Falleg listaverk fyrir heimilið
Það að bæta listaverkum við innréttingarnar er eins og að bæta aukahlutum við fötin þín. Listaverk eru í rauninni rúsínan í pylsuendanum. Falleg húsgögn gera rýmið bæði hagnýtt og heillandi en listaverk heimilisins setja punktinn yfir i-ið.
Þeir húsmunir og listaverk sem þú velur á heimilið geta haft afgerandi áhrif á útlit innréttinganna, rétt eins og þegar þú klæðir þig. Of fá listaverk fá rýmið til að líta tómt út, á meðan of mörg listaverk geta verið yfirþyrmandi. Ef listaverkin eru of lítil þá getur það fengið rýmið til að virka of hófsamt. Risastór verk geta hins vegar auðveldlega orðið of yfirgnæfandi.
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig þú kemur jafnvægi á innréttingarnar þá erum við þér innan handar! Við bjóðum upp á mikið úrval af listaverkum sem henta vel á hvaða heimili sem er, í hvaða stíl sem er. Við bjóðum einnig upp á gagnleg ráð varðandi val á listaverkum.
Að hverju ætti ég að leita þegar ég vel listaverk á heimilið?
Vinsælustu tegundir listaverka á heimilið eru meðal annars vegglist, skúlptúrar og frístandandi skrautmunir (t.d. vasar og pottar). Mismunandi listaverk skapa mismunandi sjónræn áhrif. Hver áhrifin verða veltur á ýmsum atriðum.
Efniviðurinn sem listaverkin eru gerð úr hefur áhrif á hvaða yfirbragð verkin gefa rýminu. Listaverk úr viði gefur rýminu hlýtt og notalegt yfirbragð, þá sérstaklega ef viðurinn er í náttúrulegum lit. Málmur bætir aftur á móti köldum en jafnframt fáguðum blæ við rýmið. Steinn, steinsteypa og leir eru efni sem gefa heimilinu dass af náttúru. Gakktu úr skugga um að listaverkin sem þú velur fyrir heimilið séu í samræmi við núverandi innréttingar.
Oftar en ekki ætti stíll listaverksins að passa við stíl herbergisins. Þó er þér einnig óhætt að vera með opinn huga og blanda saman hinum og þessum þáttum. Í nútímalegu innirými geturðu til dæmis auðveldlega bætt við málmhlutum til að gefa rýminu iðnaðarlegan blæ. Eins getur verið notalegt og hlýlegt að blanda nokkrum viðarlistaverkum í skandinavískum stíl við iðnaðarlegt heimili. Það besta við að velja listaverk fyrir heimilið er að þú hefur frelsi til að leyfa sköpunargáfunni að ráða ríkjum og þú getur því fegrað eignina þína eins og þig lystir.
Hvað varðar stærð þá gilda mismunandi reglur fyrir mismunandi tegundir af listaverkum. Miðja strigans (eða veggfyrirkomulagsins) ætti að vera í augnhæð og listaverkið ætti að taka um 60-75% af því veggplássi sem er í boði. Sömu hlutföll eiga við ef þú vilt hengja verkið fyrir ofan húsgögn á borð við sófa. Skoðaðu listaverk sem eru um 2/3 til 3/4 af stærð húsgagnanna.
Listaverk fyrir hvert herbergi og hvern smekk
Breyttu útliti og stemningu heimilisins með réttu listaverkunum! Það skiptir ekki mála hvaða herbergi þig langar til að fegra - þú finnur án efa hina fullkomnu vegglist til að færa herbergið á næsta plan. Úrvalið af listaverkum er gríðarmikið og þú getur því skreytt alla veggi heimilisins á þann hátt sem þig langar. Algengt er að setja stórt og fallegt listaverk fyrir ofan rúmið. Þó er auðveldlega hægt að hafa hlutina öðruvísi: Veggfestur skúlptur í formi höfuðkúpu af nauti grípur til dæmis vafalaust augað.
Listaverk sem hafa sögu að segja
Hvað gæti mögulega toppað veggfest listaverk á striga? Vegglistaverk í fimm pörtum! Það eykur dýpt rýmisins og gefur herberginu skemmtilega áferð. Veggfyrirkomulag með mörgum listaverkum í ýmsum stærðum er því alltaf æskilegra heldur en eitt stórt listaverk. Sett á borð við þessi eru yfirleitt með striga í frábærum gæðum og því eru litir og smáatriði verkanna alveg hreint stórkostleg. Auk þess er auðvelt að þrífa partana og það lengir líftímann.
Skapandi og einstök listaverk
Vertu skapandi og skreyttu veggina með skemmtilegum listaverkum á borð við flott heimskort eða dýrafígúrur úr svartmáluðum málmi. Þessi tegund listaverka er minimalísk en setur jafnframt sterkan svip á rýmið þar sem hún myndar andstæðu við ljóslitaða veggi og lýsir þannig ævintýralegri hlið á þér. Þú getur einnig prófað að skrifa skemmtileg skilaboð á veggina þína. Valkostirnir eru margir og þú finnur því án efa réttu skrifin sem veita innblástur í öllum herbergjum heimilisins. Þú getur t.d. hengt hnýtilist á vegg í bóhemlegu svefnherbergi. Þessi tegund listaverka er eftirtektarverð og gefur veggjunum heimilislegt og náttúrulegt yfirbragð.
Áberandi listaverk
Klæddu (veggina) í sparidressið! Þú getur gefið heimilinu alveg einstakt útlit með því að bæta óvenjulegum listaverkum við herbergi heimilisins! Allt má - hvaða verk sem er gæti gripið augað! Þú flikkar auðveldlega upp á iðnaðarlega innréttingu með því að hengja hauskúpu úr áli af annað hvort nauti eða gasellu upp á vegg. Svo gætirðu auðvitað líka verið með bílaparta eða flugvélaparta ef þig langar - þeir segja ýmislegt um persónuleikann þinn eða tómstundaiðjurnar þínar.
Listaverk fyrir börn
Það sætasta sem hugsanlega er hægt að gera í barnaherbergi er að skreyta veggina. Ýmsir skemmtilegir og fallegir möguleikar eru í boði. Falleg skrif á vegginn eru einföld og áhrifarík leið til að láta börnin vita að þau séu ávallt elskuð. Uppáhaldsdýr barnsins úr málmi getur gefið fallega andstæðu við litrík húsgögn og aukahluti í herberginu. Og af hverju ekki að líta á uppstoppaðan haus af bangsa sem listaverk? Börnin munu dýrka mjúka og krúttlega nærveru bangsans á veggnum og hann getur þannig gert hversdaginn gleðilegri fyrir barnið.