Flikkaðu upp á útisvæðið með nýjum garðhúsgögnum
Garðhúsgögn eiga það oft til að gleymast þegar lagst er í hönnun á heimilinu, en þau geta auðveldlega spilað jafn stóran þátt og húsgögnin innandyra. Góð útihúsgögn geta gert gæfumuninn þegar kemur að því að gera útisvæðið að þægilegri framlengingu á heimilinu. Fjölmargar tegundir af húsgögnum fást á markaðinum í dag og því ætti ekki að verða vandasamt að finna húsgögn sem henta þörfum þínum og stíl.
Skoðaðu glæsilega úrvalið okkar af garðhúsgögnum á góðu verði
Skoðaðu fjölbreytt úrval af garðhúsgögnum og endurnýjaðu útisvæðið. Við eigum allt sem þú þarft til að hanna garðinn eða veröndina eins og þú vilt, hvort sem það eru klassískir Adirondack stólar eða nútímaleg eldstæði - og allt þar á milli. Þú getur valið úr miklu úrvali af efnum, litum og stílum til að finna hina fullkomnu hluti fyrir heimilið þitt. Uppfærðu útirýmið þitt í dag með vidaXL.
Þægilegur staður til setu og slökunar er ómissandi, hvort sem hann er í bakgarðinum eða á pallinum. Útihúsgögn geta veitt bæði þægindi og slökun í útiverunni, en þau geta einnig sett fallegan svip á útisvæðið. Ertu í leit að heilu garðhúsgagnasetti? Eða jafnvel bara í leit að nokkrum sólstólum, viðarbekkjum eða nýju garðborði?
Fjölbreytt úrval okkar af garðhúsgögnum spannar allt frá útihúsgagnasettum, útisætum, geymslukössum og fótskemlum til útiborða. Við bjóðum upp á fjölmargar tegundir garðhúsgagna og því er úr nógu að velja í leitinni að frábærum húsgögnum fyrir útisvæðið sem henta þörfum þínum og stíl.
Feikinóg er því af möguleikum þegar kemur að því að velja garðhúsgögnin. Hjá vidaXL fæst eitthvað fyrir alla. Skoðaðu úrvalið okkar - við erum sannfærð um að þú finnir eitthvað sem hentar þér.
Hvaða efnivið ættirðu að velja fyrir garðhúsgögnin þín?
Þegar kemur að húsgagnavali eru nokkur almenn atriði sem vert er að hafa í huga: þægindi, útlit og ætluð notkun á húsgögnunum. Sérstakt atriði sem þarf að hafa í huga varðandi útihúsgögn - veðrið. Sól, rigning, vindur og snjór eru þættir sem geta haft áhrif á útlit og langlífi garðhúsgagna. Til að taka vel upplýsta ákvörðun við kaup á útihúsgögnum er mikilvægt að hafa í huga þær mismunandi gerðir húsgagna sem eru í boði og hvernig þær henta mismunandi loftslagi.
-
Garðhúsgögn úr viði eru vinsæll kostur fyrir fólk sem býr í hlýju loftslagi með mildri veðráttu. Náttúruleg fegurð viðarins bætir sveitalegum sjarma við hvaða útirými sem er og efniviðurinn er þar að auki tiltölulega traustur og viðhaldslítill. Ef þú býrð hins vegar á stað með vandasamri veðráttu, þá er mikilvægt að velja húsgögn úr veðurþolnum efniviði eins og tekkviði eða sedrusviði.
-
Húsgögn úr málmi eru góður kostur fyrir fólk sem býr á erfiðum veðursvæðum, þar sem þau rotna ekki eða skekkjast í miklum hita. Þar að auki eru húsgögn úr málmi oft meðhöndluð með veðurþolinni húðun sem hjálpar þeim að standast ryð og fölnun.
-
Húsgögn úr plasti eru annar gagnlegur kostur fyrir einstaklinga sem eru í leit að léttum og viðhaldslitlum vörum. Plasthúsgögn eru fáanleg í ýmsum litum og gerðum og auðvelt er að þurrka af þeim með rökum klút þegar þau verða óhrein.
-
Garðhúsgögn úr pólýrattan hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. Pólýrattan er fok- og vatnshelt og þú getur því notað húsgögnin allan ársins hring. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af húsgögnum úr pólýrattan, bæði hvað varðar stíl og gerð, og þú finnur því vafalaust eitthvað eftir þínum smekk.
Hvað er gott að hafa í huga þegar þú velur garðhúsgögn?
Þegar kemur að því að velja réttu garðhúsgögnin eru nokkur lykilatriði sem gott er að hafa bakvið eyrað:
-
Í fyrsta lagi þurfa garðhúsgögn að vera endingargóð. Þau þurfa að geta staðið af sér breytilega veðráttu án þess að þau ryðgi eða tærist.
-
Í öðru lagi ættu þau að vera stílhrein. Útihúsgögn þurfa ekki að vera smekklaus eða óspennandi - þau geta verið alveg jafn stílhrein og fáguð og innihúsgögn.
-
Í þriðja lagi þarftu að hafa virknina í huga. Útihúsgögn ættu að vera þægileg og hagnýt svo að fólki þyki gott að nota þau. Útihúsgögn ættu að bjóða upp á stað til setu eða legu og þau ættu ennfremur að vera nógu rúmgóð til að öllum líði þægilega. Einnig ættu þau að vera auðveld í þrifum svo að hægt sé að nota þau utandyra án þess að fólk óttist að skíta þau út.
