Vökvaðu grasflötina og garðinn á þægilegan hátt með hátæknilega úðarakerfinu okkar
Mikilvægt er að þú sért með rétta úðakerfið fyrir garðinn þinn til að tryggja heilbrigða grasflöt og plöntur allt árið um kring. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt garðúðakerfi sem eru auðveld í notkun og á viðráðanlegu verði. Úðakerfi sparar þér ómakið við að þurfa að standa yfir plöntunum með slöngu og gerir þér kleift að verja tímanum í annað. Skoðaðu allt úrvalið okkar af úðakerfum hér.
Kostir við að setja upp úðakerfi
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af úðakerfum og þú ættir því auðveldlega að geta fundið kerfi sem hentar þér og garðinum þínum. Mikilvægt er að þú veljir rétta kerfið sem hentar grasflötinni og plöntunum þínum en sparar jafnframt vatn. Þótt vatn sé auðvitað lífsnauðsynlegt fyrir allar plöntur þá eru fáir sem elska að standa endalaust yfir plöntunum með slöngu. Svo þarftu auk þess að draga búnaðinn út um allan garðinn. Þetta getur verið eintómt vesen. Nýstárlegu úðakerfin okkar gera vökvun á garðinum að leik einum. Eftirfarandi er samansafn af kostum við að velja úðakerfin okkar:
- Þú þarft einungis að setja úðakerfið upp einu sinni og síðan hefurðu það einfaldlega á það sem eftir er árstíðarinnar
- Þú getur vökvað plönturnar með því einu að kveikja á krananum og þú sleppur þannig við vesen með slönguburð og handvirka úðara
- Ef þú bætir tímastilli við kerfið þá vökvar garðurinn sig sjálfur
- Þú getur auðveldlega sett úðakerfið upp af sjálfsdáðum
- Þú getur sérsniðið úðakerfið og sparað þannig vatn
Hversu oft ættirðu að vökva garðinn þinn?
Mikilvægt er að hvorki ofvökva né undirvökva garð og plöntur. Mælt er með því að þú vökvir garðinn þinn þegar yfirborð moldarinnar (yfirleitt um 2,5 cm) er orðið þurrt. Þetta gæti verið daglega þegar heitt er í veðri og þá sérstaklega ef það er þurrkur. Á veturna er ekki nauðsynlegt að vökva garðinn daglega þar sem rigning er mun algengari. Gott er þó að hafa í huga að þótt það geti verið nauðsynlegt að vökva garðinn daglega á sumrin þá er betra að grasið sé vökvað vel u.þ.b. þrisvar í viku frekar en smávegis á hverjum degi.
Besti tíminn til að vökva garðinn er snemma á morgnana þar sem hiti yfir daginn kemur í veg fyrir sveppagróður í jarðveginum. Ekki er mælt með því að þú vökvir um miðjan dag þar sem plönturnar geta orðið fyrir sólbruna og skaddast. Mismunandi plöntur eru auðvitað með mismunandi þarfir og því er mikilvægt að þú vökvir plönturnar þínar á þann hátt sem þær þurfa.
Hvernig veit ég hvenær ég á að slökkva á úðakerfinu?
Vissir þú að ofvökvun á plöntum getur verið jafn skaðleg og of lítil vökvun? Mikilvægt er að þú áttir þig á því hvenær rétt er að slökkva á úðakerfinu. Blautar og visnaðar plöntur, gul lauf, brún lauf, rotnun róta og hægur vöxtur eru allt merki um að plönturnar þínar séu að fá of mikið vatn. Það er alltaf góð hugmynd að skoða rakastig jarðvegsins áður en þú byrjar að vökva. Ef jarðvegurinn er rakur þá þurfa plönturnar yfirleitt ekki vatn.
Ábendingar fyrir vatnssparnað yfir sumartímann
Þó að mikilvægt sé að vökva garðinn þá er auðvitað líka mikilvægt að vera meðvitaður um vatnsnotkunina. Sem betur fer eru nokkrir hlutir sem þú getur gert til að spara vatn.
- Stilltu úðakerfið þitt þannig að aðeins grasið og garðurinn vökvast (frekar en hálf innkeyrslan eða húsið)
- Notaðu hlífðarþekju yfir botn trjáa og plantna. Hlífðarþekja heldur rakanum inni
- Gakktu úr skugga um að grasið sé að draga í sig vatn. Ef vatnið rennur af grasflötinni þá gæti verið sniðugt að skipta áveitutímanum niður í styttri kafla til að gefa grasinu betra tækifæri á að draga vökvann í sig
Með þessum ráðum gengurðu úr skugga um að þú sért ekki að nota meira vatn en þú gerðir ráð fyrir og bæði plönturnar og bankabókin þín munu þakka þér.
Verslaðu úðakerfi fyrir garðinn hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af úðakerfum fyrir garðinn og þú færð því nákvæmlega það sem þú ert að leita að. Með úðakerfi heldurðu plöntunum og garðinum heilbrigðum og gróskumiklum. Ef þú ert með spurningar eða ef þú þarft hjálp við valið á úðakerfinu, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar svo að við getum aðstoðað þig. Við elskum að hjálpa kúnnunum okkar að búa til falleg heimili og útisvæði og við aðstoðum þig með gleði.