Náðu góðu taki á verkefnunum með þessum þvingum
Ertu í leit að nýrri þvingu eða skrúfstykki? Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á þvingur á borð við C-þvingur, F-þvingur, hurðaþvingur, skrúfstykki á vinnubekki og margt fleira. Úrvalið er mikið og þú finnur því án efa þá þvingu sem þig vantar. Skrúfstykki úr málmi er notað til að klemma málm frekar en við - tilgangur tólsins er að halda málmstykki föstu á sínum stað á meðan þú skerð það eða slípar. Skrúfstykki á borð við þessi eru yfirleitt úr steypujárni. Skoðaðu úrvalið okkar af þvingum og skrúfstykkjum til að finna það sem þú þarft.
Hvað eru þvingur notaðar í?
Þvingur eru notaðar á ýmsa vegu en þó er algengast að þær séu notaðar til að halda efnivið á borð við málm eða við saman á meðan verið er að festa tvö vinnustykki saman. Einnig er hægt að nota þvingu til að halda stýribraut fastri þegar þú notar hjólsög. Ef þú þarft að líma viðarbút þá þarftu áhald til að halda honum saman fyrir lóðun eða til að halda stýribrautinni á sínum stað. Þvingur eru í kjarnann notaðar til að halda vinnuefni (sem þú þarft að lóða eða líma) öruggu og á sínum stað.
Það skiptir ekki máli hvort þú sért að leita að einhentri þvingu, hurðaþvingu eða hefðbundnu skrúfstykki á verkstæðið - þú finnur verkfærið hjá vidaXL. Áhöldin okkar eru á góðu verði og þú finnur því hæglega þvingu sem fer ekki yfir ráðstöfunarféð þitt.
Þvingur fyrir byrjendur
Trésmíði er farin að færast í aukana á síðustu árum, sem okkur þykir afar spennandi þróun. Þó geta eftirfarandi atriði reynst flókin þegar þú dembir þér í trésmíðina:
Við þekkjum þetta. Úrvalið er gríðarlegt og það getur reynst ómögulegt að velja réttu tólin.
Hér hjá vidaXL mælum við með því að þú byrjir á einföldum þvingum og skrúfstykkjum - ekki fara of geyst í þetta og kaupa of mörg verkfæri. Byrjaðu á einni eða tveimur þvingum. Þú getur alltaf bætt fleiri við seinna meir - sannleikurinn er þó sá að flest heimili þurfa bara eina góða og fjölhæfa þvingu.
Jú jú, við þekkjum öll hin fornu spakmæli „aldrei er hægt að eiga of margar þvingur“. Ef þú ert hins vegar byrjandi þá er hreinlega óþarfi að eiga of margar. Það getur verið freistandi að kaupa allskyns mismunandi verkfæri þegar þú byrjar, en betra er að byrja á færri tólum - allavega þangað til þú veist nákvæmlega hvað þú þarft af verkfærum.
Mergur málsins er því: Byrjaðu á ódýrri þvingu. Þetta gefur þér gott start og þú getur síðan hægt og rólega byggt upp verkfærasettið með þvingum og öðrum tólum.
Verkfæri fyrir hvaða verkefni sem er hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL elskum við verkfæri. Hvort sem þú ert faglegur byggingameistari, eða finnst einfaldlega gaman að fást við ýmis verkefni heimavið í frítímanum, þá finnurðu verkfærin sem henta þér hjá vidaXL. Úrvalið okkar af verkfærum inniheldur:
Við bjóðum upp á mikið úrval vara og þú ert því án efa að fara að finna verkfæri sem henta þér. Verkfærin okkar eru á góðu verði en eru engu að síður sterkbyggð og standast tímans tönn. Hjá okkur færðu verkfæri sem endast í langan tíma án þess að þurfa að borga hálfan handlegg fyrir þau.
Hvað þarftu þá eiginlega margar þvingur?
Eins og við nefndum hér fyrir ofan: Sem byrjandi þarftu ekki að kasta þér rakleiðis útí djúpu laugina og kaupa allar þvingur alheimsins. Byrjaðu smátt og byggðu verkfærasafnið upp í rólegheitunum. Ef þú hefur hins vegar aðeins meiri reynslu en byrjandi þá gæti þig skiljanlega langað til að stækka safnið með nýrri þvingu eða tveimur. Við viljum samt undirstrika að þetta þýðir ekki að þú þurfir tíu mismunandi þvingur. Þú getur í rauninni gert flest með einfaldri níu-punkta þvingu. Að því sögðu þá eru nokkrar afar nytsamlegar þvingur sem þú gætir viljað fjárfesta í:
-
Röraþvingur
-
F-þvingur
-
Borðaþvingur
Þótt það séu vissulega til mjög margar mismunandi þvingur þá trúum við því fastlega að þessar þvingur séu nóg til að þú getir tekist á við verkefnið þitt á þægilegan hátt.
Kauptu þvingurnar og skrúfstykkin í netverslun vidaXL
Úrvalið af þvingum og skrúfstykkjum er mikið og því getur verið erfitt að vita hvað þú átt að velja - þá sérstaklega ef þú hefur aldrei keypt þessi verkfæri áður. Við erum með áralanga reynslu af því að aðstoða kúnna við að finna réttu verkfærin og við hjálpum þér svo sannarlega líka. Hafðu samband við þjónustuverið okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu þvinguna.