Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Meðalmanneskjan eyðir þriðjungi ævi sinnar sofandi og það er því mikilvægt að fjárfesta í hlýrri og þægilegri sæng til að fá góðan nætursvefn. Góð sæng ætti að hrinda frá sér raka og koma jafnvægi á hitastigið. Hún ætti ennfremur að vera í réttri stærð svo að hún togist ekki þegar tveir eru undir henni og svo má hún ekki hindra hreyfingu notandans.
Það er þó úr ýmsu að velja og því getur auðveldlega verið yfirþyrmandi að finna sæng sem mætir réttu þörfunum. Þetta á sérstaklega við um einstaklinga sem eru að kaupa sæng í fyrsta skiptið. En þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur - við erum hér til að hjálpa. Við höfum tekið saman þessar ýtarlegu leiðbeiningar til að hjálpa þér að finna hina fullkomnu sæng.
Almennt séð má skipta sængurfyllingum í tvo flokka: Náttúrulegar fyllingar og gervifyllingar. Fyrir utan ytra efni sængurinnar þá er fyllingin líka afar mikilvæg þegar kemur að því að tryggja þægilegan nætursvefn. Tvær mælieiningar eru notaðar til að mæla sængurfyllingar: Tog og loftkennd (fill power).
Tog númerið vísar til getu efnisins til að fanga hlýtt loft og það er yfirleitt á bilinu 2,5 til 13,5. Sængur með lágu tog númeri henta best fyrir hlýrri mánuði, á meðan sængur með hærra tog númeri henta betur fyrir kaldari mánuði. Loftkennd, eða „fill power“, er mældum í grömmum á hvern fermetra. Því meiri sem loftkenndin er, því betri gæði og endingu færðu úr sænginni.
Hér að neðan skoðum við betur þessa tvo flokka af fyllingarefnum sem hjálpa þér að taka góða ákvörðun þegar þú kaupir sæng.
Sængur með náttúrulegri fyllingu búa yfir ýmsum frábærum eiginleikum. Í fyrsta lagi eru þær frábærar þegar kemur að hitaeinangrun og þær eru tilvaldar til heilsársnotkunar þar sem þær anda vel. Þær endast einnig yfirleitt lengur en gervifyllingar. Einnig má setja þær í þvottavél. Sængur með náttúrulegum fyllingum eru hins vegar dýrustu gerðirnar. Eftirfarandi eru algengustu náttúrulegu fyllingarnar fyrir sængur.
Dúnn er mjúkt og dúnkennt efni af undirfeldi anda og gæsa. Sængur með dúnfyllingu eru mjúkar, léttar og veita frábæra rakafráhrindandi eiginleika sem tryggja þægilegan nætursvefn. Sæng með gæsadún er mýkri, hlýrri og léttari. Þær kosta líka meira en andadúnssængur, sem ná ekki alveg sömu hæðum hvað varðar eiginleikana hér að ofan. Annar mikilvægur þáttur til að hafa í huga eru leiðbeiningar framleiðanda varðandi prófanir á ofnæmisvöldum og rykmaurum þar sem rykmaurar geta safnast saman í dúni og valdið ofnæmi hjá þeim sem eru gjarnir á að fá ofnæmisköst.
Þessar sængur eru fylltar með stærri fiðri af fuglum. Þær eru yfirleitt þyngri og minna dúnkenndar en sængur með dúnfyllingu þar sem fiður er stærra og flatara. Sumum notendum finnst gott að nota fiðursængur þar sem þær veita ákveðinn niðurþrýsting - svipaðan og þungt teppi. Helsti gallinn við þessar sængur er að fjöðurstafir geta potast í gegn.
