Barnarúm sem auðgar barnæsku barnsins
Börn þurfa viðeigandi rými til að lifa, leika, vaxa og hvíla sig. Öll börn og smábörn eiga góðan nætursvefn skilinn. Þannig verður barnið að glöðum og heilbrigðum einstaklingi. Ef þú vilt tryggja barninu þínu góðan nætursvefn þá er vel þess virði að íhuga kaup á barnarúmi.
Barnarúm eru lítil rúm sem eru gerð fyrir börn frá tæplega tveggja ára aldri upp í sjö ára aldur. Þú finnur barnarúm í verslunum um allan heim. Þetta er í rauninni rúm fyrir börn sem eru of stór fyrir rimlarúm en of lítil fyrir unglinga- eða fullorðinsrúm.
Þó að rúm fyrir börn geti verið á stærð við rimlarúm þá ætti barnið að fá nóg pláss fyrir góðan nætursvefn. Barnarúm getur því verið frábær fjárfesting ef þig vantar eitthvað á milli rimlarúms og fullorðinsrúms.
Hvað er barnarúm?
Börn þurfa rúm sem hæfir þeirra aldri. Rétta rúmið veitir barninu þægindi og vellíðan. Rúmið ætti til dæmis að vera í stærð sem gerir barninu auðvelt að komast úr því. Á móti kemur að rúmið þarf að vera nógu stórt til að það sé engin hætta á að barnið rúlli úr rúminu í svefni.
Þannig undirbýrðu í rauninni börnin þín fyrir næstu þroskastigin. Barnarúm eru mikilvæg fyrir börn þar sem þau stuðla að góðum vexti og þroska. Börnin eru ekki lengur algjör smábörn en þau eru þó heldur ekki nógu gömul til að færa sig yfir í rúm fyrir táninga. Þegar börn eru að vaxa þá vilja flestir foreldrar helst að börnin fái góðan og öruggan nætursvefn.
Fyrsta flokks barnarúm eru smíðuð þannig að barnið ætti að sofa þægilega og örugglega. Einkennismerki frábærs barnarúms er hönnunin. Yfirleitt er lögð áhersla á virkni þegar fullorðinsrúm eru hönnuð. Börn hafa hins vegar gaman af rúmum sem eru skemmtileg og ánægjuleg. Þetta gætu verið rúmgrindur á borð við kappaksturbíla eða prinsessurúm með himnasæng.
Hvað gerir rúm að góðu barnarúmi?
Barnarúm eru minni en meðalrúmið fyrir fullorðna. Það eru einnig yfirleitt einhvers konar öryggisrimlar á barnarúmi, svipað og með rimlarúm. Barnarúm eru þrátt fyrir allt notuð til að venja barnið af rimlarúminu.
Foreldrar ættu að hafa nokkra eiginleika í huga þegar þeir velja barnarúm. Hvort sem þú skoðar rúmgrindur í eigin persónu eða á netinu þá þarftu að vita að hverju þú ert að leita. Rúmið ætti fyrst og fremst að vera rétta blandan af traustleika og barnavænum eiginleikum. Grindin ætti einnig að vera örugg fyrir barnið.
Barnarúm ætti í stuttu máli að stuðla að góðri heilsu og þroska barnsins. Þannig að áður en þú velur hvaða barnarúm sem er þá er mikilvægt að þú vitir hvað gerir gott barnarúm.
Fyrsta flokks gæði
Framúrskarandi barnarúm er gert úr hágæðaefnum (eins og við) sem eru peninganna virði. Mikilvægt er að foreldrar velji rúmgrind sem endist lengi. Barnið gæti þrátt fyrir allt þurft að eiga rúmið í nokkuð langan tíma.
Það fer að mestu eftir því hvenær barnið fær rúmið og hvenær það verður of stórt fyrir rúmið. Sérfræðingar segja að þú getir keypt rúm fyrir barnið þitt þegar það nær 18 mánaða aldri og að barnið geti síðan fengið stærra rúm þegar það verður 2-3 ára. Í sumum tilfellum gætirðu þurft að kaupa nýja rúmgrind á hverju ári, en í öðrum tilvikum gæti grindin enst alla smábarnagönguna.
