Stílhreinir fatastandar
Fatastandar og hattarekkar eru ómissandi á öll heimili. Þeir gefa hvaða herbergi sem er dass af hönnun, sjarma og karakter og svo bjóða þeir auðvitað líka upp á afar þægilega geymslulausn. Oft vantar króka í forstofuna, svefnherbergið eða á baðbergið til að hengja hluti eins og jakka, handklæði eða sloppa upp. Fatastandur eða hattarekki er tilvalin lausn við þessu vandamáli. Þessar vörur eru tilvaldar fyrir lykla, hundaólar, boli, handklæði, trefla, húfur og margt meira. Þú grípur einfaldlega það sem þú þarft og stekkur út um dyrnar.
Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af fallegum fatastöndum og hattarekkum. Þegar úrvalið er þetta mikið þá ættirðu alveg örugglega að geta fundið stand eða rekka sem hentar þínum þörfum, stíl eða heimili. Komdu þér því vel fyrir og skoðaðu fullt úrvalið okkar á netinu.
Haltu reiðu á heimilinu með fatastandi
Er til nokkuð verra en að koma heim og allt er á rú og stú? Ekki samkvæmt okkur. Vel skipulagt heimili er alltaf þægilegra. Ef þú hefur hins vegar ekkert til að hengja lykla, föt, hundaólar eða handklæði á þá kemur fljótt óreiða á heimilið. Það þarf ekki meira til en nokkrar peysur og lykla hér og þar og þá virkar heimilið mun óreiðukenndara. Með fatastandi eða hattarekka muntu alltaf hafa stað til að hengja hlutina þína á.
Fatastandar og hattarekkar halda ekki aðeins heimilinu skipulögðu heldur eru þeir einnig falleg húsgögn sem líta stórglæsilega út á heimilinu. Ef Þú átt allskyns smáhluti, húfur, lykla og annað þá gæti líka verið sniðugt að bæta við hillu. Þannig geturðu verið viss um að það sé nóg af geymsluplássi fyrir allt. Með því að vera með nóg geymslupláss með fatarekka og hillum þá minnkarðu líkurnar á að þurfa endalaust að þrífa og moppa gólfið. Nú geta allir sem koma inn á heimilið geymt regnvot föt, regnhlífar og annað á einum stað. Þú gætir líka viljað fjárfesta í skórekka til að koma í veg fyrir að fólk skilji skóna sína eftir út um alla forstofu.
Eins og þú hefur án efa tekið eftir þá eru allskyns leiðir til að halda heimilinu vel skipulögðu og auka geymsluplássið. Þetta hjálpar líka til við að koma notalegu andrúmslofti á heimilið. Hvort sem þú velur vegghengdan fatarekka eða frístandandi fatastand þá erum við handviss um að þú finnir vöru sem lítur frábærlega út á heimilinu þínu. Veldu einfaldlega þá vöru sem hentar innréttingunum þínum best.
Kostir við fatastanda og hattarekka
Fatastandur er oft settur við anddyri heimilisins þar sem hann skapar hlýtt og heillandi andrúmsloft fyrir gesti. Þú hélst kannski að fatastandar væru hluti af fortíðinni en trúðu okkur - þeir eru algjörlega á leiðinni til baka til nútímans og þú átt eftir að elska að vera með fatastand á heimilinu. Í dag fást fatastandar og hattarekkar í minimalískri hönnun sem er fullkomin fyrir hvaða nútímaheimili sem er.
Fatastandar eru afar þægilegt húsgagn. Þú getur auðveldlega fært fatastand til á heimilinu ef þig langar til að breyta til. Eða kannski langar þig til að fjárfesta í standi fyrir forstofuna, svefnherbergið, skrifstofuna og baðherbergið - um leið og þú áttar þig á því hversu þægilegt er að eiga fatastand þá áttu eftir að vilja vera með stand í hverju herbergi. Þeir eru ekki aðeins praktískir og hagnýtir heldur geta þeir auðveldlega sett karakter og stíl á hvaða herbergi sem er ef þeir eru vel valdir.
Þetta fjölhæfa húsgagn er nú til dags orðið náttúrulegur og fallegur partur af innréttingum heimilisins og það sést oft í tímaritum fyrir hús og híbýli. Hvort sem þú býrð í stóru húsi eða lítilli íbúð í borginni þá áttu eftir að elska það að vera með fatastand.
Veldu rétta fatastandinn fyrir heimilið
Þú heldur kannski að fatastandar séu allir eins en það er ekki alltaf svoleiðis. Það eru reyndar til nokkrar mismunandi tegundir af fatastöndum, eins og til dæmis:
-
Viðarrekkar
-
Frístandandi fatahengi
-
Fatarekki úr málmi
-
Hornrekki
-
Sérsmíðaður rekki
-
Vegghengdur fatarekki
Skoðum aðeins betur þessar mismunandi tegundir svo að þú getir tekið ákvörðun um það hvaða vara er rétt fyrir þig.
Viðarrekkar
Hver elskar ekki við? Viður er fallegur á nánasta hvaða heimili sem er, en þó sérstaklega á heimili með grófum eða náttúrulegum innréttingum. Viðarhengin okkar fást í ýmsum lögunum og stærðum ásamt mismunandi tegundum af viði. Þú ættir því að geta valið það hengi sem þú elskar mest.
Frístandandi fatahengi
Frístandandi fatastandur samanstendur oftast af langri stöng með krókum. Þessir standar fást í ýmsum hönnunum á borð við minimalískar, skandinavískar og skapandi hannanir - og öllu þar á milli.
