Heitustu trendin: Flauel

Nútímafágun með flauelslúkki- & áferð

 

Flauel hefur verið til í árhundruði og er enn eitt vinsælasta trendið í innanhússhönnun. Sem efniviður hefur flauel þróast frá dökkleitu, viktoríönsku útlitinu, í nútímalega lúkkið sem við þekkjum í dag. Það besta við flauelið er að það passar alls staðar. Það fellur vel við öll rými, útstillingar, stíl og húsgögn. Með flaueli má ná fram djarfri hönnun með áberandi mublum, eða er hægt að ná fram stilltari framsetningu með flauelsaukahlutum. Síðast en ekki síst hvetur flauel þig til að leika þér með andstæður til að ná fram einstökum svip í rýmið.

 

 

Burðarstykki

Sem efni er vekur flauel athygli á sjálfu sér. Þegar það fær að vera brennidepillinn í innréttingunni myndar það lúkk sem er engu öðru líkt. Eftir hvaða rými þú ert að innrétta skaltu velja flauelsvöru sem dregur að sér alla athyglina. Ef þú færð þér flauelssófa í stofuna nær hún fyrst að njóta sín alveg. Þú getur valið milli Chesterfield flauelssófa í björtum litum eða mínímalísks stykkis með málmfótum fyrir nútímalegra lúkk. Flauelsrúm nær fram fágun í svefnherberginu. Ef þú vilt hafa útstillinguna elegant skaltu velja íburðarmikla hönnun eða opna rýmið með einföldum línum í hlutlausum litum. Við mælum líka með því að bæta flauelsstól með háu baki til að skapa kósý horn til að slaka á á kvöldin. Borðstofustólar úr flaueli bæta dass af stíl inn í rýmið. Hér geturðu sett tóninn með því að velja milli nútímahönnunar með ríkulegri flauelsáferð eða viktoríansks áklæðis í dekkri lit.

 

 

Lúxusaukahlutir

Ef stórir munir úr flaueli eru of mikið fyrir þinn smekk má fegra rýmið með aukahlutum. Bestu flauelsaukahlutirnir eru þeir sem gefa heimilinu rómantískan blæ. Hægt er að bæta svefnherbergið með náttborðum eða bekkjum við fótagafl úr flaueli. Flauelgólfpúðar- og skemlar eru ótrúlega flottir og þægilegir og henta hverju stofurými, sama í hvaða stíl það er fyrir. Annað sem gæti orðið miðpunktur athyglinnar er sófaborð með flaueláferð - en þetta er svolítið öðruvísi leið til að skapa fágað andrúmsloft. Ef þú ert hikandi við að skreyta með flaueli, mælum við með að skreyta fyrst gluggana. Flauelgardínur færa rýminu dýpt, á meðan smærri hlutir eins og púðar og lampaskermar bæta við ríkulegri áferð.

 

      

Dramatískir litir vs. mýkri litapallettur

Trendið stefnir aftur að hefðbundnari notkun á flaueli, en þar sjáum við dramatíska liti í bland við gljáandi hnappa og andstæða sauma. Til að sýna smá dirfsku skaltu velja gimsteinalitað flauel í dökkgrænum, djúpbláum eða vínrauðum litum. Nútímanálgunin í innhanhússhönnun hvetur okkur til að beita stillingu við notkun á flaueli. Til að gefa heimilinu mjúklegan og skemmtilegan tón, skaltu velja bleikt, ljósblágrænt eða jafnvel hvítt flauel. Engar áhyggjur af ljósari litum, ef þú velur flauel sem hefur verið meðhöndlað gagnvart blettum geta mublurnar enst í áraraðir.