Tryggðu vernd gegn veðrinu með útileguskjólvegg
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru útileguskjólveggir frábærir til að loka á vind. Þetta er þó ekki það eina sem þeir nýtast vel í. Skjólveggur í útileguna er líka tilvalinn leið til að auka næðið á tjaldsvæðinu. Þú getur því rólega notið morgunkaffisins, síðdegislúrsins eða kvöldmatarins í ró og næði frá fólki og vindi. Það finnst fáum gaman að sötra kaffi eða borða kvöldmat í roki eða með forvitna nágranna hangandi yfir sér.
En útileguskjólveggir eru ekki bara fyrir útilegur. Þeir eru líka frábærir til að taka með sér á ströndina. Þannig geturðu notið sólarinnar í ró og næði án þess að fá sand í augun eða svaladrykkinn. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af allskyns útileguskjólveggjum bæði í útilegutilgangi og öðrum tilgangi. Skoðaðu úrvalið okkar á þessari síðu.
Þarftu virkilega skjólvegg í útileguna?
Finnst þér gaman í útilegum en ertu ekki viss um hvort þú þurfir skjólvegg? Þú getur auðvitað auðveldlega haldið í útileguna án skjólveggs en trúðu okkur þegar við segjum að þegar þú hefur prófað skjólvegg þá áttu ekki eftir að skilja hvernig þú hefur verið án hans í öll þessi ár. Hvort sem þú vilt skjól frá veðrinu eða næði frá nágrönnum þá er útileguskjólveggur alveg tilvalinn. Þú setur einfaldlega skjólvegginn utan um borðið og stólana þína og þá færðu samstundis meira næði og skjól.
Hér hjá vidaXL mælum við með því að þú fjárfestir í skjólvegg sem er traustur gegn flestri veðráttu en er jafnframt léttur - það nennir enginn að ferðast með meiri þyngd en þörf er á. Þú þarft einnig að hafa stærð og lögun veggsins í huga. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á allskyns laganir og stærðir af skjólveggjum og þú ættir því alveg örugglega að finna skjólvegg sem hentar þér.
Af hverju að kaupa skjólvegg?
Hjá vidaXL trúum við því að skjólveggir séu algjör nauðsyn fyrir notalega og skemmtilega útilegu. Eins og við nefndum hér að ofan þá bjóða útileguskjólveggir upp á skjól gegn vindi og svo færðu auk þess næði frá forvitnum nágrönnum. Reiturinn þinn á tjaldsvæðinu verður því strax mun notalegri. Skjólveggur getur umbreytt blautri og vindasamri útilegu í sannkallað ævintýri. Svo færðu þar að auki pásu frá sólinni á heitum sumardögum ef þess er þörf.
Hvert seturðu útileguskjólvegg?
Það sem er frábært við útileguskjólvegg er að þú getur notað hann bæði með tjaldi, bíl eða húsbíl þar sem þú getur sett hann hvert sem er. Þó mælum við með því að þú setjir skjólvegginn eins nálægt tjaldinu, bílnum, húsbílnum eða borðinu og stólunum og þú getur. Ef þú setur skjólvegginn of langt frá stólunum þá gæti vindurinn farið á milli og þá er skjólveggurinn til einskis.
Veldu rétta útileguskjólvegginn
Þú vilt auðvitað velja rétta skjólvegginn alveg frá upphafi. Við mælum því með því að þú hafir eftirfarandi atriði í huga:
-
Þyngd - við nefndum þetta stuttlega hér að ofan. Við mælum með því að þú veljir léttan skjólvegg. Ef þú vilt hins vegar mjög traustan skjólvegg þá gæti verið sniðugt að velja þyngri vegg. Hafðu bara í huga að hann á eftir að taka aðeins meira pláss.
-
Stærð - vantar þig skjól fyrir tvær manneskjur eða stóra fjölskyldu? Þetta hefur áhrif á stærð nýja skjólveggsins.
-
Ending - ertu að fara í útilegu í heitum eða blautum og vindasömum aðstæðum? Ef veðrið er mjög líklegt til að vera óútreiknanlegt þá þarftu traustari eða endingarbetri skjólvegg en ella.
-
Tilgangur - ertu að fara að nota skjólvegginn fyrir næði, sem vörn gegn vindi eða sem vörn gegn sólinni?
Þegar þú hefur íhugað atriðin hér að ofan þá ættirðu að geta fundið rétta útileguskjólvegginn fyrir þig.
Eini staðurinn sem þú þarft fyrir útilegudót
Þú færð ekki aðeins fjölbreytt úrval af útileguskjólveggjum hjá vidaXL - við bjóðum einnig upp á ýmsa aðra útileguhluti á borð við:
Nú er ekkert sem stoppar þig í að fara í næsta útileguævintýrið. Ef þú ert með spurningar eða þarft aðstoð við að velja nýja útilegudótið þitt eða skjólvegginn þinn, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við aðstoðum þig með gleði.