Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Við könnumst öll við það þegar bunkar af pappírum byrja að hrúgast upp á skrifborðinu. Skjalaskápar eru tilvalin geymslulausn til að henda reiður á skrifstofuskjölunum. Öll fyrirtæki þurfa geymslupláss, hvort sem um er að ræða gróin fyrirtæki eða sprotafyrirtæki. Skjalaskápar gegna lykilhlutverki í skipulagi skrifstofunnar, jafnvel í hinum tæknivædda heimi nútímans þar sem nánast allt er geymt í tölvuskýi. Skjalaskápar eru ómissandi þegar kemur að því að geyma og skipuleggja skjöl, búnað, skrifstofuvörur og þar fram eftir götunum.
Við bjóðum upp á frábært úrval af fyrsta flokks skjalaskápum sem mæta þörfum hvers og eins. Það skiptir ekki máli hvort það séu skrifstofuskjölin eða persónulegu skjölin sem þú þarft að koma skipulagi á - við höfum lausnina fyrir þig. Skáparnir eru af mismunandi gerðum, stærðum og efnum og þú finnur því hæglega eitthvað sem hentar.
Skoðaðu glæsilegt úrvalið okkar af skjalaskápum og finndu rétta skápinn til að halda skjölunum þínum öruggum og vel skipulögðum.
Við leit að skjalaskáp er gott að hafa tvennt í huga: sjálft skrifstofurýmið og hvernig geymslulausn þú þarft á að halda. Stærð skjalanna hefur einnig áhrif á valið. Nokkrar gerðir af skjalaskápum eru í boði. Skoðum aðeins nánar nokkrar mismunandi gerðir skjalaskápa.
Einnig er talað um skápa af þessum toga sem hliðarskápa þar sem skjölin eru geymd á hliðinni. Þessi tegund skápa tekur fleiri skjöl en lóðréttir skjalaskápar. Yfirleitt eru tvær skúffur í skápunum, en þó er ekki ómögulegt að finna skápa með þremur eða fleiri hólfum. Þeir geta geymt fleiri skjöl en flestir aðrir skápar og eru því tilvaldir fyrir skrifstofuumhverfi þar sem mikið er að gera og hlutirnir gerast hratt. Skápurinn er með festingu sem kemur í veg fyrir að hann velti fram á við þegar þú dregur skúffurnar alveg út. Þessi tegund skápa getur geymt bæði lagaleg skjöl og A4 skjalavasa.
Lóðréttir skjalaskápar taka minna veggpláss og þeir eru því frábær kostur fyrir plásslítil rými. Á það heila litið geta þeir ekki geymt jafn mörg skjöl og hliðarskápar, en þó er vissulega hægt að finna skápa með fleiri skúffum. Skúffurnar eru þrengri og geta eingöngu geymt möppur í A4 stærð. Þessi tegund skjalaskápa er algengasta tegundin á heimaskrifstofum.
Eins og nafnið gefur til kynna bjóða færanlegir skjalaskápar upp á þægilega geymslulausn þar sem hægt er að færa þá frá einum stað til annars. Þeir eru góður kostur fyrir einstaklinga sem vilja hámarka geymslurýmið án þess þó að það taki of mikið gólfpláss. Skáparnir eru með hjólum sem föst eru við neðstu skúffuna fyrir stöðugleika og auðvelda tilfærslu. Færanlegir skjalaskápar geta geymt bæði lagaleg skjöl og A4 skjöl.
Opnum skjalaskápum svipar til bókahilla. Þeir eru með opinni framhlið og eru því tilvaldir fyrir möppur með endaflipum. Opnir hilluskápar henta vel fyrir lítil rými eða þrönga ganga. Þeir sjást oftast í apótekum og á sjúkrahúsum.
Flatir skjalaskápar eru með mörgum grunnum skúffum sem staflað er ofan á hver aðra. Þessi tegund skápa er tilvalin til að geyma stór og flöt skjöl. Skáparnir eru t.d. kjörnir fyrir verkteikningar og áætlanir. Þeir veita ekki mikið geymslupláss en gætu engu að síður verið rétta tegundin fyrir þig ef þú þarft að geyma skjöl í bagalegri stærð.
Einn mikilvægasti þátturinn í vali á skjalaskáp er efniviðurinn í skápnum. Skrifstofugeymslur fást í margskyns efnum eins og málmi, viði, stáli o.s.frv. Eins og við má búast hafa öll efnin sína kosti og ókosti. Skoðum þrjú algengustu efnin.
Viður: Tímalaus viðarskjalaskápur setur hefðbundinn blæ á skrifstofuna. Viður er yfirleitt slitsterkur og harðger. Með réttri umhirðu ættu viðarskjalaskápar að endast í áraraðir. Þeir fást í allskyns litum og áferð og þú ættir því alltaf að geta fundið eitthvað sem passar við innréttingarnar þínar. Viðarhúsgögn henta ávallt vel á skrifstofuna.
Samsettur viður: Skjalaskápur úr samsettum við er verðugur keppinautur við skáp úr gegnheilum við. Skápar af þessum toga gefa sama hefðbundna útlitið og gegnheill viður gefur og þeir falla því einnig vel inn í núverandi innréttingarnar þínar.
Málmur: Skjalaskápar úr málmi eru sterkir, endast vel og eru yfirleitt úr stáli eða áli. Þeir geta geymt stór skjöl. Þeir eru því algengari í atvinnugreinum sem þurfa að geyma skrár til lengri tíma. Málmskjalaskápar þola betur vatn og eld en aðrar tegundir en eru þó ekki eins sléttir eða stílhreinir og viðarskápar. Þeir fást þó í allskonar mismunandi litum sem ættu að falla vel við skrifstofuna.
Annað atriði sem þarf að hafa í huga við val á skjalaskáp (fyrir utan efniviðinn) er hvaða stærð þú þarft á að halda. Tveir þættir hafa áhrif á stærðarvalið. Lítum nánar á þessa þætti.
Stærð skjala: Gott er að hafa í huga hvaða stærð af skjölum þú þarft að geyma í skápnum. A4 skjöl eru 210 x 297 mm en lagaleg skjöl eru 216 x 356 mm. Veldu skjalaskáp sem rúmar auðveldlega þá stærð skjala sem þú notar mestmegnið af tímanum.
Geymslurými: Einnig er gott að hafa í huga hversu mikinn fjölda skjala þú þarft að geyma núna og í framtíðinni. Er líklegt að fjöldinn aukist eða haldist sá sami? Telurðu að fyrirtækið þitt gæti notið góðs af auknu geymsluplássi? Ef svarið er já, þá er gott að hafa í huga að lóðréttur skjalaskápur býður upp á fleiri skúffur.
Er oft haugur af pappír á skrifborðinu þínu? Skoðaðu úrvalið okkar af skjalaskápum fyrir ýmsar skráningar- og geymsluþarfir.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.