Hvernig þú velur rétta líkamsræktartækið
Fjárfesting í líkamsræktartækjum gerir þér kleift að stunda hreyfingu reglulega. Við vitum öll hver kosturinn við líkamsrækt er, en mikilvægt er þó að hafa í huga að best er að stunda líkamsrækt reglulega svo að hún hafi sem bestu áhrifin á heilsuna. Þetta er ein stærsta áskorunin fyrir einstaklinga sem langar að byrja að stunda líkamsrækt. Margir finna fyrir miklum innblástri þegar þeir byrja að hreyfa sig en missa svo áhugann eftir nokkra daga eða vikur.
Lykillinn að því að komast yfir þennan hjalla og fá sem mest út úr líkamsræktinni er að velja rétta líkamsræktartækið. Ýmsir kostir fylgja því að eiga sitt eigið líkamsræktartæki, eins og t.d. næði, þægindi og minni útgjöld. Þú getur einnig sniðið líkamsræktarplan algjörlega eftir þinni getu og markmiðum. Hér að neðan lítum við nánar á hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar þú velur líkamsræktartæki.
Hvaða líkamsræktartæki ættirðu að velja?
Kostirnir við að eiga sinn eigin líkamsræktarbúnað eru nú orðnir nokkuð ljósir og því er næsta skref að átta sig á því hver heilsumarkmiðin eru og hvaða tæki henta best til að ná þessum markmiðum. Hér eru nokkrar af algengustu tegundum líkamsræktartækja.
Lyftingabekkir
Lyftingabekkur er bæði alhliða og einfaldur og er því ómissandi í heimarækt. Marghæfni bekksins gerir hann að góðu vali fyrir einstaklinga í öllu formi. Búnaðurinn er góður fyrir hluti eins og magaæfingar og lyftingar.
Handlóð
Handlóðasett fást í allskyns þyngdum og henta því þörfum flestra. Þau fást í mismunandi stærðum, gerðum og efnum og þau henta ungum sem öldnum. Rekki er ómissandi til að geyma handlóðin.
Hlaupabretti
Hlaupabretti eru ein af vinsælustu líkamsræktartækjunum. Þau eru oft notuð fyrir upphitunaræfingar áður en farið er í erfiðari æfingar. Tækið hentar best fyrir einstaklinga sem vilja einblína á brennslu hitaeininga eða léttast.
Þrekhjól
Þrekhjólið er líkamsræktartæki sem virkar á svipaðan hátt og hjól. Eini munurinn er að þrekhjól hreyfast ekki. Þrekhjól er frábært fyrir upphitun og hitaeiningabrennslu. Það er einnig öruggt og auðvelt í notkun.
Lyftingabúnaður
Lóðaplötur, ketilbjöllur, handlóð og mótstöðubönd eru dæmi um lyftingabúnað. Þessi tegund líkamsræktarbúnaðar gerir þér kleift að gera ýmsar æfingar fyrir efri hluta líkamans.
Róðravélar
Róðravélar eru hannaðar til að þjálfa allan líkamann. Þær styrkja vöðva í fótleggjum og handleggjum og bæta úthaldið. Notkun tækisins bætir styrk og heilsuhreysti.
Fótstig
Þessi ómissandi búnaður gerir þér kleift að framkvæma mismunandi æfingar sem beinast að fótleggjum, magavöðvum og efri hluta líkamans. Slíkar æfingar bæta samhæfingu, hreyfigetu og jafnvægi.
Hversu mikilvæg eru heilsumarkmiðin þín þegar þú velur líkamsræktartæki?
Heilsumarkmiðin þín hafa áhrif á hvaða líkamsræktartæki hentar þér. Hverju viltu áorka? Langar þig til að byggja upp vöðva, bæta hjartaheilsu eða léttast? Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga í leitinni að rétta líkamsræktartækinu.
-
Byrjendur
Ef markmiðið þitt er að léttast, bæta á þig vöðvum eða bæta heilsuna almennt þá er sniðugt að skoða einfaldan æfingabúnað eins og fótstig, stillanlega bekki og handlóðasett. Æfingamotta og mótstöðubönd geta einnig verið gagnleg.
-
Meðalreyndir einstaklingar
Tæki á næsta stigi fyrir ofan virka oft vel fyrir einstaklinga sem hafa stundað líkamsrækt í einhvern tíma og vilja færa sig á næsta stig. Á þessu þjálfunarstigi er áherslan oft á vöðva- og styrktarþjálfun. Handlóð, lóðaplötur og róðravélar eru oft góður búnaður fyrir meðalreynda einstaklinga.
-
Þaulreyndir einstaklingar
Hér er um að ræða mesta heilsuhreystið. Einstaklingar sem hreyfa sig mikið vilja yfirleitt ekki vera með sömu tækin heimavið og þeir nota í líkamsræktinni. Þyngri handlóð, lóðaplötur, ketilbjöllur og mótstöðubönd eru hér tilvalin. Það má auðvitað líka nota önnur háþróuð tæki sem henta þjálfuninni.
Hvað þarf mikið pláss fyrir líkamsræktartækið?
Það er mikilvægt að þú gangir úr skugga um að þú hafir nóg pláss fyrir líkamsræktartækið sem þig langar til að kaupa. Margir kaupa tæki án þess að vera með stærðina á hreinu og komast svo seinna að því að tækið er of stórt. Þú þarft að vita nákvæm mál á tækinu þegar búið er að setja það saman með öllum aukabúnaði. Einnig verður að hafa í huga teygða útlimi eða hreyfingar sem krefjast mikils pláss við notkun tækisins.
Gott er að hafa í huga hversu mikið pláss þú þarft þegar þú teygir úr fótleggjunum eða breiðir úr handleggjunum. Herbergið þarf allra helst að vera rétthyrnt eða ferhyrnt til að tryggja að tækið passi snyrtilega í rýmið. Ef pláss er af skornum skammti þá geturðu alltaf valið fjölnota líkamsræktartæki. Hafðu í huga að öryggið þarf alltaf að vera í fyrirrúmi. Gakktu úr skugga um hvort það þurfi að festa líkamsræktarbúnaðinn eða hvort hann þurfi ákveðið mikið pláss.
Ertu að leita að líkamsræktartæki sem hjálpar þér að ná heilsumarkmiðunum þínum? Skoðaðu umfangsmikið úrvalið okkar af líkamsræktarbúnaði.