outdoor furniture material guide

Hvernig á að velja besta efniviðinn fyrir útihúsgögn?

Hvaða þætti er mikilvægast að hafa í huga við val á útihúsgögnum? Til þess að rýmið endurspegli notalega heimilistilfinningu er nauðsynlegt að huga að því hvaða stíll sýnir persónuleika íbúanna. Þægindi eru einnig mikilvæg, sem og endingartími húsgagnanna. Það sem bindur öll þessi atriði er saman er efniviðurinn sem er valinn fyrir útihúsgögnin.

Ef þú ert að velta fyrir þér hvers konar útihúsgögn henta best, mælum við með að taka ýmislegt annað með í jöfnuna, t.d. veðurfar, viðhaldsþörf húsgagnanna og verð. Annað sem þarf að hafa í huga við val á útihúsgögnum er hvar þau eiga að standa, að þau séu traust og þoli veðuraðstæðurnar í umhverfinu.

Til þess að skapa notalegt, fjölnota útirými getum við skipt þörfinni upp í tvo flokka; húsgögn og aukahluti. Helstu húsgögnin sem þurfa að vera til staðar eru borð, stólar (eða húsgagnasett), útihúsgögn, sófar eða sólstólar og fylgihlutir eins og sólhlífar, púðar og geymsluhirslur fyrir lausamuni.

 

Veðurþolin útihúsgögn: Leiðarvísir að rétta efniviðnum

Veðurþolin útihúsgögn viðhalda útliti og eiginleikum ár eftir ár. Á svæðum þar sem mikill raki er í lofti og líkur á rigningu þarf að velja húsgögn sem þola regn og raka. Raki getur skemmt viðarhúsgögn með því að valda rotnun og myglu, sem hefur ekki bara áhrif á húsgögnin heldur getur þetta valdið heilsutjóni. Ef þú býrð á svæði þar sem loftraki er hár en vilt samt hafa tréhúsgögn úti við er góð hugmynd að velja húsgögn úr meðhöndluðum harðviði.

Raki getur líka haft áhrif á útlit og endingu annars konar húsgagna, t.d. með ryði og tæringu á málmflötum og getur verpt efniviðinn ef ekki er rétt farið með. Dufthúðað stál þolir mikinn raka og er því tilvalið til notkunar úti við.

Í heitu loftslagi er gott að huga að veðurþoli efniviðarins og tryggja að hann sé UV varinn. Húsgögn sem standa lengi úti eiga það til að upplitast og efniviðurinn getur breyst af völdum veðurs og umhverfisafla. Til að koma í veg fyrir það er pólýrattan frábær kostur þegar kemur að útisvæðinu.

Sum efni upplitast ekki af sólinni en eru þó ekki hentug í miklum hita vegna ofhitnunar, t.d. málmur. Ef það er ekki heillandi tilhugsun að snerta heitan málm í sumarhitanum er meðhöndlaður harðviður ef til vill betri kostur. Gleymum ekki vindinum; vertu viss um að húsgögnin séu nógu þung til þess að haldast á sínum stað, þrátt fyrir að gusti úti fyrir.

 

Hvers konar útihúsgögn endast best??

Málmur er án efa sá efniviður sem endist best. Málmur þolir flest veðurskilyrði og býður upp á fjölbreytni í formi og hönnun. Það er einnig auðvelt að para málminn saman með öðrum efnum, t.d. viði eða gleri, sem gefur fágaðan svip.

Viður er einnig frábær valkostur fyrir endingargóð útihúsgögn. Þó hafa mismunandi viðartegundir ólíka viðhaldsþörf. Akasíuviður er til dæmis vinsæll kostur en hann þolir ekki veður á sama hátt og tekk gerir.

Plasthúsgögn eru kannski ekki fyrir allra smekk en þau eru augljóst svar við spurningunni um endingarbestu útihúsgögnin. Plast býður einnig upp á mikinn sveigjanleika í hönnun þar sem hægt er að móta það í hvaða form og stærð sem er, auk þess að fást í fjölmörgum litum. Skoðum nánar kosti og galla hvers efnis fyrir sig.

 

Tága- og rattanhúsgögn

Þegar útirýmið á að þola veður, vera auðvelt í þrifum og umhverfisvænt mælum við með rattan-tágahúsgögnum. Pólýrattan gerviefnið þolir hvers konar veðurskilyrði mun betur en náttúrutágar og -rattan. Það er einnig auðvelt að halda því við og það hefur náttúrulega áferð. Gervirattan er framleitt úr sterkri pólýetýlen kvoðu sem hefur marga góða kosti. Rattanhúsgögn þola t.d. sólskin og raka án þess að upplitast eða skemmast.