-
Loks ættu útihúsgögn að vera stílhrein og falleg. Ákjósanlegt er að þau fari vel við núverandi hönnun útisvæðisins og að fólk njóti þess að nota þau. Með þessi atriði í huga ættirðu að geta fundið hin fullkomnu garðhúsgögn fyrir heimilið þitt.
Njóttu sumarsins með glænýjum útihúsgögnum
Margir velja að verja sem mestum tíma utandyra yfir hásumarið þegar ljúf sumargolan leikur við landann. Því dregur ekkert úr vinsældum garðhúsgagna. En hver er kosturinn við útihúsgögn?
Einn helsti kosturinn við útihúsgögn er að þau geta gert garðinn eða pallinn enn flottari. Útihúsgögn eru af ýmsum gerðum og þú finnur því alltaf eitthvað sem passar við útlit bakgarðsins eða pallsins. Þar að auki eru útihúsgögn oft framleidd úr endingargóðum efnivið sem þolir notkun útivið í allskyns veðráttu.
Annar kostur við útihúsgögn er að þau geta veitt þér og fjölskyldunni þægilegan stað til setu og afslöppunar útivið. Ef þú ert með bakgarð eða pall þá geturðu notað útihúsgögn til að breyta svæðinu í kyrrlátan griðarstað. Ennfremur má nota útihúsgögn fyrir borðhald undir berum himni.
Tillögur varðandi hönnun útisvæðisins með húsgögnum
Veröndin er frábær staður til að slaka á og njóta veðursins. Plöntur ásamt stólum og borði er allt sem þarf til að gera útisvæðið notalegt. Hér eru nokkrar hugmyndir ef þig langar til að bæta einhverju við.
Útihitari er tilvalinn ef þig langar til að njóta sumarkvöldsins á pallinum. Hann heldur á þér hita á svölum kvöldum. Eldstæði er ennfremur frábær viðbót. Hægt er að nota það til eldunar eða einfaldlega til að halda á sér hita. Ef þú átt börn þá geturðu íhugað að bæta við leikskipulagi af einhverju tagi. Það býður upp á skemmtun fyrir krílin svo tímunum skiptir. Pallur er önnur vinsæl viðbót. Hægt er að nota hann fyrir borðhald, afslöppun eða veisluhald. Hvað sem verður fyrir valinu - vertu viss um að það passi við þarfir þínar og lífsstíl.
Húsgögn í einingum eru afar vinsæl um þessar mundir. Með einingahúsgögnum geturðu blandað saman vörum til að búa til hina fullkomnu uppsetningu fyrir þig. Vistvæn húsgögn hafa einnig öðlast meiri vinsældir á síðustu misserum. Viðskiptavinir velja í auknum mæli húsgögn úr sjálfbærum og umhverfisvænum efnivið.
Rétt viðhald á garðhúsgögnum er mikilvægt
Besti tíminn til að þrífa útihúsgögnin er að vori til, áður en regluleg notkun hefst. Aldrei er þó of seint að þrífa þau - það nægir að gera það áður en veturinn gengur í garð til að forðast tjón af rigningu, snjó og ís.
Góð ráð til að þrífa garðhúsgögnin:
-
Sópaðu burt óhreinindum og rusli með kústi.
-
Blandaðu einum hluta af uppþvottalög á móti fjórum hlutum af vatni í fötu.
-
Notaðu svamp eða klút til að skrúbba húsgögnin með sápuvatni.
-
Skolaðu húsgögnin með slöngu.
-
Láttu húsgögnin þorna algjörlega áður en þú notar þau.
Líttu yfir húsgögnin þín með tilliti til skemmda sem kunna að hafa orðið á notkunartímabilinu. Ef þú tekur eftir brotnum stoðum á stólnum þínum, ryðguðum skrúfum á borðinu eða upplituðu efni á sessunum, þá skaltu gera við hlutina eins fljótt og þú getur. Þrífðu óhreinindi og ryk af húsgögnunum sem gætu hafa safnast saman yfir notkunartímabilið. Notaðu mjúkan klút og milda hreinsilausn til að losa óhreinindi eða gróm sem gæti hafa byggst upp.
Hertu lausar skrúfur, skiptu um brotnar stoðir og tjaslaðu upplitað efni á húsgögnunum. Með þessum smávægilegu viðgerðum geturðu lengt líftíma húsgagnanna og haldið þeim fallegum fyrir komandi ár.
Nældu þér í ný og flott útihúsgögn frá vidaXL á sanngjörnu verði
Þegar sumarið rennur í garð geturðu loksins skellt þér út og notið veðurblíðunnar. Tilvalin leið til að njóta útiverunnar er einfaldlega að dunda sér á pallinum eða í garðinum heimavið og góð garðhúsgögn eru þar ómissandi viðbót við útisvæðið.
vidaXL er alþjóðlegur söluaðili á netinu sem býður upp á fjölbreytt úrval af hágæðavörum á viðráðanlegu verði. Hjá vidaXL fæst eitthvað fyrir alla - allt frá húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið til DIY verkfæra og garðáhalda.
Við bjóðum upp á fría sendingu á öllum pöntunum og þjónustuverið okkar er til taks ef þú ert með spurningar eða vilt koma einhverju á framfæri. Hvort sem þú stendur í útréttingum á nýja heimilinu eða vantar einfaldlega nýjan bor fyrir næsta DIY verkefnið þitt, þá er vidaXL til taks fyrir þig.