágæðaefnum til að tryggja öryggi öllum stundum. Það skiptir ekki máli hvort þú hjólir á hverjum degi eða einfaldlega endrum og eins - við bjóðum upp á bestu aukahlutina fyrir þig sem gera hjólreiðatúrinn mun þægilegri, öruggari og skemmtilegri.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.