Þægileg garðhúsgögn úr rattan

Sumarfrísstemning allan daginn, alla daga, í þínum eigin garði

 

Rattangarðhúsgögn kveikja á nostalgíu hjá mörgum. Rattanið ber með sér retrólegt útlit frá 7. áratugnum en efniviðurinn er engu að síður ferskari í dag en nokkru sinni fyrr. Rattangarðhúsgögn heyra undir náttúruefnatrendið og þau geta spilað stórt hlutverk þegar verið er að skipuleggja stemninguna á útisvæðinu. Húsgögn úr rattan setja skemmtilegan suðrænan blæ á garðinn.

Rattantrendið er afar heitt og er komið til að vera. Rattanhúsgögn eru notaleg, smart og hlýleg og eru tilvalin þegar garðurinn á að vera afslappandi staður fyrir heimilisfólkið. Húsgögnin fá þig til að hugsa um langt og gott sumarfrí – og erum við ekki öll til í það?

 

 

Þú átt eftir að elska rattan í garðinum og hér eru ástæðurnar

Rattan hefur alltaf verið frábær kostur þegar kemur að garðhúsgögnum. Það hefur verið notað í sólbekki, borðstofusett og allt þar á milli og það fæst í ýmsum útfærslum sem passa fyrir alls kyns útirými. Hér hefurðu ákaflega slitsterkan efnivið og þá skiptir engu hvort um sé að ræða náttúrulegt rattan eða gervirattan.

Pólýrattan er mun harðgerara en náttúrulegt rattan þótt bæði efnin líti mjög svipað út. Pólýrattan þolir erfið veðurskilyrði, útfjólubláa geisla og tærist ekki þótt það standi úti. Þar að auki er rattan einstaklega slitsterkt og er bæði auðvelt í viðhaldi og þrifum.

 


Díll Vinsælt núna
105.529,00 kr

með VSK

-10% Vinsælt núna
117.349,00 kr

með VSK

Versla vörur keyboard_arrow_right


Rattangarðhúsgögn passa hvar sem er

Húsgögn úr rattan eru sívinsæl þar sem þau passa alls staðar inn og það má nota þau á ýmsan hátt á útisvæðinu. Langar þig til að hanna afslappandi og bóhemlegt rými? Þá eru rattanhúsgögn tilvalin. Elskarðu retrólegan 7. áratuginn og vilt meira af honum í tilveruna? Tímalaus rattanhúsgögn sveifla þér aftur í tímann á augabragði.

Rattanhúsgögn henta bæði innan- og utanhúss og þau eru tilvalin til að hanna notalegt afdrep fyrir góða afslöppun. Ofin áferð rattanhúsgagna er tímalaus og tónar vel við önnur húsgögn og muni í rýminu. Rattan kemur einnig í fjölmörgum litum og áferðum og því er auðvelt að finna húsgögn sem henta þeim stíl sem er ráðandi í rýminu.

 

 

Settu upp strandarstemningu í garðinum með rattanhúsgögnum

Garðhúsgögn úr rattan eru svo gott sem nauðsynjavara í heitu suðrænu loftslagi. Með húsgögnum og skrautmunum úr rattan er hægt að skapa algjöra sumarfrísstemningu í garðinum. Fyrir létta strandarstemningu skaltu velja garðhúsgögn úr rattan í ljósbrúnum tónum eða Miðjarðarhafshvítum litum.

Notaðu aukahluti til að setja punktinn yfir i-ið. Veldu teppi og púða í hvítum og bláum tónum eða með suðrænu mynstri. Skreyttu með hnýtilist, hvítum kertum og mildri lýsingu á borð við hangandi rattanluktir. Bættu síðan skrautlegum rattankörfum, bambuskollum og bómullarpúðum við rýmið.

 

Rattanhúsgögn og stílfærsla

  • Blandaðu saman garðhúsgögnum úr rattan og aukahlutum úr viði, gleri og náttúrulegum efnum til að skapa afslappað andrúmsloft.
  • Notaðu plöntur til að undirstrika afslappaða frístemninguna og suðrænan blæ rattangarðhúsgagnanna.
  • Leiktu þér með mismunandi litatóna. Rattanhúsgögn koma gífurlega vel út í strandarstemningu og þar virka jarðtónar í bland við djúpbláa og skærgræna liti ákaflega vel.
  • Fyrir minimalískt útisvæði skaltu velja hvít eða svört rattanhúsgögn. Bættu aukahlutum eða húsgögnum úr gegnheilum viði í mjúkum tónum við rýmið til að setja notalegan svip á svæðið.

 

 

Rattangarðhúsgögn endast í áraraðir

Rattanhúsgögnin okkar eru gerð úr ofnu PE-rattan sem er endingargott og auðvelt í þrifum. Efnið er auk þess blettaþolið og það er nóg að skola af því með garðslöngu. Þurrkaðu ryk reglulega af húsgögnunum með rökum klút.

Þó rattan sé veðurþolið þá mælum við með því að þú setjir húsgögnin í geymslu yfir vetrartímann. Annar möguleiki er að nota yfirbreiðslur sem verja húsgögnin gegn alls kyns veðráttu. Með réttri umhirðu endast húsgögnin afar vel til lengri tíma.

 

Náðu þér í innblástur