Verndaðu inni- eða útisvæðið með flugnaneti
Ef þú hugsar með þér í hvert skipti sem þú heyrir í mýflugu að þú vildir að þú ættir flugnanet, þá ertu svo sannarlega á réttum stað.
Hefurðu gaman að útivist eða sefurðu hreinlega bara ekki það djúpt? Hvort sem þér finnst gaman í útilegum eða elskar að sofa með opna glugga án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að lúsmý laumist inn, þá býður vidaXL upp á mikið úrval flugnaneta bæði til innan- og utandyranota.
Er ákveðið vörumerki sem þú hefur sérstakan áhuga á hvað varðar flugnanet? Við bjóðum upp á vörumerki á borð við Deryan, Travelsafe, Nature og Bo-Camp, auk okkar eigins merkis: vidaXL. Það er enginn skortur á litavali, efnisvali og verðflokkum.
Það eina sem þú þarft að gera er að velja net sem hentar þér. Þú getur notað síumöguleikann á leitarsíðunni okkar til að auðvelda leitina!
Tegundir flugnaneta sem vidaXL býður upp á
Þú finnur öll flugnanet sem hugurinn girnist hjá vidaXL, hvort sem það er sígilt glugganet, segulmagnaður hurðanetsskjár, netatjald fyrir krakka eða pop-up flugnanet. Öll flugnanetin okkar eru með þeim áhöldum sem þú þarft til uppsetningar og sumum fylgir jafnvel burðarpoki eða geymslupoki.
Hvort sem þú ert með stakar dyr, franskar dyr eða glerhurðir heimavið - flugnaskjárinn okkar með segulhurð virkar á allskyns dyr.
Flugnanetin okkar fást í mismunandi gerðum og stærðum, hvort sem netið er ferhyrnt, kringlótt, þríhyrningslaga eða jafnvel í fjölhæfum stíl sem þú getur notað á þrjá mismunandi vegu. Við bjóðum upp á net í settum en þú finnur einnig net fyrir einn eða tvo einstaklinga.
Það eru fullt af möguleikum í boði fyrir krakka, þar á meðal flugnanet fyrir ungbarnarúm í mismunandi hönnunum og svefnnetatjöld fyrir smábörn. Netin eru afar hagnýt og börn munu því elska þau. Svo hefurðu auðvitað fullan sýnileika í gegnum netið. Það er frábært bæði heimavið eða í ferðalaginu. Eitt sem þú ættir að hafa í huga er að flugnanetsrúmin okkar fyrir krakka eru með ráðleggingar um aldur og því er mikilvægt að þú lesir vörulýsinguna vandlega.
Rétta flugnanetið: Að hverju er gott að leita
Vissulega getur verið gaman að sökkva sér ofan í rannsóknarvinnu, en við höfum þó gert valið auðveldara fyrir þig með þessum lista yfir þætti sem gott er að huga í leitinni að rétta flugnanetinu:
Tegund
Á vinur þinn flugnanet sem virkar líka sem kringlótt rúmtjald og núna langar þig líka í svoleiðis? Ertu á leið í veiðar og langar þig í flugnanetsrúm? Ertu í leit að sólhatti með fjarlægjanlegu flugnaneti? Eða vantar þig kannski netaskjá á barnarúm krílisins?
Hvað sem því líður þá geturðu treyst á að vidaXL bjóði upp á ofangreindar tegundir neta og ótalmargar aðrar tegundir líka.
Efniviður
Við bjóðum upp á hágæðanet úr efniviðum eins og áli, trefjagleri og efni sem andar. Venjulega er mælt með álneti eða trefjaglersneti fyrir glugga, þar sem auðvelt er að setja þau upp og klippa þau til, og þau henta því allskyns stærðum glugga. Flugnanet fyrir rúm eða tjöld eru að sjálfsögðu úr efni.
Sjálfbærni
Skordýranet og skordýrarúm ættu að vera í hagnýtri og öruggri hönnun og auðvelt ætti að vera að setja þau upp. Ef netið á að fara með í útileguna þá er sniðugt að ganga úr skugga um að það sé létt, fyrirferðarlítið, þægilegt í burði og að auðvelt sé að brjóta það saman fyrir geymslu. Flugnanetin okkar mæta til allrar lukku öllum þessum skilyrðum.
Hvernig þú viðheldur flugnanetinu þínu
Skordýranet eru yfirleitt auðveld í viðhaldi. Til að lengja líftíma flugnanetsins þá mælum við með því að þú þvoir það þegar þess er þörf. Notaðu volgt vatn og sápu eða milt hreinsiefni. Skrúbbaðu það varlega eða notaðu forrit fyrir viðkvæman þvott ef þú vilt þvo netið í þvottavél.
Gott er að nota þvottapoka á flugnanetin í glugganum. Það sama á við um netaskjái á barnarúmum, netatjöld eða skordýraskjái með segulhurðum.
Yfirleitt endast góð flugnanet í nokkur ár en við mælum með því að þú skoðir netið endrum og eins til að tryggja að ekki séu komin göt á það.