Bjóddu nútímalegar og litríkar innréttingar velkomnar! Komdu þér í gírinn og gerðu heimilið flott og líflegt!

 

3 bestu ástæðurnar fyrir því af hverju nútímalega & litríka innanhússtrendið er svona vinsælt

Nútímalega & litríka innanhússtrendið hefur náð vinsældum af því að það gerir heimilið frísklegt og nútímalegt. Það blandar saman líflegum litum sem fá rýmið til að syngja og svo eru fjörlegir húsmunir tilvaldir til að skapa skemmtilegan og spennandi blæ!


@theeastldnstylist

Nútímalega útlitið

1 / 3

Hugsaðu stílhreint og fágað! Veldu húsgögn í áhugaverðum línum, mynstur sem grípa augað og laganir sem teljast óvenjulegar. Þetta snýst allt um að halda hlutunum nútímalegum, þægilegum (jafnvel fyrir gæludýrin) og flottum!

@marta_projektuje

Líflegir litir

2 / 3

Litir geta umbreytt hvaða rými sem er og innitrendið okkar fagnar akkúrat þessu! Settu orku og persónulegan blæ á heimilið með litríkri litapallettu, áherslumunum sem grípa augað og djörfum mynstrum.

@styletyhome

Líflegir húsmunir

3 / 3

Bættu dass af fágun við heimilið með dásamlegum húsmunum - og það á góðu verði! Notaðu líflega vegglist eða skemmtilega púða með mynstri til að setja sjarma og karakter á heimilið.

 

Ómissandi hlutir sem fullkomna nútímalegar & litríkar innréttingar

Þegar þú hannar nútímalegar og litríkar draumainnréttingar þá er sniðugt að skoða ómissandi húsmuni í leiðinni.


10% afsl. Vinsælt núna
+ 4 valkostir
14.409,00 kr

með VSK

Vinsælt núna
+ 9 valkostir
28.859,00 kr

með VSK


 

5 bestu stílráðin fyrir nútímalegar & litríkar innréttingar

Hér eru fimm sniðug stílráð sem hjálpa þér með nútímalega & litríka innanhússtrendið:

  1. Gáskafullar mottur: Veldu líflega og gáskafulla mottu til að fá rýmið til að grípa augað. Veldu mottu með djörfu mynstri eða dass af björtum lit til að koma með almennilega yfirlýsingu.
  2. Áhersluveggurinn: Málaðu einn vegg í áberandi lit eða settu líflegt veggfóður á vegginn svo að hann grípi augað. Þetta er auðveld leið til að gefa rýminu smá drama og persónuleika.
  3. Blanda af áferðum: Leiktu þér með mismunandi áferðir á borð við flauel, gervifeld eða prjón. Settu saman ýmsar áferðir til að gefa rýminu dýpt og heillandi yfirbragð.
  4. Litríkar gardínur: Lífgaðu upp á gluggana með skemmtilegum gardínum eða gluggatjöldum. Þetta setur dass af lit á herbergið en gerir einnig heildarútlit rýmisins örlítið mýkra.
  5. Leiktu þér með spegla: Hengdu upp áhugaverðan spegil með litríkum ramma sem setur bæði stíl og praktík á heimilið. Speglar fá rýmið til að virka stærra og svo setja þeir líflegan blæ á rýmið.

 

Fáðu innblástur frá kúnnunum okkar og nútímalegu & litríku innanhússhugmyndunum þeirra

Langar þig til að sjá alvöru töfra? Skoðaðu flottu og litríku innréttingarnar hjá viðskiptavinunum okkar og nældu þér í innblástur fyrir þitt eigið heimili.

 

Fáðu enn meiri innblástur