Finndu fullkomið sturtuhengi fyrir baðherbergið þitt
Sturtuhengi er algjörlega ómissandi í hvaða baðherbergi sem er. Það heldur ekki aðeins gólfinu þurru heldur setur það einnig skemmtilegan blæ á heildarútlit baðherbergisins. Það sem er frábært við sturtuhengi er að það er með tveimur hliðum: Önnur hliðin heldur vatninu inni í sturtunni á meðan hin hliðin setur skemmtilegan og persónulegan stíl á baðherbergið. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á stílhrein sturtuhengi á góðu verði í allskyns stílum, stærðum og efniviðum. Skoðaðu úrvalið okkar og finndu sturtuhengi í netversluninni okkar sem hentar baðherberginu þínu.
Sturtuhengi fyrir hvaða baðherbergi sem er
Við elskum að hanna heimili hér hjá vidaXL og við eigum allt sem þú gætir þurft fyrir nýja húsið eða íbúðina. Við bjóðum upp á mikið úrval af aukahlutum sem gera baðherbergið stílhreint og hagnýtt - og það á verði sem allir geta verið sáttir við. Baðherbergislínan okkar býður upp á allskyns sturtuhengi, sturtustangir og sturtuhengishringi. Við bjóðum upp á sturtuhengi í öllum þeim litum, mynstrum og stílum sem þú getur ímyndað þér. Þú finnur til dæmis sturtuhengi í eftirfarandi litum:
-
Hvítum
-
Bláum
-
Gylltum
-
Gráum
-
Svörtum
Og ýmsum öðrum litum. Þú finnur einnig sturtuhengi með allskyns flottum myndum, eins og: New York leigubíl, pálmatrjám, dýrum, emoji-myndum og allskyns öðrum hönnunum. Það skiptir því ekki máli hvort þú sért að leita að minimalísku, fáguðu eða barnavænu sturtuhengi með skemmtilegum myndum - þú finnur þau öll hjá vidaXL. Skoðaðu úrvalið okkar.
Umbreyttu baðherberginu í friðsæla heilsulind
Elskarðu ekki þessa friðsælu tilfinningu þegar þú stígur inn í heilsulind? Af hverju ekki að skapa þessa sömu tilfinningu heimavið? Hér hjá vidaXL trúum við því fastlega að öll baðherbergi ættu að vera eins og heilsulind. Þú getur gefið baðherberginu þetta kyrrláta yfirbragð með sturtuhengi frá vidaXL. Það eina sem þú þarft að gera er að draga sturtuhengið fyrir til að fá smá næði í sturtunni. Þú getur meira að segja haft hurðina opna þegar þú ert með sturtuhengi. Þetta kemur í veg fyrir að móða komi á glugga og spegla.
Sturtuhengi gerir þér kleift að njóta litlu augnablikanna á hverjum degi, jafnvel þegar þú hefur bara tíma fyrir snögga sturtu á morgnana. Svo getur líka verið dásamlegt að koma úr sturtunni og stíga á þurrt gólfið.
Hin dásamlega heilsulindarstemning
En af hverju bara að kaupa sturtuhengi þegar þú hannar baðherbergi með friðsælum heilsulindarblæ? Spáðu aðeins í það. Þú byrjar og endar daginn á baðherberginu - af hverju ekki að gera það að afslappandi griðastað sem þú elskar? Hér gerirðu þig til fyrir daginn og hví ekki að gera baðherbergið að friðsælu athvarfi? Réttu aukahlutirnir á baðherbergið stuðla að notalegri heilsulindarstemningu.
Baðherbergið er eitt af þessum rýmum sem auðvelt er að flikka upp á án þess að það kosti hálfan handlegg. Það eina sem þú þarft eru nokkrir aukahlutir eins og sturtuhengi, ný handklæði, nýr tannburstahaldara, ný baðmotta og nýr sápuskammtari og þá er glænýja baðherbergið komið. En hvernig byrjarðu eiginlega?
Fyrsta skrefið er að íhuga hvaða stíl þú vilt hafa á baðherberginu. Ef þú ert í leit að minimalísku og nútímalegu útliti þá virkar svart og hvítt alltaf vel. Ef þú vilt hins vegar hafa baðherbergið íburðarmikið þá gæti verið sniðugt að velja einn eða tvo hluti úr marmara, eins og sápuskammtara. Þú getur síðan bætt við dúnmjúkum nýjum handklæðum og nýju sturtuhengi til að gefa rýminu glænýtt yfirbragð.
Toppráðið okkar er að þú veljir litaþema og haldir þig síðan við það. Ef þig langar að gefa baðherberginu bóhemlegan blæ þá er sniðugt að velja jarðliti. Ef útlitið á að vera skandinavískt þá er svartur og hvítur alltaf gott val. Svo toppar auðvitað ekkert að hafa kerti og plöntur á baðherberginu. Ekki má gleyma smáatriðunum.
Mál sturtuhengisins
Áður en þú dembir þér í að kaupa sturtuhengi þá þarftu að íhuga hvaða stærð hengis hentar best á baðherbergið. Byrjaðu á því að átta þig á því hvaða aðferð þú vilt nota til að festa sturtuhengið og hvar þú vilt festa það. Ef stöngin er t.d. nú þegar föst við loftið eða veggina þá þarftu að mæla bilið á milli gólfsins og stangarinnar. Þetta tryggir að þú veljir ekki sturtuhengi sem er annað hvort of langt eða of stutt.
