Finndu rétta leiktjaldið fyrir börnin þín
Leiktjald er frábær afþreying fyrir börn. Krakkar elska króka og kima þar sem þeir eru tilvaldir fyrir spennandi leiki með vinunum. Börn ímynda sér oft allskyns skemmtilega hluti og leiktjöld eru alveg kjörin fyrir þetta. Tjaldið er alveg sérstaklega þægilegt fyrir foreldra sem vinna heima og þurfa að finna leiðir til að halda börnunum uppteknum þegar vinnan kallar.
En hvaða leiktjald ættirðu að velja? Úrvalið af leiktjöldum er stórt og mikið og því getur oft reynst erfitt að átta sig á því hvaða tjald er best fyrir útileiki. En hafðu engar áhyggjur. Í þessum leiðbeiningum leiðum við þig í gegnum valferlið á leiktjaldi sem mætir þörfum barnanna þinna.
Hvaða efnivið ættirðu að velja fyrir tjaldið?
Valið á efnivið ákvarðar útlit og endingu tjaldsins. Leiktjöld fyrir börn fást í allskyns efniviðum sem hver hefur sína kosti og galla. Skoðum aðeins algengustu efnin svo að valið verði þér auðveldara.
Bómull
Bómull er vinsælasti efniviðurinn í leiktjöldum. Hér höfum við hefðbundið efni sem notað hefur verið í tjöld í áraraðir. Meginkosturinn við bómull er sá að hún andar vel og leyfir gott loftflæði, sem kemur í veg fyrir að raki og fúkkalykt breiðist um rýmið. Bómull þolir þar að auki flest veðurskilyrði. Ef vel er hugsað um bómullartjald þá ætti það að endast í mörg ár. Eini ókosturinn er sá að bómullartjald getur verið nokkuð þungt.
Pólýester
Pólýester er annað efni sem er afar vinsælt í dag og er orðið nokkuð algengt í tjöldum. Þetta er ódýrt efni sem gert er úr plasti. Eldri útgáfur af pólýester eru ekki eins endingargóðar og þær sem til eru í dag. Nú til dags eru efnin mun sterkari, endingarbetri og léttari en í denn. Tjald úr nútímalegu pólýester er mun léttara en gömlu tjöldin. Það er einnig mjög vatnsþolið og þolir útfjólubláa geisla vel. Ókosturinn getur þó verið sá að léttleikinn getur valdið hávaða í miklum vindi.
Nælon
Ef þig langar í útilegu með börnunum þínum þá mælum við með leiktjaldi úr næloni. Þessi efniviður er léttur og því er afar þægilegt að bera hann. Tjöld úr næloni eru þar að auki ein af ódýrustu tjöldunum. Þau eru auk þess vatnsheld og þorna hratt og svo krefjast þau lítils viðhalds þar sem þau verða sjaldan fyrir vatnsskaða.
Önnur atriði til að hafa auga með
Fyrir utan efniviðinn eru nokkrir þættir sem gott er að hafa bakvið eyrað þegar þú kaupir leiktjald. Þetta ætti að auðvelda þér málið og spara þér ómakið við að þurfa að skoða ógrynnin öll af tjöldum.
Stærð og lögun
Leiktjöld fást í mismunandi lögunum og stærðum. Mikilvægt er að þú veljir hönnun sem þú telur að börnunum þínum muni líka. Ef þú ert til dæmis að leita að tjaldi sem börnunum finnst skemmtileg þá er sniðugt að velja leiktjald með göngum. Þú þarft einnig að hafa fjölda barnanna í huga. Ef mörg börn eiga að geta leikið í tjaldinu þá þarftu að velja tjald í stærra lagi.
Öryggi
Öryggi barnanna er afar mikilvægt. Þetta felur í sér nokkur atriði og á meðal annars við efnivið tjaldsins. Veldu tjald sem er gert úr eiturefnalausum efnum sem eru 100% örugg. Þar á eftir er mikilvægt að þú gangir úr skugga um að engir skarpir hlutar séu á tjaldinu. Súlur fylgja með flestum tjöldum en þær ættu að vera barnvænar.
Uppsetning
Þetta er fyrir foreldrana. Uppsetning tjaldsins er atriði sem mikilvægt er að ná réttu. Sum leiktjöld eru flóknari í samsetningu og þetta getur reynst áskorun, jafnvel fyrir foreldra. Pop-up tjöld eru afar þægileg að þessu leytinu til þar sem auðvelt er að setja þau upp og taka þau niður. Ef þú ert á leiðinni í fjallgöngu þá er pop-up tjald tilvalið. Þetta sparar þér tíma og ómak við samsetningu.
Geymsla
Einnig er mikilvægt að þú veljir leiktjald sem er þægilegt í geymslu. Þegar krakkarnir eru búnir að leika sér þá viltu geta tekið tjaldið niður og geymt það á auðveldan hátt. Sumar hannanir eru þægilegri í geymslu en aðrar. Tjald sem er nógu fyrirferðarlítið til að hægt sé að geyma það á hillu myndi til dæmis auðvelda þér lífið til muna.
Verslaðu frábær leiktjöld fyrir börnin á netinu
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á frábært úrval af fyrsta flokks leiktjöldum sem eru hönnuð fyrir þarfir allra. Við bjóðum upp á tjöld í mismunandi efnum, litum og vörumerkjum og þú finnur því án efa eitthvað sem hentar þér.
Það skiptir ekki máli hvort þú sért í leit að pop-up tjaldi eða einfaldlega leiktjaldi fyrir barnaherbergið - við eigum rétta tjaldið fyrir þig. Skoðaðu úrvalið okkar í dag til að finna rétta leiktjaldið fyrir börnin þín.