Finndu besta fuglahúsið í garðinn þinn
Þótt gróðursæld hafi aukist á Íslandi á undanförnum áratugum getur þó verið erfitt fyrir fiðruðu vinina að finna sér rétt hreiðurstæði. Þess vegna er tilvalið að setja upp fuglahús í garðinum. Gott fuglahús getur komist ansi nærri náttúrulegu heimili fuglanna og veitir þeim næði, skjól og öryggi. Það er þó ekki jafneinfalt og það virðist að velja rétt fuglahús.
Mismunandi tegundir hafa misjafnar þarfir þegar kemur að hýbýlum og hvernig fuglahús hentar þeim. Fyrir suma fugla skiptir máli í hvaða átt op hússins snýr. Fyrir aðra skiptir stærð inngangsins mestu og fyrir enn aðra er það rúmmálið að innanverðu. Fuglahús henta heldur ekki öllum fuglategundum.
Flestir smáfuglar eru þó viljugir til þess að nýta sér fuglahús til hreiðurgerðar svo það getur verið þess virði að setja eitt eða tvö hús upp í garðinum. Við tókum saman nokkur góð ráð sem vert er að lesa ef þig langar að setja upp fuglahús.
Úr hverju á húsið að vera?
Flestum fuglategundum líður best í húsi úr náttúrulegum og ómeðhöndluðum viði. Það er þó alveg í lagi að lakka það eða mála að utanverðu. Viður er hlýr, notalegur og endingargóður og því einstaklega góður efniviður í fuglahús. Bestu viðartegundirnar fyrir fuglahús í garðinn eru t.d.:
-
Rauð fura
-
Sedrusviður
-
Krossviðarplötur
-
Fura
Sumum fuglum líst ekkert á nýjan við svo það getur verið góð hugmynd að hengja húsið upp nokkrum mánuðum fyrir varptímann og leyfa því að veðrast aðeins. Fuglar byrja að leita sér að stað fyrir hreiðurgerð á vorin. Það er best að setja húsið upp áður en eiginlegur varptími hefst svo fuglarnir hafi nægan tíma til að skoða húsið og taka ákvörðun um hvort það hentar til búsetu.
Pólýresín plastblanda er einnig vinsæll efniviður í fuglahús. Hún er einstaklega endingargóð og er að auki veður- og tæringarþolin og þarf lítið viðhald. Allt þetta gerir pólýresín að góðum efnivið fyrir fuglahús.
Hvernig ætti húsið að vera í laginu?
Ekki allar fuglategundir hafa sömu þarfir þegar kemur að hreiðurstað. Ýmsir fuglar af grípuætt vilja búa þétt saman. Fyrir þá er góð hugmynd að setja upp fjölbýlisfuglahús.
Músarrindlar eru einbúar og kjósa helst lítil hús á meðan þrestir vilja hafa nóg pláss í kringum sig í stærri húsum.
Flestir garðfuglar ættu þó að geta sætt sig við hús sem er ca 15x30 cm að grunnflatarmáli. Ef þú vilt laða stærri fugla í garðinn, t.d. uglur eða fálka, þarf aftur á móti sérsniðið fuglahús fyrir hverja tegund.
Hversu stór á inngangurinn að vera og hvar á að staðsetja hann?
Fyrir smáfugla þarf inngangurinn jafnan ekki að vera stærri en 3-4 cm að þvermáli. Ef þú vilt bjóða minnstu fuglunum skjólshús má inngangurinn ekki vera of stór svo ekki sé hætta á að aðrar stærri tegundir yfirtaki húsið. Ef opið er breiðara en 4 cm er hætta á óboðnum gestum sem ráðast á hreiður annarra fugla.
Svölur eru sérstaklega gjarnar á að búa sér hreiður í fuglahúsum. Þær komast í gegnum jafnvel minnstu op sem völ er á. Ef ætlunin er að laða mismunandi fugla að garðinum þínum er gott ráð að setja upp tvö eins fuglahús með 6 metra millibili. Svölur hafa sitt yfirráðasvæði svo ef þær koma sér fyrir í öðru húsinu má búast við því að önnur tegund taki hitt.
Hvað þarf að hafa í huga við uppsetningu á fuglahúsi?
Þegar búið er að velja rétta húsið, eða réttu húsin, fyrir garðinn er gott að kynna sér hvernig er best að setja þau upp á réttan hátt. Jafnvel bestu húsin missa aðdráttaraflið fyrir fuglana ef þau eru fest upp á rangan hátt. Þú þarft að hafa nokkra þætti í huga við uppsetninguna.
Festingarbúnaður
Það eru nokkrir mismunandi uppsetningarmöguleikar í boði fyrir fuglahús. Þeir algengustu eru frístandandi hús, hangandi og veggfest. Sumir fuglar vilja helst hangandi hús sem rólar með vindinum á meðan aðrar tegundir vilja hafa allt með kyrrum kjörum. Rétt uppsetning hjálpar þér að laða réttu fuglana í garðinn.
Staðsetning
Fuglahús ættu að vera í góðri fjarlægð frá fuglaböðum og fóðurbrettum þar sem meiri læti eru sem gætu raskað ró verðandi foreldra í húsinu. Ef húsið er meira afskekkt er það líka betur falið fyrir rándýrum. Best er að það séu nokkur tré í kring þar sem foreldrarnir geta komið sér fyrir á grein og fylgst með fjölskyldunni. Sumir fuglar kjósa þó hús á opnari stöðum.
Hæð
Það er misjafnt hvað fuglar vilja hafa hreiðrið sitt hátt frá jörðu. Uglukassar eru settir upp í 2-8 m hæð, finkur og þrestir vilja hafa hreiðrið í 2-3 m hæð, meisur þurfa 2-5 m og ýmsar gríputegundir vilja helst 2-5 m hæð. Munið að festa húsin tryggilega, sama í hvaða hæð þau eru sett upp.
Hreinsun og eftirlit
Óháð því af hvaða tegund íbúarnir eru þarf að hreinsa reglulega út úr fuglahúsinu. Ef nauðsyn ber til geturðu fylgst með vexti og þroska unganna.
Viltu laða fleiri fugla í garðinn þinn? Skoðaðu fuglahúsin sem fást hjá okkur og finndu það rétta fyrir garðinn þinn.