Heitustu trendin: Úrvalsstefna

Meðan stílar eru tímalausir eru trendin heit

 

Áberandi, ríkulegt og vissulega eftirtektarvert. En fyrst og fremst er það alls staðar þessa dagana. Úrvalsstefnutrendið er ein vinsælasta nálgunin í innanhússhönnun. En fyrir bert augað lítur trendið út eins og skipuleg óreiða. Úrvalsstefnutrendið gefur frá sér einstaka fegurð.

Það byggir á ólíkum húsgagnastílum, mynstrum sem ættu ekki að fara saman, litapallettu sem kemur á óvart. Þegar áberandi húsgögnum og fínpússaðri áferð er bætt við, leiðir það af sér samhljóm skilningarvitanna.

 

 

Byggðu úrvalsstefnulitapallettuna þína

Til að ná fram ríkulegri en yfirvegaðri úrvalsstefnu þarf að einblína á eina hugmynd: veldu sterkan aðallit og mildaðu hann með fallegum, hlutlausum litum. Ekki óttast að prófa þig áfram með því að sameina liti upp á meiri dýpt. Svona byggirðu sterkan litagrunn sem leyfir frekari mynstursamsetningu.

 

 

Rétt notkun forma og efna

Úrvalsstefna snýst um áferðir og blöndu tímabila og stíla. Bættu nútímalegum vörum með hreinum línum og blandaðu við fyrirferðarmeiri eða gamaldags húsgögn. Til að ná fram réttu umhverfi skal nota ólíkan efnivið sem dregur fram önnur húsgögn. Marmari og gler passa mjög vel við lúxusefni eins og flauel eða leður. Mynstur eru alltaf ómissandi og má nota á veggfóður, flott teppi eða aukahluti, til að fá sjarmerandi ryþma og endurtekningu.

 

      

Ekki gleyma 'statement'-húsgögnum

Tókum við það fram að úrvalsstefnuhönnunin verður að vera áberandi? Bættu nokkrum kraftmiklum vörum sem stela sviðsljósinu. Hafðu stærð herbergisins í huga og leyfðu þér að leika þér. 'Statement'-húsgagnið má vera listaverk, skrautmunur, eða frakkt húsgagn.