Skraut fyrir jólatréð: Keypt eða heimagert?

Lífstíll · 15. nóvember 2022

Við erum afar spennt að segja þér frá jólaskrauti! Hvað getur verið skemmtilegra en að koma saman í stofunni og skreyta fallegt og hátíðlegt jólatréð? Ferlið við að skreyta jólatréð getur í sjálfu sér haft mikla þýðingu þar sem hjarta hátíðanna er yfirleitt við jólatréð. Þegar þú skreytir jólatréð þá færðu tækifæri á að verja tíma með fjölskyldu og vinum á meðan þú notar sköpunargáfuna til að fegra heimilið fyrir jólin.






Jólatréð er miðpunktur stofunnar, heimilisins og hátíðanna. Þetta getur sett pressu á þann sem skreytir jólatréð. Við reynum á hverju ári að finna nýjar og betri leiðir til að skreyta heimilið. Ef þú ert að velta fyrir þér hvað þú þarft til að setja jólatréð í hátíðarbúning þá erum við þér innan handar. Við skoðum allskyns leiðir til að skreyta tréð, mismunandi tegundir skrauts, ómissandi hluti og frábærar handavinnuhugmyndir (DIY).

Þú getur leyft sköpunargáfunni algjörlega að ráða ríkjum þegar þú skreytir jólatréð. Tískustraumar skipta auðvitað máli og geta hjálpað okkur að einhverju leyti. En jólatréð þitt ætti þó að endurspegla þinn einstaka persónuleika rétt eins og innréttingarnar á heimilinu. En hvernig áttu þá að skreyta jólatréð? Svarið er einfalt: Hvernig sem þú vilt! Ef þig langar í tré úr grænum blöðrum þá er þér velkomið að vera með svoleiðis tré! Eða sígilt gervitré með handgerðum tjullkúlum? Af hverju ekki! Leyfum okkar að hafa gaman þegar kemur að jólatrésskrautinu!






Hvað gerir jólatré undurfagurt?


Ef þú vilt skreyta jólatréð eins og fagmanneskja þá þarftu að ná góðu jafnvægi, helst þannig að tréð sé hátíðlegt en þó ekki troðið eða lummulegt. Veittu mikilvægustu hlutunum athygli, eins og meginskreytingum jólatrésins.

Gott er að byrja á því að hugsa um þema. Þetta auðveldar þér valið á réttu skreytingunum. Ef þér finnst erfitt að finna þema þá geturðu alltaf sótt innblástur úr tískustraumum, ársins eða smekk þínum og tómstundaiðjum ásamt innréttingunum heimavið.

Næst þarftu að finna rétta jólatrésskrautið og gefa trénu fallega áferð með notalegum tónum og ljósum. Tilvalið er að reyna að finna jafnvægi á milli þessara þátta þegar þú skreytir jólatréð. Þegar þú velur þema og skraut þá er gott að hafa persónuleikann þinn í huga og hvernig hann passar við stíl heimilisins. Þú verður að muna að setja ljósin á tréð áður en þú byrjar að skreyta! Lestu áfram til að komast að röð og staðsetningu skrautsins.






Búðu til þína eigin jólakúluhönnun




Jólatrésskaut & áferðir


Allir vita að aðalskraut jólatrésins er jólakúlur, blómsveigar, ljós, allskyns annað skraut, jólastjarna og dúkur undir tréð. Þessir hlutir fást í allskyns stílum, litum og stærðum og þú hefur því úr nógu að velja. Aðaláskorunin er að finna leið til að skreyta jólatréð á fallegan hátt. Við hvetjum þig til að gera það á eftirfarandi hátt:

  • Byrjaðu á því að setja uppáhaldsskrautið þitt á bestu staðina á trénu.

  • Dreifðu stærri hlutum nálægt botni trésins jafnóðum. Til að gefa jólatrénu dýpt þá er gott að setja minna skraut nær toppnum.

  • Hafðu í huga að gott er að hengja þyngra skraut nær trjábolnum. Það gefur trénu dýpt og ríka áferð.

  • Taktu nokkur skref afturábak og athugaðu hvort þú sjáir göt á trénu með engu skrauti. Blómsveigur eða nokkrar perlukeðjur gætu gert gæfumuninn. Hér er vert að nefna efnivið jólatrésskrautsins. Valið er þitt: Leiktu þér með allskyns efni á borð við flauel, fjaðrir, gler eða jafnvel alvöru blóm!




