Kaup á útihúsgögnum - allt sem þú þarft að vita

Tími utandyra er ómetanlegur. Það skiptir ekki máli hvernig útisvæðið þitt er - hámarkaðu notkun svæðisins eins og þú getur.

Litlar svalir eru fullkomnar fyrir notalegt morgunkaffi, á meðan pallur getur komið í stað borðstofunnar á heitum sumarkvöldum. Ef þú átt stóran garð þá hefurðu tækifæri á að gera hann að algjörum griðastað.

Skoðaðu kaupleiðbeiningarnar okkar varðandi val á garðhúsgögnum til að komast að því hvernig þú velur útihúsgögn sem henta þér. Þú færð allar þær upplýsingar sem þú þarft til að hanna útisvæði sem hentar þér.

 

Veðurþolin útihúsgögn

Stærsti kosturinn við útisvæði er hversu fjölhæft það getur verið. Það er tilvalið til að slappa af eftir langan dag, borða undir berum himni eða fyrir grillveislu. Hér geta börnin þín leikið sér í fersku lofti eða þú getur gert garðyrkju að tómstundaiðju. Svo gætirðu einnig byggt þína eigin heimaskrifstofu í garðinum.  

Við elskum öll sólskinið, en er hægt að njóta garðsins allan ársins hring? Svarið felst í veðurþolnum garðhúsgögnum og ýmsum garðhlutum til viðbótar til að njóta útiverunnar algjörlega óháð veðri.

Fyrsta skrefið í hönnun útisvæðisins er að gefa því ákveðinn tilgang. Það er mun auðveldara fyrir þig að velja húsgögn ef þú veist hvernig þú vilt nota þau. Viltu njóta útsýnisins yfir garðinn allan ársins hring? Veldu veðurþolin húsgögn sem eru notaleg, stílhrein og endingargóð. Þau fást yfirleitt í hönnunum sem henta smekk hvers og eins.

Til að þú finnir réttu húsgögnin fyrir þig þá þarftu að hafa efniviðinn í huga.

 

Besta efnisvalið fyrir garðhúsgögnin þín 

Þegar þú velur efni fyrir garðhúsgögnin þín þá skipta þarfir þínar og smekkur máli. En skoðum fyrst vinsælasta efniviðinn og jafnframt uppáhaldsefniviðinn okkar - rattan. Við elskum rattan af mörgum ástæðum. Það er gífurlega fjölhæft og þægilegt, en það er líka endingargott, veðurþolið, létt og viðhaldslítið. Rattan er ennfremur UV-þolið, sem þýðir að það lítur fallega út ár eftir ár.

Ef þú fílar iðnaðarútlit þá mælum við með léttbyggðu áli og sterkbyggðu dufthúðuðu stáli. Hvorttveggja er veðurþolið og endingargott. Efnin fást einnig í frábærum hönnunum sem henta heimilum í iðnaðarlegum, rómatískum eða nútímalegum stíl.

Svo er það gamli góði viðurinn. Viður er gullfallegur og hlýr og birtir upp á allskyns svæði. Þó þarfnast viður ákveðins viðhalds og einnig þarf að geyma hann innivið í leiðinlegu veðri. Plast er annar frábær valkostur og það er mikið notað í nútímalega garða. Það er þægilegt og viðhaldslítið og þú getur því notið þess í áraraðir.

 

Tegundir garðhúsgagna miðað við tilgang

Þú hefur úr ýmsum mismunandi garðhúsgögnum að velja. Þú getur breytt litlu svölunum þínum í notalegan kaffistað með bístrósetti fyrir tvo. Veldu kringlótt borð og tvo þægilega stóla í þeim stíl sem þú kýst. Einstaklingar sem elska að vera með matarboð á veröndinni þurfa klárlega útiborðstofusett - settin fást í ýmsum gerðum og stílum.

Ef þig langar til að njóta sólarinnar útivið með vinum og vandamönnum þá þarftu útisófa eða borðstofusett. Bættu gólfpúðum við rýmið til að auka sætisplássið eða bættu einingahúsgögnum úr brettum við rýmið og gerðu allskyns form úr þeim - það skiptir ekki máli hvort húsgagnið er með 1 sæti eða 8 sætum. Garðbekkir eru einnig frábær viðbót og hjálpa þér að spara pláss.

Ef garðurinn þinn á að vera slökunarstaður þá mælum við með sólstólum eða heillandi garðrúmum. Útisvæði eru einnig frábær fyrir félagslegar samkomur. Í þessu tilfelli eru samanbrjótanlegir stólar besta lausnin ásamt útipúðum, gólfpúðum eða fótskemlum.

 

Ómissandi aukahlutir fyrir útisvæðið

Hámarkaðu nýtni útisvæðisins með fylgihlutum sem gera útiveruna auðveldari á allan hátt. Á heitum sumardögum þarftu alveg pottþétt sólhlíf til að vernda þig gegn heitri sólinni. Svo þurfa öll útipartíin grillsett og nokkra samleggjanlega barstóla til viðbótar.

Haltu útisvæðinu hreinu og snyrtilegu með því að hafa að minnsta kosti einn geymslukassa. Veldu þann sem hentar garðhönnuninni þinni best og notaðu hann til að geyma púða eða aðra aukahluti. Þú getur einnig notað hann sem aukasæti. Róla eða hengirúm er líka tilvalið þegar þú vilt eiga gæðastundir útivið. Ef þú vilt geta notið rólunnar eða hengirúmsins á kaldari dögum þá mælum við með því að þú kaupir eldstæði. Þægilegir púðar og teppi fullkomna notalega stemninguna á haustkvöldum.

 

Útihúsgögn sem auðvelt er að viðhalda 

Þegar hugað er að vali á útihúsgögnum þá er auðvelt viðhald mikilvægur þáttur. Veldu hluti sem auðvelt er að þrífa. Yfirbreiðslur fyrir útihúsgögn eru einnig þess virði að fjárfesta í. Þær eru vatnsheldar og vernda þau húsgögn sem þú getur ekki geymt innivið í vondu veðri.

Ef þú hefur þessa þætti í huga þá getur auðveldlega verið gaman og ánægjulegt að velja garðhúsgögn. Skoðaðu rýmið, áttaðu þig á því hvaða tilgangi þú vilt að rýmið gegni og kauptu hluti sem uppfylla þarfir þínar. Hér að neðan erum við með skrá yfir uppáhaldsgarðhúsgögnin okkar til að veita þér innblástur þegar þú hannar útisvæðið þitt.