Notalegt smábarnaborð og stólar
Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar og því er mikilvægt að velja rétta borðið og stólana fyrir krílin. Sumir telja það óþarfa að fjárfesta í hágæðahúsgögnum fyrir börnin þar sem þau stækka á ógnarhraða. Við viljum meina að krílin okkar þurfi stöðugt og þægilegt barnaborð og stóla sem hægt er að endurselja eða gefa þegar þau vaxa úr grasi.
Hér skoðum við allan efnivið sem býðst því að efniviðurinn hefur áhrif á endingu og gæði. Barnaborð og stólar eiga helst að falla vel inn í aðrar innréttingar heimilisins til að tryggja gott jafnvægi.
Fjölbreytt úrval af barnaborðum og stólum
Það eru fjölmargir þættir sem vert er að hafa í huga í leitinni að barnaborðum og stólum. Mjög algengt er að fólk kaupi venjulegt borð og stóla og setji í stofuna eða svefnherbergi barnsins. Þessi tegund af húsgagnasetti er fáanleg í ýmsum litum og hönnunum. Þá má oft velja á milli setta með uppáhaldsteiknimyndapersónu barnsins eða setta í minimalískum stíl sem fellur vel inn í innréttingar heimilisins.
Annar frábær valkostur er barnaborð og stólar með geymslukössum sem hægt er að nálgast sitthvoru megin við borðið. Gúmmíkassarnar eru lausir og því er auðvelt að þrífa þá hvenær sem er. Megintilgangur borða af þessum toga er að tryggja að barnið hafi allt sem það þarf við hendina og þau eru því tilvalin bæði fyrir leik og heimavinnu.
Borð- og stólasett með innbyggðum bekk er einnig frábær hugmynd. Þessi samblanda af geymsluplássi og sæti er kjörin fyrir börnin. Geymslukistur eru tilvaldar til að halda leikföngum og öðrum hlutum vel skipulögðum. Brúnir og horn eru vel rúnnuð sem tryggir öryggi barnanna. Auk þess býður þessi tegund húsgagns upp á fleira en eitt sæti og það er því fullkomið þegar vinirnir koma í heimsókn.
Hvaða stærð af barnaborði og stólum er sú rétta?
Úrvalið af barnaborðum og stólum er nokkuð ríkulegt og því fást settin í ýmsum stærðum. Stærð settsins fer allt eftir aldri og hæð barnsins. Borð og stólar sem passa saman er sniðugt val. Skoðaðu alltaf mál áður en þú kaupir á netinu svo að þú sért viss um að velja rétt.
Hvernig á að velja rétta efniviðinn?
Tegund efniviðarins hefur áhrif á þægindi húsgagnanna og endingu. Ættirðu að velja húsgagnasett úr plasti eða við? Skoðum hversu ólík efnin eru!
Viðarborð og -stólar fyrir krakka
Gegnheill gúmmíviður er algengur valkostur fyrir barnaborð og stóla úr viði. Húsgagnasett úr gúmmíviði eru umhverfisvæn lausn sem einfalt er að þrífa og setja saman. Viðurinn er þar að auki endingargóður og tryggir öryggi og þægindi við leik.
Barnaborð og stólar úr spónaplötu
Spónaplötur (MDF) eru á viðráðanlegri verði en gegnheill viður en eru alveg jafn stöðugar og hagnýtar. Húsgagnasett úr MDF eru traust og þægileg og fást í ýmsum litum og hönnunum sem börn hafa gaman að.
Barnahúsgögn úr plasti
Húsgögn úr plasti eru létt og auðveld í burði og tilfærslu. Þau eru þar að auki þægileg í viðhaldi og auðvelt er að renna klút yfir þau ef börnin hella niður. Barnahúsgagnasett úr plasti bjóða upp á fjölbreytta valmöguleika á litum og henta best fyrir smábörn.
Fullkomið borð og stólar fyrir börnin - dass af lit og sköpunargleði
Borð og stólar eru hagnýt viðbót við svefnherbergi barnanna eða leikherbergið. Þegar þú velur borð og stóla er gott að hafa áhugamál og tómstundir barnanna í huga. Einnig er gott að huga að endingu og hagnýtni hvers efniviðar.
Hægt er að nota barnahúsgögn fyrir annað og meira en bara sæti. Börnin þurfa að geta leikið sér frjálslega og þjálfað ímyndunaraflið og því er mikilvægt að velja húsgögn sem ýta undir sköpunargáfu barnsins. Þó er einnig gott að hafa bakvið eyrað að barnið gæti þurft að verja þónokkrum tíma í að gera heimavinnuna sína við borðið. Í því tilfelli getur stíll húsgagnanna haft áhrif á framleiðni barnsins.
Ef barninu finnst gaman að leita á vit ævintýranna þegar það leikur þá væri geimþema sniðugur kostur. Á móti kemur að borð- og stólasett með Mikka Mús þema höfðar til nánast allra barna.
Húsgagnasett í formi lögreglubíls er einnig skemmtileg leið til að gera upplifunina einstaka fyrir barnið. Þessi tegund húsgagnasetts er úr spónaplötu með borðplötu í formi skólatöflu ásamt tveimur stólum. Skólataflan er fullkomin fyrir tómstundaiðju, borðspil, púsl eða lestur og hún gerir barninu kleift að læra nýja hluti og æfa sig á skemmtilegan hátt. Innbyggðar hillur veita aukageymslu fyrir ýmsa hluti.