Vegghillur - tímalaus viðbót við hönnun heimilisins
Vegghillur er tilvaldar fyrir horn, veggskot og tóma veggi og þær eru kjörnar fyrir heimilisvörur, skrautvörur og ýmsa muni. Langar þig til að hafa vegginn áberandi? Vegghillur eru svarið. Ertu að endurinnrétta heimilið og langar ekki að nota formúu í verkið? Byrjaðu á því að breyta veggjunum og setja upp vegghillur. Vantar þig geymslulausn? Finndu tóman vegg og bættu vegghillum við hann. Þú finnur not fyrir vegghillu í hvaða herbergi sem er í húsinu. Meira að segja bílskúrnum.
Ekkert annað húsgagn veitir eins stílhreina geymslulausn og vegghillan. Lítið mál er að koma samræmi á innréttingarnar með vegghillum og punkturinn yfir i-ið er að þær þurfa ekki einu sinni gólfpláss.
Bættu vegghillum við forstofuna
Ef forstofuveggurinn þinn er tómur og óspennandi en þú þarft engu að síður geymslu fyrir trefla töskur, húfur og slíkt þá er sniðugt fyrir þig að skoða vegghillur í allskyns tegundum og gerðum sem henta hverjum og einum. Hvort sem þú vilt hillurnar mjóar, með ósýnilegum festingum eða með góðu geymsluplássi þá finnurðu mismunandi gerðir, efni og liti hjá vidaXL.
Þú getur líka notað hilluna sem skrautmun í staðinn fyrir geymsluhirslu og þannig haft listaverk, myndaramma og minjagripi til sýnis. Eða kannski viltu hafa vegghengdar kubbahillur sem þú getur sett hina og þessa skrautmuni eða plöntur á. Skrautkörfur eru tilvaldar til að geyma hluti sem þú vilt ekki hafa til sýnis.
Skreyttu stofuna með vegghillum
Þú hefur úr nægu að velja til að fegra stofuna, hvort sem það eru veggskápar eða vegghillusett. Ef þú vilt hafa ríflegt geymslupláss og skúffur til að hafa margmiðlunartæki, fjarstýringar, geisladiska, DVD-diska og tímarit þá þarftu líklega veggskáp. Ef planið er hins vegar að hafa einungis sjónvarpið á hillunni þá er einföld vegghilla nóg. Gakktu þó úr skugga um hillurnar séu vel festar.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á vegghillusett með stökum hillum. Það má auðvitað nota hillurnar bæði sér eða saman og þú getur leikið þér við að hafa þær á mismunandi veggjum og í mismunandi samsetningum svo að þær henti innréttingunum sem best.
Gefðu eldhúsinu meira pláss með vegghillum
Flest eldhús eru troðfull af pottum, pönnum, hnífapörum, bollum, ýmsum eldhúsáhöldum og öllu þar á milli. Það er einfaldlega aldrei hægt að vera með of mikið geymslupláss í eldhúsinu. Ef þú ert efins um hvort eldhúsáhöldin muni líta vel út á vegghillu þá munu matreiðslubækurnar, eldhúskrukkurnar og allir bollarnir sem þú hefur safnað í gegnum árin í það minnsta taka sig vel út á hillunni.
Með smá fyrirhöfn geturðu umbreytt eldhúsinu og gert það flott og stílhreint. Þú getur sett pottaplöntur og allskyns einstaka hluta á hillurnar á skipulagðan hátt. Við mælum með því að þú veljir hillur í eldhúsið sem eru auðveldar í þrifum. Þú færð fjölbreytt úrval af vegghillum hjá vidaXL sem eru bæði endingargóðar og auðveldar í þrifum.
Búðu til leshorn með vegghillueiningu
Ólíkt veggskápum þá gera vegghillur þér kleift að sjá titlana á bókunum þínum og þú freistast þannig til að lesa meira og oftar. Áttu safn af bókum? Bækur líta afar vel út á teningslaga vegghillum. Þú finnur þessa tegund af hillum hjá vidaXL og þær fást með fáum eða mörgum hillum.
Ef þú býrð yfir veggskoti sem þú getur gert að notalegum leskrók þá er ekkert betra en hornhilla á veggnum til að hafa allar uppáhaldsbækurnar til sýnis. Það eina sem þú þarft er afslappandi hægindastóll í hornið og þá er allt svo gott sem komið.
Hangandi bókahilla með rúmfræðilegu letri myndi sóma sér vel fyrir ofan rúmið eða í barnaherberginu fyrir ofan skrifborð barnsins. Það er frábær leið til að gera börnin spennt fyrir heimalærdómnum. Þegar geymslukassar og geymslukistur duga ekki til að geyma allt smálegt í barnaherberginu þá eru veggfestar hillur með mörgum hólfum tilvaldar til að geyma leikföng, spil eða safngripi.
Geymdu snyrtivörurnar þínar á vegghillum
Vegghillur eru tilvaldar á baðherbergið hvort sem þú vilt fylla rýmið fyrir ofan vaskinn eða hafa klósettpappírinn fyrir ofan klósettið og innan seilingar. Hillur úr hertu gleri eru tilvaldar á baðherbergið en þó er einnig hægt að hafa þær hvar sem er á heimilinu.
