Leiðarvísir fyrir byrjendur í garðyrkju

Garðyrkja getur gert undur fyrir sálarlífið. Og það skal engan undra, því garðyrkja er ánægjulegt athæfi sem hefur marga góða kosti. Garðyrkjuverkefni geta verið afar uppbyggjandi fyrir líkama og sál, ekki síst að sjá árangurinn af eigin vinnu þegar þar að kemur. Það er auðvitað dásamlegt að vera úti og fá ferskt loft í lungun en það er ekki minna virði að fylgjast með gróðrinum dafna og útirýmið lifna við með réttri umhyggju.

Vinsældir garðyrkju sem áhugamáls hafa aukist mikið um allan heim. Þessa vinsældaaukningu má án efa rekja til heilsueflandi áhrifa garðræktar og hún var einnig innblásturinn að ritun þessarar greinar. Ræktun þarf alls ekki að taka mikið pláss. Ástríðukokkurinn getur t.d. ræktað heilmikið af kryddjurtum í eldhúsglugganum eða úti á svölum. Ef það er garðpláss fyrir hendi, er þó hægt að vera stærri í sniðum og rækta skrautplöntur eða útbúa fallega grasflöt.

Þá er einnig margt fólk sem hefur tekið upp á því að rækta grænmeti og nytjajurtir sem hluta af meiri sjálfbærni í lífsstíl. Hvort sem garðyrkjan er áhugamál eða grundvöllur fyrir sjálfbæra framleiðslu, er markmiðið okkar að þessi garðyrkjuvísir nýtist öllum byrjendum vel. Hér færðu góð garðyrkjuráð og allt sem þú þarft að vita um hvernig og hvenær má byrja á garðverkunum.

 

Hvað þarf garðurinn að vera stór?

Þessum leiðarvísi er ætlað að skapa samtal um hina fjölmörgu möguleika sem felast í garðyrkju. Við viljum hjálpa fólki að sjá að garðyrkja er ekki tímafrek eða erfið og hvetja alla sem hafa einhvers konar grænt rými til umráða, sama hversu stórt eða lítið það er, að íhuga möguleikana sem felast í því.

  1. Garðyrkja innandyra

Plöntur og gróður lífga alltaf upp á andrúmsloftið innandyra, sama þótt íbúðin sé lítil. Í þéttbýli þarf oft að sætta sig við það að rækta og hirða um plöntur í pottum eða í litlu rými. Eins og orðið þéttbýli ber með sér, er byggðin þétt og útipláss getur verið af skornum skammti. Íbúar í þéttbýli þurfa því oft að vera hugmyndaríkir og frumlegir þegar kemur að ræktun og það er hugarfar sem þarf að tileinka sér. Plöntur sem þrífast innandyra þurfa yfirleitt einfalda umhyggju á borð við reglulega vökvun og umpottun eftir þörfum. Einnig er um að gera að nýta svalir, séu þær til staðar, og rækta kryddjurtir og jafnvel auðræktað grænmeti. Hvort sem það eru stofublóm eða svalaræktun, mælum við með því að þú lesir áfram um ræktun, umhirðu og uppskeru.

  1. Garðyrkja utanhúss

Þau sem hafa yfir stærra útisvæði að ráða geta tekið garðyrkjuna á næsta stig. Úti er hægt að rækta fjölbreyttara úrval af plöntum og jurtum, allt frá uppáhaldsskrautplöntunum upp í grænmeti og jafnvel trjágróður. Til að gera góðan garð betri þarf rétt verkfæri, þekkja lykilverkefni hverrar árstíðar, t.d. vorverkin, og góða viðleitni. Þú ræður því algerlega sjálf/ur/t hversu mikla vinnu þú vilt leggja í garðinn og við eigum nokkur hjálpleg ráð í handraðanum fyrir alla garðeigendur.

 

Hvaða verkfæri og búnaður eru nauðsynleg fyrir garðyrkju?

Hér finnurðu allar leiðbeiningar um hvað þú þarft til að byrja í garðinum. Vökvun, snyrting og hreinsun eru grunnatriði garðyrkju og þurfa ekki flókin verkfæri til. Til þæginda og hlífðar mælum við með því að þú notir alltaf hanska við garðverkin og festir kaup á hnjámottu. Hanskarnir verja hendurnar fyrir plöntunálum og koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögðum og annars konar óþægindi við vinnuna. Hnjámottur styðja við hnén, draga úr vöðvaspennu og bæta vinnustöðu líkamans. Hún heldur vinnubuxunum líka hreinni en ella!