Næst þarftu að ákveða hvort sturtuhengið sé fyrir sturtu eða baðkar. Ef hengið er fyrir sturtu þá þarf það að vera nógu langt til að það nái alveg niður á gólf. Annars kemur það ekki í veg fyrir að vatnið fari út fyrir sturtuna. Ef sturtuhengið á hins vegar að fara yfir baðkar þá þarftu mjög líklega styttra hengi en ella.
Veldu rétta efniviðinn fyrir sturtuhengið
Þú þarft einnig að íhuga úr hvaða efniviði þú vilt að nýja sturtuhengið þitt sé. Sturtuhengi fást í ýmsum efnum eins og:
-
Vinýl
-
Plasti
-
Pólýester
-
Bómull
-
Míkrófíber
Hvaða efnivið ættirðu semsagt að velja? Það fer allt eftir því hvort þú vilt geta þvegið sturtuhengið eða ekki. Sum efni þarf ekki að þvo og ef þú vilt hafa þetta sem auðveldast þá gæti verið sniðugt fyrir þig að velja þessi efni. Sturtuhengi úr vinýl og plasti eru með gúmmíáferð sem auðvelt er að hreinsa og því þarftu í rauninni ekki að þvo þau.
Pólýester er hins vegar efni sem þarf að þvo endrum og eins. Það er auk þess vatnsfælið frekar en vatnshelt. Á móti kemur þó að það er gert úr endurunnum efnum og er því umhverfisvænn kostur.
Gerðu sturtuna skínandi hreina á örskotsstundu
Það er ekkert verra en að skella sér í sturtu og átta sig á því að sturtuhengið er grútskítugt. Það er algjörlega eðlilegt að það fari að sjást á sturtuhenginu með tímanum, sem er einmitt ástæðan fyrir því hversu mikilvægt það er að þrífa hengið við og við. Stundum þarftu algjörlega að skipta út skítugu eða gömlu sturtuhengi, en oftast er þó nóg að þrífa það til að það verði næstum eins og nýtt. Það er því sniðugt að þrífa sturtuhengið í hvert skipti sem þú tekur heimilið eða baðherbergið almennilega í gegn. Fylgdu eftirfarandi ráðum til að gera sturtuhengið skínandi hreint á augnabliki.
-
Byrjaðu á því að taka sturtuhengið af hringjunum.
-
Fylltu næst þvottavélina með heitu vatni á stillingu fyrir fulla vél.
-
Við mælum með því að þú bætir örfáum dropum af þvottadufti við ásamt einum bolla af hvítvínsediki.
-
Settu núna hengið í vélina og þvoðu það á vægri stillingu.
-
Þegar vélin er búin að þvo, settu þá sturtuhengið aftur á stöngina og leyfðu því að þorna þannig. Við mælum ekki með því að þú setjir sturtuhengið í þurrkarann.
Er hægt að þvo sturtuhengi úr plasti?
Já, það má svo sannarlega þvo sturtuhengi úr plasti. Þó þarftu að hafa í huga að þú þværð það á aðeins öðruvísi hátt. Þú þarft fyrst og fremst að þvo það á kaldri stillingu. Síðan mælum við með því að þú hendir einu eða tveimur handklæðum með í vélina. Svo má aldrei setja það í þurrkarann.
Annars gilda sömu reglur og hér að ofan. Í stað hvítvínsediks geturðu notað matarsóda eða bleikiefni án klórs sem aflitar ekki. Bleikiefni er sérstaklega gott til að losna við myglu eða gró.
Hvernig þú þrífur sturtuhengishringi
Úr því að þú ert að þrífa sturtuhengið, af hverju ekki að þrífa hringina í leiðinni? Þú getur auðveldlega þrifið hringina á meðan sturtuhengið er í þvottavélinni. Sturtuhringirnir taka á sig alveg jafn mikla móðu, sápuskán og ryk og sturtuhengið og því geta þeir orðið mjög skítugir. Þeir eru til allrar lukku mjög auðveldir og fljótir í þrifum og þeir verða því eins og nýir á augnabliki.
Að okkar mati er besta og auðveldasta leiðin til að þrífa sturtuhringina að fylla baðherbergisvaskinn með heitu vatni og bolla af hvítvínsediki. Leyfðu hringjunni að liggja í bleyti á meðan hengið er í þvotti. Þegar þeir hafa legið í bleyti í nógu langan tíma, tæmdu þá vaskinn og hreinsaðu hringina í heitu vatni. Þú getur notað fingurna til að nudda sápuskánina eða önnur óhreinindi af.
Verslaðu nýtt sturtuhengi í netverslun vidaXL
Við bjóðum upp á gríðarmikið úrval af sturtuhengjum og aukahlutum og þú finnur því án efa hengi sem hentar baðherberginu þínu frábærlega. Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja nýja sturtuhengið þitt þá er þér alltaf velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við elskum að aðstoða kúnnana okkar við að finna réttu vörurnar sem þeir verða ánægðir með í áraraðir.