Að lokum ættu foreldrar einnig að velja rúmgrind sem veldur ekki meiðslum með grófum eða skörpum brúnum.
Stærð grindarinnar
Smábarnarúm eru yfirleitt um 125 til 150 cm á lengd. En breiddin getur verið mismunandi, allt eftir þeim stíl eða eiginleikum sem þú eða börnin þín kjósa. Sum rúm eru líkari rimlarúmum, en önnur eru líkari fullorðinsrúmum. Sum barnarúm gefa til dæmis færi á tvíbreiðri dýnu!
Foreldrar ættu einnig að hafa skapgerð barnsins í huga, þar sem möguleiki er á að barninu finnist gaman að leika sér með því að hoppa í rúminu. Þótt að þetta sé auðvitað ekki megintilgangur rúmsins þá er engu að síður notalegt fyrir barnið að hafa nóg pláss til að hoppa á. (Það er auðvitað líka nauðsynlegt að finna rúmgrind sem getur tekið höggin við öll hoppin.)
Ef þú ætlar að versla barnarúm á netinu þá geturðu notað síur til að finna réttu stærðina af rúmgrind. En hvað sem þú endar á að velja, þá er mikilvægt að þú veljir grind sem virkar fyrir þarfir barnsins þíns og stærð svefnherbergisins.
Burðargeta
Flest smábarnarúm ættu auðveldlega og örugglega að geta borið barnið á meðan það sefur. Flestar rúmgrindur fyrir börn geta þó ekki borið meira en um 22 kg. Foreldrar ættu því að hafa í huga að það er takmarkað hversu lengi börn geta notað smábarnarúm. Sum börn gætu til dæmis verið í þyngri kantinum.
En ef þú kaupir mjög traustan ramma þá ættirðu að komast hjá þessum takmörkunum. Þar að auki gætirðu líka keypt stærra tvöfalt rúm fyrir barnið þitt, sem þýðir barnið nýtur góðs af styrktri rúmgrind. Að lokum gæti verið sniðugt að skoða barnarúm í húsgagnabæklingum!
Mundu bara að það er afar mikilvægt að þú munir að spyrja starfsfólk í verslunum um burðarþol þeirrar rúmgrindar sem þú ert að skoða.
Af hverju foreldrar ættu að velja barnarúm
Það eru til ýmis barnarúm í nánast hvaða húsgagnaverslunum og barnadeildum sem er. En foreldrar ættu að velja grind sem er byggð úr traustum efnum en er jafnframt þægileg. Það getur þó verið erfitt að finna rúm í góðum gæðum sem er líka með barnvænu útliti.
Barnið fær eflaust vini í heimsókn við og við eða vinirnir koma til að gista og þá finnst barninu án efa gaman að sýna flotta rúmið sitt. Hver veit nema barnið þitt gerist trendsetter og aðrir foreldrar ákveði að kaupa rúm „alveg eins og rúmið sem barnið þitt á“!
Áður en þú kíkir í búð er mikilvægt að þú hafir í huga að sumar búðir selja ekki bæði rúmgrindina og dýnuna. Það er ekki óalgengt að ramba á rúm án dýnu sem krílið fílar - þá þarftu að kaupa dýnuna í annarri búð.
Það eru þó til ógrynnin öll af barnarúmum og þú þarft því ekki að hafa neinar áhyggjur - þú ættir auðveldlega að geta fundið rúm sem hentar þörfum barnsins þíns. Hér eru nokkrar tegundir af rúmum sem þú gætir hugsanlega rekist á:
Rúm sem endurspeglar persónuleika barnsins
Smábarnarúm getur endurspeglað persónuleika barnsins þíns. Ef þú kaupir viðargrind þá geturðu auðveldlega málað grindina í uppáhaldslit barnsins. Svo er líka séns á að krílið fíli bíla. Þá gæti verið sniðugt að velja rúm með kappakstursgrind.
