Heitustu trendin: Hvítt og ljóst

Vanmetinn máttur yfirvegunar

 

Hvaða þýðingu hefur hvítur litur fyrir þig? Hvítur er víða álitinn standa fyrir hreinleika, ró og fágun. Við notum öll hvíta hluti þegar við skreytum - bæði húsgögn og smáhluti. Hvað finnst þér um alhvíta innréttingu?

Það er klassískt að nota hvítt á heimilið. Hvítt og ljóst er eitt af nýjustu trendunum og við erum með augun á því. Sjáum hvernig við getum hannað rými út frá hvítum tónum og hvaða reglum er best að fylgja.

 

 

 

Hvernig hannar maður hvíta innréttingu

Hvítt virkar í öllum herbergjum. Það myndar rólegt og notalegt andrúmsloft. Liturinn hefur einnig yfir sér hreinlegan og flottan blæ og er þess vegna svona algengur í eldhúsum. Hvítur hentar öllum rýmum og lætur smærri herbergi virka stærri og bjartari.

Margir óttast þó flata, hvíta innréttingu og óttast að hún verði kuldaleg og steríl. Hægt er að forðast þetta með þumalputtareglunni um hvítt ofan á hvítt. Raðaðu saman ólíkum hvítum tónum fyrir kósý stemningu. Þú stjórnar því hvernig það er gert. Þú getur valið að nota hvít lykilhúsgögn og bætt aukahlutum í öðrum tónum til að undirstrika lúkkið. Annars geturðu haft stærstu hlutina í hlutlausum litum og notað hvítan til að draga þá fram enn frekar. Reyndu alltaf að skapa jafnvægi - það dugar ekki að hafa allt hvítt í gegn.

 

 

Áferð getur breytt öllu 

Hvítt rými kallar fram fágun og glæsileika. Til að forðast sjúkrahússtilfinninguna og ná að skapa heimilislegan hlýleika skaltu bæta inn ríkulegum áferðum. Valið er undir þínum smekk komið og þeim stíl sem þú vilt ná fram. Hvítt passar við allt mögulegt.

Bættu inn náttúrulegum við fyrir skandinavíska tilfinningu. Hvítt með múrsteinum - hvítt með lit, er gullfallegt. Marmari með hvítu vekur athygli með margslungnu mynstri. Bættu inn áferð s.s. ull, bómull eða silki. Leiktu þér með ólíka hvíta tóna og margbreyttum, hlutlausum litum til að fá hvítt, mínimalískt rými.

 

      

Máttur andstæðna

Hvítur er sterkur í sjálfum sér. En þetta lúkk er þó ekki einangrað í hvíta trendinu, heldur auðgar það með fallegum andstæðum. Blandaðu saman beinhvítum sófa og mottum og aukahlutum í rjómalitum tónum og komdu svo með grænan lit með plöntum. Svona færðu fersklegt og kósý heimili.

Bláir tónar taka hvíta innréttinguna á næsta stig. Miðjarðarhafslúkkið virkar gríðarvel í nútímalegu eldhúsi með einstöku "útlandalúkki". Hvítur litur hjálpar þér líka að leika þér með lýsinguna í rýminu. Bættu inn glærum munum og málmi. Í samblandi við gler, silfur og gull myndast úr hvítum litnum "strigi" sem má hafa sem yfirvegaðan grunn.