Ullarvörur eru náttúrulegar og sjálfbærar þar sem auðvelt er að endurnýja þær og þær krefjast minni orku við framleiðslu. Þar að auki eru sængur úr ull náttúrulega ónæmar gegn mjölsveppi, myglu og rykmaurum út af einstökum eiginleikum efnisins. Ull er einnig eitt af fáum efnum sem getur verið hitastillandi á sumrin þar sem ullin hrindir frá sér svita. Hún virkar einnig sem einangrunarefni sem heldur á þér hita á veturna. Ullarsængur eru einnig ódýrari en dún- og fiðursængur.
Bómull er annað frábært fyllingarefni. Hún andar vel og er létt, lítið ofnæmisvaldandi og þvoanleg í þvottavél. Bómullarsængur hjálpa einnig notandanum að halda þægilegu hitastigi á sumrin. Þar að auki er bómull oft á betra verði en aðrar fyllingar. Hins vegar er bómull ekki eins þykk og önnur efni og hún er því hugsanlega ekki besta efnið á veturna.
Í samanburði við náttúrulegar fyllingar þá ná gervifyllingar ekki alveg sömu hæðum hvað varðar endingu, einangrun og mýkt. En það þýðir ekki að þær hafi ekki sína kosti. Sængur með gervifyllingu eru lítt ofnæmisvaldandi og mun auðveldari í viðhaldi miðað við náttúrulegar fyllingar. Þær eru líka ódýrari en náttúrulegar sængurfyllingar. Eftirfarandi eru algengustu gervifyllingarnar fyrir sængur.
Hollowfibre er gert úr spunnu pólýester. Sængur sem eru fylltar með þessu efni eru léttar og loftkenndar og þær veita framúrskarandi öndun og hlýju fyrir góðan nætursvefn.
Sængur fylltar með míkrófíberefni eru meira eins og dúnfylltar sængur. Þetta efni inniheldur þéttofnar trefjar sem eru hlýjar og notalegar og tryggja þér góðan svefn alla nóttina.
Val þitt á efni fyrir ytra efni sængurinnar hefur áhrif á þægindin og stílinn. Það eru nokkur mikilvæg atriði sem þú þarft að hafa í huga þegar þú velur ytra efni sængurinnar. Þar á meðal eru loftslag, viðkvæmni húðar eða ofnæmi, ákjósanlegur svefnhiti, ending og auðveldleiki þrifa. Hér að neðan ræðum við nokkrar tegundir af efnum fyrir ytri hluta sængurinnar.
Hér höfum við sennilega algengasta efnið fyrir ytri hlutann á sængum þar sem bómull er mjúk, endingargóð og andar vel. Þar að auki er hægt að lita bómull í fjölmörgum litum sem henta litapallettu hvers og eins. Ennfremur þarf bómull lítið viðhald og þú getur valið úr mismunandi bómullartegundum. Langtrefja bómullartegundir eins og egypsk bómull gefur þér silkimjúkt efni sem er ónæmt gegn rifum og endist vel.
Ef þú vilt hafa það notalegt á köldum nóttum þá skaltu velja ytra efni úr flónel. Þetta efni þekkist einnig sem burstuð bómull. Flónel er gert með því að bursta bómullartrefjar til að búa til efni sem er mýkra viðkomu og heldur hita betur en venjuleg bómull.
Pólýesterefni er tilvalið fyrir einstaklinga sem vilja efni sem upplitast hvorki né krumpast með tímanum. Þar sem pólýester er gerviefni þá er það ódýrara en náttúruleg efni. Það andar þó ekki eins vel og náttúruleg efni og lokar oft hita og raka undir sænginni. Pólýester er góður kostur fyrir fólk sem kýs svefnumhverfi í hlýrra lagi.
Þegar þú hefur valið efnið fyrir fyllinguna og ytri hluta sængurinnar þá er næsta skrefið að velja réttu stærðina af sæng. Sængur eru í stöðluðum stærðum sem samsvara mismunandi stærðum á rúmum. Gott er að velja stærri stærð frekar en minni svo að sængin geti hangið yfir rúmkantinn. Skoðum aðeins betur mismunandi sængurstærðir.