Það eru einnig til rúm með tjaldhimni fyrir börn sem finnst gott að vera í næði. En þessi tegund rúms þarf ekki alltaf að vera fyrir svefn. Sumum börnum finnst kannski gott að nota rúmið til leiks eða lesturs.
Það er auðveldlega hægt að hengja óróa eða skraut á þessa tegund barnarúma. Þú getur einnig hengt upp gardínur til að gefa barninu ennþá meira næði eða notað gardínurnar til að gefa rýminu sérstaka stemningu. Ef barnið þitt elskar prinsessur þá er tjaldhiminn frábær leið til að gera rúmið prinsessulegt. Barnið gæti jafnvel gleymt sér undir tjaldhimninum yfir uppáhaldsbókinni sinni!
Rúm með sniðugri virkni og í skemmtilegri hönnun
Flest börn vilja ekki óspennandi rúm. Þau langar yfirleitt í rúm sem er gaman að horfa á. Húsgögn eru yfirleitt sniðug til að gera meira úr rýminu. Foreldrar ættu að geta fundið grind sem lítur bæði frábærlega út og gerir lífið fyrir barnið auðveldara.
Sum börn hreyfa sig mikið í svefni. Mörg rúm setja til allrar hamingju öryggið í forgang og því eru oft innbyggðir rimlar á rúminu til að koma í veg fyrir að barnið detti úr rúminu. Einnig er mikilvægt að hafa trausta grind sem styður við dýnuna. Sum börn geta þrátt fyrir allt orðið svolítið æst þegar þau hoppa í rúminu eins og það sé trampólín.
Smábarnarúm bjóða einnig upp á geymslu til að börnin geti geymt uppáhaldsfötin sín nálægt eða leikföng og bækur.
Rúm sem hjálpar börnunum að fara út
Segjum sem svo að fjölskyldan þín sé ævintýragjörn og finnist gaman að vera úti í náttúrunni. Það eru til allskyns rúm sem henta fyrir ferðalög. Sum rúmanna virka einnig eins og tjöld. En vissirðu að rúmin geta einnig haldið skordýrum í burtu?
Það er oft mikilvægt fyrir foreldra að geta verndað börnin sín gegn skordýrabitum. Ef þú býrð til dæmis á svæði með lúsmýi eða öðrum skordýrum sem bíta þá gæti verið gott fyrir börnin að vera með flugnanet í kringum sig. Svefntjald með flugnaneti getur einnig komið sér vel fyrir barnið þitt þegar þið farið í útilegu.
Það eru til allrar hamingju til allskyns barnarúm með innbyggðum flugnanetum. Skordýravernd gerir barninu kleift að njóta háttatímans sama hvort hann er innan eða utan heimilisins.
Kauptu hið fullkomna smábarnarúm í dag!
Í dag er hægt að fá allskyns barnarúm. Flest barnarúm og rimlarúm eru fyrir innanhússnotkun og bjóða upp á geymslupláss undir dýnunni. En svo er líka hægt að fá rimlarúm sem henta í útilegunni.
Rúmgrind og dýna í hagnýtum stíl geta verið frábær kostur fyrir heimilið en þessi möguleiki er þó oft ekkert sérstaklega spennandi fyrir börn. Allra best er ef þú getur farið milliveginn og fundið rúm sem er skemmtilega útlítandi, öruggt og þægilegt fyrir barnið.
Börn sem eru að vaxa eru oft með mikið af þörfum og því er oft úr mörgum mismunandi rúmum að velja. Börn ættu að geta sofið rólega hvar sem er - hvort sem það innan fjögurra veggja heimilisins eða á ferðinni.
Öll börn eiga skilið friðsælan nætursvefn í rúmi sem hentar þeim. Sem betur ættu foreldrar að geta fundið rétta stærð og tegund af rúmi sem börnin þeirra ættu að elska. Undirbúðu barnið þitt fyrir næsta þroskaskrefið með hinu fullkomna barnarúmi!