Annað sem þarf fyrir grunnverkin eru góð skæri eða klippur, sem og vatnsílát fyrir vökvun. Best væri þó að nota garðslöngu og/eða úðara ef því verður komið við. Til að moka úr beðum og hreinsa upp jarðveg þarf góða skóflu, hrífu og gjarnan hjólbörur til að auðvelda verkið. Í garðyrkjudeildinni okkar finnurðu að auki úrval annarra garðverkfæra sem nýtast við alls konar garðyrkjuverk.

Hafir þú í huga að gera garðyrkju að aðalstarfi, þarftu að sjálfsögðu rétt verkfæri. Við fjöllum ítarlega um garðyrkjufyrirtæki í sérstökum leiðarvísi þar sem tekið er fyrir allt frá gróðri að iðnaðaruppskeru.

Hvernig á að rækta eigin plöntur úr fræi?

Þegar búið er að taka ákvörðun um nýtingu garðsins, þarf að skipuleggja þau verk sem þarf að vinna, undirbúa jarðveginn og hafa á hreinu hverju á að planta og hvenær. Skrautplöntur þarf jafnan að setja niður á öðrum tímum en gras, grænmeti eða trjágróður. Flest fræ þarf að forrækta innandyra þegar fer að vora. Til þess er gott að nota forræktunarsett, vaxtarbakka eða jafnvel gróðurhús, sé plássið fyrir hendi. Plöntukassar og hábeð geta staðið bæði inni- og utandyra og í þá er tilvalið að setja niður forræktað grænmeti þegar tíminn er kominn.

Ef þú vilt fyrst og fremst leggja áherslu á fallega grasflöt eigum við líka góð ráð í pokahorninu. Fyrst þarf að velja grasfræ sem henta garðinum. Grasfræ fást í ýmsum tegundum sem allar hafa sína kosti, eftir því hvernig grasflötin verður notuð; fyrir íþróttir og leiki, sem afslöppunar- og sólbaðssvæði, fyrir fallegt garðskraut eða hvað annað. Besti tíminn til að sá grasfræjum er snemma að vori en þau mega þó fara í jörðu allt fram í byrjun október. Plöntur þrífast við mismunandi skilyrði. Þau þarf að uppfylla til að ná sem bestum árangri. Því er alltaf góð hugmynd að kynna sér umhirðu þeirra plantna sem þú gróðursetur og gera áætlanir fyrir garðvinnuna út frá henni.

Hverju er heppilegt að klæðast við garðvinnu?

Eins og kemur fram í garðyrkjuvísinum okkar er nauðsynlegt að hafa réttan búnað við hvert verk. Réttur garðyrkjufatnaður ver þig á meðan þú vinnur og eykur þannig á ánægjuna við verkið. Garðhanskar gera þér kleift að vinna grófari verk á borð við greinaklippingar og jarðvegsvinnu án þess að hrufla eða skaða hendurnar.

Þegar sólin skín er barmastór hattur góð vörn gegn skaðlegum geislum og góðar vinnubuxur eða -samfestingur verja annan fatnað gegn óhreinindum. Stígvél eða góðir gúmmískór eru einnig algjör nauðsyn í garðinn svo hægt sé að vökva almennilega án þess að þurfa að passa upp á skóna!

Eitt af því sem er mest spennandi við garðyrkju er að maður sér í raun ekki áhrifin af vinnunni fyrr en maður stendur upp, slakar á og skoðar árangurinn! Það er tilvalið að byrja smátt, kannski með eitt beð með auðræktuðu grænmeti og fyrr en varir ertu tilbúin/n/ð til sð sjá um fullt gróðurhús af spennandi plöntum. Eða, hver veit, kannski leiðir áhuginn til þinnar eigin framleiðslu. Garðvinna er skemmtileg og gefandi en við hana þarf réttan öryggisbúnað og tól. Notaðu einnig rétt verkfæri og aukahluti sem henta verkinu sem unnið er.