Sýndu persónuleikann í innréttingum

Innanhússhönnun · 21. Júlí 2022

Eitt það mikilvægasta þegar kemur að því að gera hús að heimili er að gera það að sínu eigin. Það kannast allir við hugmyndina um að hlýlegt rými endurspegli persónuleika íbúanna en hvernig er hægt að gera það á hagnýtan hátt?

 

ourhutleyhome (Instagram)


Hefur þú einhvern tíma gengið inn á heimili sem lítur út fyrir að vera algjörlega fullkomið? Búið að hugsa fyrir öllu, bæði húsgögnum, litaskema og uppröðun. Og samt vantar einhvers konar sál í rýmið. Það sem vantar er þessi notalega tilfinning; smá vísbendingar um persónuleika íbúanna, smáatriðin sem gera það að heimili. Hér getum við hjálpað. Við ætlum ekki bara að skoða frábær húsgögn, heldur gefa nokkur góð ráð um hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að persónulegum stíl.


Hvaða sögu segir efniviðurinn í húsgögnunum þínum?


Kanntu að meta gæði og endingu og vilt ekki skipta oft um húsgögn? Ef tímalaus fágun náttúrulegs viðar er eitthvað fyrir þig, skaltu velja þér húsgögn úr gegnheilum við. Skápar og skenkir úr endurunnum við eru einnig hentugur valkostur fyrir sjálfbæra nálgun í innréttingum, sérstaklega ef þú ert hrifin/n af vintage-hönnun.

 

projectpaulusweg (Instagram)

 

decoflowera (Instagram)


Fyrir þau sem lifa uppteknum lífstíl, er oft notalegast að hafa heimilið einfalt og viðhaldslítið. Húsgögn úr málmi eða gleri, svo sem sjónvarpstandar eða borð, endurspegla minímalískan smekk. Með honum er hægt að prófa sig áfram með gleryfirborð, iðnaðarstíl og grófari innréttingablæ.

Húsgögn úr plasti gætu verið tilvalinn kostur fyrir skemmtilega persónuleikann sem kýs líflegra umhverfi. Fyrir þau sem vilja nýta frítímann í slökun og eru á þeirri skoðun að aðalatriðin endurspeglist í smáatriðum, eru rattan- og bambushúsgögn frábær til þess að skapa rólegt og afslappandi rými í bóhem stíl.


Form húsgagnanna skipta máli


Formin í innréttingunni segja mikið um persónuleikann. Þau sem gefa ekki mikið fyrir hið hefðbundna (sem væri þá t.d. klassísk, rétthyrnd form) gætu fundið sig betur í rými þar sem línur eru ávalar og formin mjúk. Sveigðar línur og rúnnaðar brúnir skapa góða heildarmynd í rýminu og sem fyrirtaks bónus er stíllinn tilvalinn þar sem ung börn eru á heimilinu.

Rétt 90° horn og hreinar, beinar línur henta vel þeim sem vilja ekki taka áhættu þegar kemur að stíl og velja frekar sígild húsgögn sem eiga alltaf við. Skjalaskápar eru t.d. einstaklega hagnýtir og sígildir í útliti. Þeir eru samhverfir, auðveldir í notkun á flestum sviðum og afar praktískir fyrir heimilið.

 

zebodeko (Instagram)

 

_lifewithjenmodified

_lifewithjen (Instagram)


Þau sem eru gefin fyrir nýjungar eða festa sig ekki of mikið í einum stíl geta notað mynstur og óregluleg form til þess að setja svip á heimilið. Þannig er auðvelt að koma persónuleikanum á framfæri í innréttingum. Það eru nánast endalausar mynstur- og formsamsetningar til að velja úr fyrir innréttinguna þína; geómetrísk, abstrakt eða blómamynstur.


Litir húsgagnanna gefa persónuleikann til kynna


Mörgum finnst litaval og litasamsetning heimilisins eitt það skemmtilegasta að íhuga þegar kemur að innréttingu draumaheimilisins. Fólk sem er önnum kafið í vinnunni og félagslífi á það til að líta á heimilið sem griðarstað þar sem rólegheit eiga að ráða ríkjum. Hlutlausir litir virka alltaf vel fyrir minímalísk heimili.


theeastldnstylist (Instagram)


Fyrir jarðbundnu týpurnar eru náttúrulitir alltaf heillandi, líka í blokkaríbúðum! Þeir hafa róandi áhrif og minna á að áhrif náttúrunnar eru alltaf skammt undan. Rólegheitafólkið sem leynir á sér getur sýnt það með smáatriðum í björtum litatónum eða skemmtilegu mynstri, t.d. doppum, með mildari heildarlitum.

Á hinn bóginn er hægt að nota liti til þess að sýna allt aðra hlið en venjulega með því til dæmis að blanda saman djörfum litum og mynstrum vítt og breitt um heimilið. Gulur tengist glaðværð og jákvæðni. Bláir, grænir og aðrir kaldari tónar skapa rólegat og skapandi andrúmsloft en djarfir litir eins og rauður eða terracotta ættu hiklaust að koma til greina hjá þeim sem sækja sér innblástur í ævintýramennsku og áræðni.

 

thebrowclubnlmodified

thebrowclubnl (Instagram)


Lokahnykkurinn á hið persónulega heimili


Á heimili sem endurspeglar persónuleikann eru það skrautmunirnir sem setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að innréttingunni. Smekkur og áhugi endurspeglast í þeim húsmunum og aukahlutum sem þú velur inn á heimilið. Á ganginum má t.d. setja upp gallerívegg með áhugaverðum myndum og minningum sem gefa strax til kynna hvað er þér mikilvægt. Fjölskyldumyndir sýna gestum að fjölskyldan er þér hugleikin og að þú kannt að meta fólkið í lífi þínu.

Lýsingin sem valin er fyrir heimilið veltur einnig á persónulegum smekk. Ef þú ert hrifin/n af vintage stíl er t.d. hægt að nota lampa eða ljósakrónu í vintage-stíl til að setja hlýjan svip á rýmið. Fyrir heimili þar sem kyrrð og ró ríkir, eru húsgögn og húsmunir í hlýlegum sveitastíl eitthvað sem vert er að skoða. Teppi og púðar með einföldu mynstri skapa notalegan stíl hvar sem er á heimilinu.


home.nature.travel

home.nature.travel (Instagram)


Þarftu aðstoð við að finna réttu hlutina sem endurspegla þinn persónuleika?


Við höfum lausnina: leitaðu ráða hjá vinalega vidaXL valmenninu okkar sem hjálpar þér að gera húsið að heimili. Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara nokkrum spurningum um persónulegan smekk, þar á meðal hvernig húsgögnum þú leitar að, ásamt lögun, lit og hönnun. Valmennið vinnur úr svörunum þínum og finnur þau húsgögn og aðra hluti sem passa við þinn smekk og þarfir. Prófaðu!


gb-Zoovu-blog.png