Rattanhúsgögnin eru litþolin, auðþrifin og létt í meðförum, sem hentar vel á svæðum þar sem lítið er um vind. Pólýrattanefnið hentar einstaklega vel fyrir garðsófa og sófasett en kemur einnig vel út í aukahlutum á borð við luktir eða körfur.

*Umhirða og viðhald: Ryksugaðu rattanhúsgögnin reglulega með burstastút sem fjarlægir ryk úr öllum rifum og þurrkaðu yfirborðsfleti með mildri, fituleysanlegri sápu.

wicker and rattan garden furniture

 

Fáguð viðarhúsgögn í garðinn

Það er ekki hægt annað en að falla fyrir viðarhúsgögnum fyrir útirýmið. Viðarhúsgögn hafa yfir sér tímalausan stíl og sjást víða í görðum. Viðarhúsgögn þurfa sitt viðhald, eigi þau að endast vel og lengi. Fyrir útihúsgögn er best ef viðurinn þolir bæði sól og regn.

Mjúkviður eins og fura og sedrusviður er vinsæll en þarf þá að vera rétt meðhöndlaður og fá reglulegt viðhald og umhirðu. Harðviður er hins vegar betri kostur fyrir t.d. sólstóla eða húsgagnasett. Tekkviður inniheldur hátt hlutfall olíu í uppbyggingu viðarins og er því vatnsþéttur frá náttúrunnar hendi. Þetta gerir tekk að afar góðum valkosti þegar kemur að útihúsgögnunum. Þegar viðarhúsgögn eru ekki í notkun, mælum við ávallt með því að nota yfirbreiðslu yfir húsgögnin eða koma þeim fyrir í geymslu innandyra. Sama hversu sterkur viðurinn er og hvernig hann hefur verið meðhöndlaður eru þetta bestu leiðirnar til þess að halda húsgögnunum sem nýjum í lengri tíma.

*Umhirða og viðhald: Til að verja viðinn gegn veðri og vindum þarf að bera þunnt lag af olíu eða vaxi á húsgögnin reglulega og þrífa þau með sápuvatni.

wooder garden furniture

 

Eru útihúsgögn úr málmi besti kosturinn?

Málmhúsgögn eru einstaklega endingargóð og þola áralanga notkun. Sumir málmar henta betur fyrir útihúsgögn en aðrir en það getur farið eftir loftslagi og notkun húsgagnanna hvaða kosti málmurinn þarf að hafa. Dufthúðað ryðfrítt stál þolir til dæmis útfjólubláa geislun betur en járn. Á vindasömum svæðum hentar þyngd málmsins vel, t.d. er bistrósett úr smíðajárni bæði fallegt og nýtist vel þótt það blási.

Málmur er frábær kostur fyrir endingargóð útihúsgögn en hefur þó ákveðna ókosti. Málmhúsgögn geta verið þung, svo skoðaðu vel hver heppilegasta þyngdin er fyrir þau húsgögn sem þú vilt hafa í rýminu (t.d. húsgögn úr smíðajárni). Til að forðast of mikla þyngd gæti verið góð hugmynd að skoða álhúsgögn, sem eru töluvert léttari en járn eða stál. Aðrir málmar, svo sem ryðfrítt stál, eru tæringar- og ryðþolnir og endast í áraraðir.

*Umhirða og viðhald: Ef þú velur útihúsgögn úr málmi þarf einungis að halda þeim hreinum með því að þrífa þau reglulega með mildri sápulausn.

metal garden furniture

 

Útihúsgögn úr plasti: Eins og ný, ár eftir ár.

Útihúsgögn úr plasti eru sívinsæl og það er ástæða fyrir því. Efnið sem er notað í þessi húsgögn er að mestu leyti gert úr pólýetýleni sem er bæði sterkt og létt. Þar sem hægt er að móta plastið á afar fjölbreyttan hátt er hægt að hanna og framleiða plasthúsgögn í ólíkum stíl, frá módern til bóhó.

Útihúsgögn úr plasti tærast ekki og eru hitaþolin og því þurfa þau ekkert viðhald, utan við regluleg þrif. Margir plaststólar eru staflanlegir og því einfalt að geyma þá þegar þeir eru ekki í notkun eða á vindasömum dögum.

*Umönnun og viðhald: Snögg yfirferð með tusku og sápuvatni af og til er allt og sumt sem plasthúsgögnin þurfa til að viðhalda áferð og útliti í langan tíma.

plastic garden furniture