Hvernig þú velur besta gólfstólinn fyrir heimilið
Gólfstóll er léttur og þægilegur og hannveitir frábæran stuðning við bakið til að slaka á, lesa, horfa á bíómyndir, leika við börnin og fleira. Húsgagnið er afar hagnýtt og býður upp á kosti sem venjulegir stólar bjóða ekki upp á. Gólfstóll er í fyrsta lagi afar þægilegur þar sem fæturnir hvíla nálægt gólfinu. Í öðru lagi lyftir einstakt útlitið rýminu á næsta plan.
Ef þú ert í leit að gólfstól þá eru nokkrir þættir sem gott er að hafa í huga. Þú auðveldar þér leitina ef þú veist að hverju þú ert að leita í stól. Við höfum útbúið þessar leiðbeiningar til að hjálpa þér að velja réttu gólfstólana fyrir heimilið.
Hvaða tegundum er hægt að velja úr?
Leitin að góðum stól hefst með því að skoða hvaða mismunandi tegundir eru fáanlegar. Lítum nánar á hinar ýmsu gerðir svo að valið á gólfstólnum verði auðveldara.
Legubekkir
Þessi tegund gólfstóla er hönnuð til að veita hámarksþægindi. Þú gætir jafnvel fundið módel með fóthvílum. Stóllinn gefur þér færi á hvíld í afar afslappaðri stöðu og hann er því tilvalinn fyrir fólk sem á það til að fá bakverki. Hann eru þó hannaður á þann háttinn að hvorki er auðvelt né þægilegt að borða eða vinna á honum.
Stillanlegur gólfstóll
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi tegund gólfstóla með stillanlegu baki. Stillanleg hornin gefa þér færi á að sitja þægilega og gera þér einnig kleift að framkvæma allskyns verkefni. Þessi tegund gólfstóls er þó ekki ódýr.
Gólfsjónvarpsstólar
Þessi tegund gólfstóls er hönnuð til að styðja við höfuðið á meðan þú horfir á sjónvarpið. Sum módel eru með bollahaldara eða jafnvel borði fyrir uppáhaldsdrykkinn eða snarlið.
Gólfruggustóll
Gólfruggustóll virkar á svipaðan hátt og venjulegur ruggustóll í þeim skilningi að hann sveiflast fram og til baka og myndar mjúka ruggandi hreyfingu. Eini munurinn er að gólfruggustóll er ekki með hefðbundnum fótum.
Gólfsnúningsstólar
Þessi tegund gólfstóla er með búnaði sem gerir sætinu kleift að snúast um 360 gráður báðum megin.
Úr hvaða efni ætti gólfstóllinn að vera?
Eins og með önnur húsgögn þá er mikilvægt að skoða efni gólfstólsins sem þú ert að spá í að kaupa. Mundu að valið á efni hefur áhrif á endingu og þægindi stólsins. Hér að neðan skoðum við nánar þau efni sem þú getur valið úr.
Bómull
Bómull er eitt vinsælasta efnið í gólfstólum og það er afar endingargott og auðvelt í þrifum. Hún andar einnig vel og dregur í sig allt að þrefalda þyngd sína í vatni án þess þó að hún virki rök. Bómull er því frábær kostur ef þér verður oft heitt á nóttunni og þú sækist í að halda kuldanum betur. Hún er einnig auðveld í þvotti, þannig að ef gólfstóllinn er með lausu áklæði úr bómull þá ætti að vera auðvelt fyrir þig að losna við óhreinindi og bletti.
Gervileður
Þó að leður hafi eitt sinn verið afar vinsælt þá er gervileður að verða sífellt vinsælla, þá sérstaklega þar sem það er afar endingargott og viðhaldslítið. Gervileður er tilvalin leið til að uppfæra eða flikka upp á rýmið. Það er framleitt úr vegan-vænu efni og það fæst í ýmsum stílum sem henta þörfum hvers og eins. Það er einnig auðvelt í þrifum og fæst í fjölmörgum litum. Efnið er þó úr plasti og plast á það til að halda hita.
Vefnaður
Vefnaður er algengasta efnið fyrir gólfstóla. Þessir tegund stóla andar hugsanlega ekki eins vel og aðrir stólar en hún er þó ódýr, þægileg og falleg. Efnið fæst í fjölmörgum mynstrum og litum svo að þú finnir alveg örugglega eitthvað sem passar vel við innréttingarnar á heimilinu. Efni eins og gervifeldur, rúskinn og baðmullar- eða silkiþræðir gefa heimilinu mjúka og notalega áferð. Hör er einnig algengur kostur. Eini ókosturinn við hör er að það tekur auðveldlega á sig bletti.
Aðrir þættir sem vert er að hafa í huga
Það er ekki bara efniviðurinn og gerð stólsins sem gott er að hafa bakvið eyrað. Aðrir þættir geta einnig reynst afar mikilvægir þar sem þeir geta aukið hagnýtni stólsins.
-
Handföng auðvelda flutning á gólfstólnum. Þótt það sé vissulega rétt að handföng líti kannski ekki frábærlega út á gólfstól þá geta þau virkað ágætlega ef þau er falin þar sem þau auðvelda þá tilfærslu án þess þó að hafa áhrif á heildarútlitið.
-
Glasahaldarar veita þér þægilegan stað til að leggja frá þér drykki svo að ekki sé þörf á borði.
-
Geymsluhólf fylgja með sumum af stólunum, eins og t.d. hliðarvasar fyrir bækur, fartölvu og aðra hluti.
-
Sumir fást meira að segja með innbyggðum hátölurum. Gólfspilastóll með hátölurum færir þig rakleiðis inn í leikinn án þess að þú þurfir heyrnartól.
Ertu í leit að rétta gólfstólnum fyrir eignina? Þér er velkomið að skoða úrvalið okkar til að finna hinn fullkomna stól.