Einföld sæng er hönnuð fyrir einföld rúm og er tilvalin fyrir einn einstakling. Hefðbundin stærð á stökum sængum er um 135 cm x 200 cm. Stærri sæng en þetta væri of stór fyrir einfalt rúm.
Næsta stærð fyrir ofan er double sæng, eða tvöföld sæng, en hún er hönnuð fyrir hefðbundið tvíbreitt rúm. Þessi stærð af sæng ætti að vera þægileg fyrir tvo einstaklinga. Dúnsæng í tvöfaldri stærð er um 200 cm x 200 cm og hún er því ferköntuð.
King size sæng hentar fyrir tvo einstaklinga og hún er hönnuð fyrir king size rúm. Hefðbundin king size stærð er um 230 cm x 220 cm.
Þetta er ein stærsta sængurstærðin sem þú færð. Super king size sæng er um 260 cm x 220 cm og hún er hönnuð fyrir super king size rúm. Lengdin er um það bil sú sama og á king size sæng en þessi sæng er þó yfirleitt breiðari.
Annar mikilvægur þáttur sem þú þarft að hafa í huga þegar þú kaupir sæng er árstíðin. Það er góð hugmynd að eiga tvær sængur – eina fyrir hlýrri árstíðir og eina fyrir kaldari árstíðir. Ef þú nennir ekki að standa í því að eiga tvær sængur þá geturðu alltaf valið að vera með heilsárssæng. Hér að neðan skoðum við mismunandi sængur fyrir mismunandi árstíðir.
Sumarsæng er tilvalin fyrir heitfengna. Sumum verður kalt á nóttunni, á meðan aðrir eiga það til að ofhitna og svitna á nóttunni. Veldu sumarsæng ef þú átt það til að ofhitna á nóttunni eða ef þér finnst gott að sofa í heitu herbergi. Sumarsængur anda betur, eru léttari og eru yfirleitt með tog númeri í lægri kantinum sem fer ekki yfir 7,5. Þú getur gert sumarsæng ennþá þægilegri með því að velja viðeigandi sængurver.
Vetrasæng er besti kosturinn fyrir kulvísa. Vetrarsængur eru þykkari, þyngri og með hærra tog númeri sem nær jafnvel upp í 15. Þessar sængur eru því tilvaldar fyrir kaldari nætur. Eins og með sumarsængur þá geturðu gert svefnupplifunina sem besta með því að velja rétta ytra efnið á sængina - helst efni sem er hlýtt og endingargott eins og bómull eða flónel.
Ef þig langar í sæng sem getur gefið þér blöndu af eiginleikum sumarsængur og vetrarsængur, veldu þá heilsárssæng. Þessi tegund af sæng hentar fyrir svefn bæði á sumrin og veturna þar sem hún býr yfir eiginleikum frá báðum sængunum.
Það er yfirleitt mælt með því að maður þvoi sængina sína á fjögurra mánaða fresti. Þó er einnig afar mikilvægt að skoða leiðbeiningar frá framleiðanda varðandi hreinsun á sænginni þar sem flestar náttúrulegar sængur þurfa að fara í þurrhreinsun. Ef það má þvo sængina í þvottavél og það er þrjóskur blettur á henni, þá er best að hrista fyllinguna í burtu frá blettinum og setja þvottaefni beint á blettinn áður en þú setur sængina í vélina. Veldu venjulega vindu þegar þú þværð sængina og loftþurrkaðu hana svo. Renndu síðan straujárni yfir sængina til að fjarlægja bakteríur.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af fyrsta flokks hágæðasængum í mismunandi efnum og stærðum. Við viljum einungis bjóða viðskiptavinum okkar upp á bestu sængurnar og við seljum því aðeins sængur frá leiðandi framleiðendum. Allar sængurnar okkar uppfylla ströngustu gæðakröfur og þú ættir því alveg örugglega að geta fundið réttu sængina fyrir þig. Þá skiptir engu hvort þú sért í leit að sumarsæng, vetrarsæng eða heilsárssæng.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.