Povezani izdelki:





Falleg og stílhrein litaþemu fyrir jólatréð


Þegar kemur að litum á jólatrénu þá er gott að vera með litaþema sem þú getur farið eftir. Þumalputtareglan er að nota aðeins þrjá mismunandi liti saman. Litaþema jólatrésins fer eftir stíl trésins. Ef þú vilt t.d. að tréð sé minimalískt þá gæti verið sniðugt að vera með blöndu af snjóhvítu skrauti, málmkenndu skrauti fyrir háglansandi blæ og smávegis af rauðu skrauti til að gefa trénu sígilt yfirbragð. Ef þú vilt að útlitið sé hefðbundið þá er tilvalið að vera með rautt og gulllitað litaþema á jólatrénu. Ef þú vilt hafa skandinavískan svip á jólatrénu þá er kjörið að vera með hlutlausa liti (t.d. brúna tóna eins og drappaða eða ljósgráa) og einstaka skraut í silfruðum eða gulllituðum tónum.

Þú ert kannski að velta fyrir þér hvaða litir passa fallega saman á jólatréð. Við leggjum til að þú prófir eftirfarandi litaþemu sem hafa notið mikilla vinsælda í ár:

  • Prófaðu umhverfisvænt jólatrésskraut! Jarðlitir, hlýir gylltir tónar og brúnir viðartónar eru afar fallegir í hvítu umhverfi.

  • Allir litir regnbogans birta upp á heimilið og gefa því hátíðarstemningu! Líflegir litir eins og bleikur, djúpblár og skærappelsínugulur gætu virkað vel til að koma þér í hátíðarskapið. Bjartir litirnir fá þig til að hugsa til liðins sumars.

  • Pastellitir eru sívinsælir. Ef þig langar að hafa litaþema jólatrésins friðsælt og settlegt þá er sniðugt að velja ljósfjólubláan.


 

Scandi Christmas tree decoration



Hin ómissandi jólatrésljós


Jólatrésljós eru hápunktur trésins. Þau gefa trénu hátíðlegt yfirbragð og gera skrautið meira áberandi. Ef þú ert óviss um hvernig þú átt að hengja jólaseríuna á tréð, mundu bara að ljósin fara alltaf fyrst á!

Mikilvægt er að þú setjir ljósin á jólatréð áður en þú byrjar að skreyta það - það gerir lífið þitt svo miklu auðveldara. Dreifðu ljósaseríunni í kringum tréð. Gul ljós* gefa rýminu samstundis hlýtt og notalegt yfirbragð. Ef tréð er um 120 cm hátt þá er gott að vera með um 10 m langa seríu.

Þú hefur þó einnig kost á því að kaupa gervijólatré með áföstum LED-ljósum. Þetta sparar þér ómakið við að þurfa að setja seríuna á tréð og taka hana af aftur á hverju ári, svo ekki sé minnst á að þurfa að passa sig á að týna ekki seríunni. Hverjum finnst svosem gaman að þurfa að greiða úr jólaseríunni á hverju ári?

xl tip

*Sumir kjósa hvít eða blá ljós á jólatréð þar sem þau gefa rýminu hátíðlegan blæ. Svo má ekki gleyma að sum ljós eru með allskyns skemmtilegri virkni og geta því tindrað, leiftrað, slökkt rólega á sér, kveikt og slökkt á sér til skiptis eða kveikt og slökkt á sér á raðbundinn hátt.




Povezani izdelki:





Búðu til þitt eigið jólaskraut: Handavinna fyrir jólatréð


Hvað gerirðu þegar þig langar í einstakt jólatré? Í tré sem grípur augað og verður samstundis hjarta heimilisins? Sem heillar alla gestina þína? Svarið er einfalt - þú leggst í handavinnu og býrð til þitt eigið jólatrésskraut!

Handgert jólaskraut fær heimilið þitt til að skara framúr þegar kemur að skreytingum. Þú getur búið skrautið til úr gott sem engu og besti parturinn er að þú getur sett þinn eigin frumlega svip á hátíðirnar.

  • Tómstundavörur. Þetta getur verið eins einfalt og nál, þráður, skæri og límbyssa.

  • Efni eins og tjull, flauel eða jafnvel gallaefni. Skoðaðu hvað hentar með þemanu þínu og búðu til allskyns frumlegt skraut úr borðum og vefnaði*.

  • Allskyns hlutir úr náttúrunni til að gefa heimilinu sveitalegan jólablæ. Þú getur til dæmis sett litlar trjágreinar í glerkúlur. Önnur góð hugmynd gæti verið að hengja upp handgert viðarskraut sem þú getur málað.

  • Ertu sælkeri? Þá gæti verið gaman fyrir þig að búa til ætilegt jólaskraut frekar en hefðbundið skraut.

  • Ímyndaðu þér hvað þú getur búið til margt úr lituðum pappír, lími og glimmeri. Búðu til mismunandi form með pappírnum og bættu við glimmeri í lokin svo að tréð glitri alveg örugglega!

xl tip

*Við hvetjum þig til að gefa gömlum fötum eins og prjónapeysum eða gallabuxum nýtt líf í staðinn fyrir að kaupa nýtt efni fyrir handgerða skrautið þitt. Það er umhverfisvænt og afar skemmtilegt!





Búðu til þitt eigið englaskraut úr pappa







Við óskum ykkur öllum góðra jóla 💜 teymi vidaXL