Fatarekki úr málmi
Þessir rekkar eru fullkomnir fyrir nútímaleg og minimalísk heimili. Þeir bæta iðnaðarlegum blæ við heimilið. Málmrekkar eru traustir, endingargóðir og standast tímans tönn.
Hornrekki
Þetta er fullkomin lausn ef þú þarft að spara pláss. Með hornrekka færðu stand sem grípur augað en tekur þó ekki of mikið pláss á litlu heimili.
Sérsmíðaður rekki
Ef þú ert í leit að fatastandi með listrænum blæ þá ertu á rétta staðnum. Sérsmíðaður rekki er standurinn fyrir þig. Þessir rekkar eru oft í abstrakt stíl úr óvenjulegum efnum. Þú finnur jafnvel stand með LED ljósum.
Vegghengdur fatarekki
Þetta er önnur frábær lausn ef gólfpláss er af skornum skammti. Hvort sem þú velur vegghengdan rekka eða vegghengdan fatastand þá eru þessar vörur frábærar til að spara pláss. Þessir rekkar fást einnig í allskyns hönnunum og efnum og þú getur auðveldlega sett þá saman við skrautmuni á borð við myndaramma og spegla.
Þegar úrvalið er svona fjölbreytt þá ættirðu alveg örugglega að geta fundið rekka sem hentar þínum þörfum, stíl og heimili.
Gerðu fatastandinn að hluta af innanhússhönnuninni
Ekki velja fatastandinn í snarhasti. Reyndu í staðinn að velja vel svo að hann verði hluti af heildarhönnuninni og innréttingunum. Rétti fatastandurinn er framlenging af innréttingunum og þú ættir því ekki bara að velja einhvern fatastand. Það eru til allskyns leiðir til að gera fatastandinn að hluta að innanhússhönnuninni þinni.
Þú getur til dæmis auðveldlega bætt hlutum á borð við körfur og spegla við heimilið til að gera andrúmsloftið meira heillandi. Fatastandar eru líka frábærir til að koma skipulagi á heimilið. Svo gætirðu líka sett regnhlífastand við hliðina á fatastandinum. Þetta er sérstaklega fullkomið ef þig langar til að setja retróstemningu á heimilið.
En af hverju að stoppa hér? Hví ekki að skreyta heimilið líka með fallegum vösum, notalegum kertum og bókum? Þetta setur samstundis kósí og heillandi svip á rýmið. Það eru til óteljandi leiðir til að flikka upp á heimilið sem eru bæði auðveldar og ódýrar.
Hattarekkar og fatastandar: Hin fullkomna geymslulausn fyrir heimilið
Flest eigum við allskonar hluti og smámuni og ef maður fer ekki varlega þá dreifast þeir auðveldlega um allt heimilið áður en maður veit af. Hefurðu lent í því að finna ekki bíllyklana neins staðar þegar þú ert á hraðferð? Hver hefur ekki prófað það. Eða hvað með þegar gestir kíkja í heimsókn og það er ekki nóg pláss fyrir yfirhafnir allra og þær enda því á gólfinu?
Með fatastöndum og rekkum hefurðu alltaf stað til að setja lyklana þína og kápur gestanna. Og ef þú setur fatastandinn saman við fatarekka með hillu og öðrum geymslulausnum þá heyra dagar óreiðu og plássleysis loksins sögunni til.
Þú getur líka auðveldlega valið nokkra vegghengda rekka ef þú hefur nóg veggpláss. Þetta er sérstaklega frábær hugmynd ef þú átt mikið af frökkum, treflum, húfum og slíku. Þannig ættirðu að hafa pláss fyrir alla hlutina þína og geta gripið þá þegar þú ert að drífa þig út á morgnana.
Hengdu frakka og húfur aftan á hurðarnar þínar
Ef plássið er af skornum skammti þá skaltu ekki afskrifa fatastand alveg strax. Jafnvel þótt þú sért ekki með nógu mikið vegg- eða gólfpláss fyrir fatastand og rekka þá ættirðu alveg örugglega að vera með nokkrar hurðar sem bjóða upp á ríflegt pláss.
Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af fatarekkum sem þú getur auðveldlega fest aftan á hurðarnar þínar. Þetta ætti ekki að vera neitt mál og þú þarft engin flókin verkfæri. Þetta er til dæmis frábær lausn fyrir baðherbergið þar sem krókarnir eru tilvaldir fyrir sloppa, handklæði og náttföt. Vegghengdur fatarekki er líka frábær í svefnherbergið eða barnaherbergið. Þetta er auðveld leið til að næla sér í aukageymslupláss án þess að það taki mikið vegg- eða gólfpláss. Þetta snýst bara um að nýta sköpunargáfuna og hugsa út fyrir kassann.
Verslaðu nýja fatastandinn þinn hjá vidaXL
Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af ýmsum fatastöndum og hattarekkum. Við ættum því alveg örugglega að eiga vöru sem lítur frábærlega út á heimilinu þínu. Skoðaðu úrvalið okkar á þessari síðu og finndu stand eða rekka sem þú fílar. Við skiljum vel að valið geti verið erfitt þegar úrvalið af fatastöndum er fjölbreytt. En engar áhyggjur - við erum hér til að hjálpa. Hafðu samband við þjónustuverið okkar og við svörum öllum spurningum og hjálpum þér að finna hinn fullkomna stand fyrir heimilið þitt.