Hvernig geturðu hagrætt baðherbergishillum? Þú getur haft bómullarhnoðra og eyrnapinna í heillandi ílátum, ilmkerti í fallegum glösum eða rúllað handklæðum saman og sett þau í litlar tágakörfur. Þú getur einnig geymt förðunar- og hárdót í körfum ef þú vilt ekki hafa hlutina til sýnis. Endurnýttar glerkrukkur eru fullkomnar fyrir förðunarburstana. Svo má ekki gleyma gerviplöntum eða alvöru pottaplöntum ef þú vilt gefa baðherberginu ferskt útlit.
Fyrir stílhreint yfirbragð er gott að hafa ekki of marga hluti á hillunni og hafa bil á milli hlutanna. Einnig er sniðugt að hafa bæði hagnýta og skrautlega muni á hillunni.
Notaðu vegghillur sem miðpunkt
Það þarf ekki mikið til að vegghilla líti vel út. Vegghillur gefa þér færi á að nýta veggpláss og búa til svæði sem grípur augað. Ímyndaðu þér hvernig svartar vegghillur geta t.d. myndað andstæðu á hvítum vegg. Miðpunktur getur verið eins einfaldur og þetta. Þú getur notað ýmsa hluti til gera vegghilluna áberandi og persónulega. Þetta geta verið allt frá listmunum til vandaðra harðspjalda bóka og fjölskyldumynda.
Stakar hillur í mismunandi stærðum grípa augað á sama hátt. Þú getur haft áberandi hillu í hvaða herbergi sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að festa hilluna á þann vegg sem þú vilt vekja athygli á og skreyta hana svo eftir þínum óskum og smekk. Ónotað veggpláss er fullkomið í verkið. Þú þarft ekki einu sinni mikið af lausu plássi. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á glæsilegt úrval af mjóum vegghillum.
Þó er ekki svo að segja að þú getir ekki notað þessar sömu hillur á hagnýtan hátt. Fallegar körfur, box eða lítil ílát eru fullkomin til að geyma nauðsynjamuni og halda hlutunum vel skipulögðum.
Hvernig þú velur réttan efnivið fyrir vegghillur
Vegghillur fást í fjölbreyttum efnum, allt frá samsettum viði til áls, og þær henta því hvaða útliti sem er og gera þér kleift að nýta rýmið á hagnýtan hátt. Mikilvægt er að efniviður falli vel inn við önnur húsgögn í rýminu. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á vegghillur í miklu úrvali efna og þar á meðal eru:
Viður
Ef þú ert í leit að endingargóðu efni sem er jafnvel líka rakaþolið, þá er samsettur viður besti kosturinn. Sjálfbærni er einnig einn af fjölmörgum kostum viðar sem efni í húsgögn. Margar af viðarhillunum okkar eru handgerðar og því gerir sérstætt æðamynstur og handbragð hverja vöru einstaka. Þetta eru kostir sem eru þess virði að velja.
Gott er að hafa í huga með baðherbergishillur að hitastig og vatn geta haft áhrif á við. Alltaf er hægt að hafa hillur úr gleri inná baði en ef þig langar að vera með viðarhillur þá er tekkviður afar góður í þeim tilgangi.
Gler
Glerhillur eru yfirleitt algengastar í baðherbergjum og þvottaherbergjum en þær geta einnig verið afar fallegar í stofunni, borðstofunni eða eldhúsinu. Gler er ekki aðeins stílhreint og fágað heldur er það einnig auðvelt í þrifum. Hafðu þó í huga að gler er viðkvæmt efni, jafnvel þótt það sé hert öryggisgler.
Glerhilla undir verðlaunagripi, vínflöskur eða glervörur er sniðugur möguleiki. Í nútímalegu rými gætirðu skreytt glerhillur með bókum og samtímalist. Eða þú er kannski hrifnari af eldhúshillu úr gleri fyrir allar plönturnar þínar. Sama hver stíllinn er þá geturðu reiknað með vidaXL. Við bjóðum upp á allskyns glerhillur í öllum verðflokkum.
MDF
Ef þú ert í leit að hágæðaefni sem hefur sama styrk og gegnheill viður, en er engu að síður ódýrara, þá er MDF lausnin. MDF-hillur eru endingargóðar og auðveldar í þrifum. Vegghengdar hillur úr MDF eru afar tilvaldar í minimalísk rými þar sem þú getur valið hillur með földum festingum. Vegghengdi eiginleikinn gerir gæfumuninn fyrir útlit rýmisins.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á MDF-hillur í allskyns litum, hvort sem þær eru svartar, hvítar, gráar, brúnar, rauðar eða bláar. Þær falla almennt mjög vel að nútímalegum, retrólegum og skandinavískum innréttingum.
Málmur
Flest fólk hugsar um iðnaðarinnréttingar þegar það hugsar um málm. Þú getur annað hvort valið hillur algjörlega úr málmi eða í blöndu af málmi og viði. Hver sem smekkurinn þinn kann að vera þá á málmhilla alltaf vel við heimili í iðnaðarstíl. Ef þú vilt að húsgögnin þín séu einstök þá þarftu ekki að leita víðar en að handgerðu vegghillunum okkar. Sérstakt formið, æðamynstrið og liturinn gerir útlitið einstakt.